Rory McIlroy endaði átján mánaða þurrkatíð í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 10:31 Rory McIlroy með bikarinn sem hann vann í gær. AP/Jacob Kupferman Eins og hálfs árs bið norður írska kylfingsins Rory McIlroy er á enda eftir að hann vann Wells Fargo Championship golfmótið í gærkvöldi. McIlroy gerði þetta reyndar aðeins meira spennandi en hann þurfti á lokaholunni en var vel fagnað þegar sigurinn var í höfn. Norður Írinn vinsæli lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og vann mótið á einu höggi. Hann lent í smá vandræðum á átjándu holunni eins og áður sagði en mátti tvípútta af fjórtán metra færi til þess að tryggja sér sigurinn. Það tókst. Back in the winner's circle. pic.twitter.com/k0oL5h8U59— PGA TOUR (@PGATOUR) May 9, 2021 Skollinn á átjándu var sá eini hjá Rory á lokahringnum en hann var þá kominn með fjóra fugla. McIlroy lék mótið á samtals 274 höggum eða á tíu höggum undir pari. Abraham Ancer frá Mexíkó varð annar á níu höggum undir pari og þriðji urðu síðan Norðmaðurinn Viktor Hovland og Bandaríkjamaðurinn Keith Mitchell sem báðir léku á átta höggum undir pari. McIlroy fékk eina milljón dollara og 458 þúsund Bandaríkjadölum betur í sigurlaun eða meira en 181 milljón íslenskra króna. Það fór ekkert á milli mála að Rory var mjög létt þegar hann horfði á eftir golfboltanum rúlla í holunum á átjándu og sigurinn var í höfn. „Þetta er aldrei auðvelt. Mér leið líka eins og það sé mjög langt síðan,“ sagði Rory McIlroy eftir sigurinn. Now three-time @WellsFargoGolf winner @McIlroyRory meets with the media. https://t.co/ZAxBU7VdBY— PGA TOUR (@PGATOUR) May 9, 2021 Þetta var fyrsta mótið sem Rory vinnur síðan á HSBC Champions mótinu í Shanghæ í Kína í nóvember 2019. McIlroy var að vinna Wells Fargo mótið hjá Quail Hollow klúbbnum í Norður Karólínu í þriðja sinn en hann vann mótið einnig 2010 og 2015. „Þetta er einn af uppáhaldsstöðunum mínum í heiminum. Það er stórkostlegt að ná að enda þurrkatíðina og vinna hér., sagði McIlroy. Fell in love with Quail Hollow the first time I played it and knew it was special. From my first win in 2010 to today, each year the fans, staff, city of Charlotte make the week an unforgettable experience. The fans carried me through today. Thank you for the continued support. pic.twitter.com/PZlk1ou5bB— Rory McIlroy (@McIlroyRory) May 10, 2021 Add another to the list. pic.twitter.com/xuyf9YuKqG— PGA TOUR (@PGATOUR) May 10, 2021 Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
McIlroy gerði þetta reyndar aðeins meira spennandi en hann þurfti á lokaholunni en var vel fagnað þegar sigurinn var í höfn. Norður Írinn vinsæli lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og vann mótið á einu höggi. Hann lent í smá vandræðum á átjándu holunni eins og áður sagði en mátti tvípútta af fjórtán metra færi til þess að tryggja sér sigurinn. Það tókst. Back in the winner's circle. pic.twitter.com/k0oL5h8U59— PGA TOUR (@PGATOUR) May 9, 2021 Skollinn á átjándu var sá eini hjá Rory á lokahringnum en hann var þá kominn með fjóra fugla. McIlroy lék mótið á samtals 274 höggum eða á tíu höggum undir pari. Abraham Ancer frá Mexíkó varð annar á níu höggum undir pari og þriðji urðu síðan Norðmaðurinn Viktor Hovland og Bandaríkjamaðurinn Keith Mitchell sem báðir léku á átta höggum undir pari. McIlroy fékk eina milljón dollara og 458 þúsund Bandaríkjadölum betur í sigurlaun eða meira en 181 milljón íslenskra króna. Það fór ekkert á milli mála að Rory var mjög létt þegar hann horfði á eftir golfboltanum rúlla í holunum á átjándu og sigurinn var í höfn. „Þetta er aldrei auðvelt. Mér leið líka eins og það sé mjög langt síðan,“ sagði Rory McIlroy eftir sigurinn. Now three-time @WellsFargoGolf winner @McIlroyRory meets with the media. https://t.co/ZAxBU7VdBY— PGA TOUR (@PGATOUR) May 9, 2021 Þetta var fyrsta mótið sem Rory vinnur síðan á HSBC Champions mótinu í Shanghæ í Kína í nóvember 2019. McIlroy var að vinna Wells Fargo mótið hjá Quail Hollow klúbbnum í Norður Karólínu í þriðja sinn en hann vann mótið einnig 2010 og 2015. „Þetta er einn af uppáhaldsstöðunum mínum í heiminum. Það er stórkostlegt að ná að enda þurrkatíðina og vinna hér., sagði McIlroy. Fell in love with Quail Hollow the first time I played it and knew it was special. From my first win in 2010 to today, each year the fans, staff, city of Charlotte make the week an unforgettable experience. The fans carried me through today. Thank you for the continued support. pic.twitter.com/PZlk1ou5bB— Rory McIlroy (@McIlroyRory) May 10, 2021 Add another to the list. pic.twitter.com/xuyf9YuKqG— PGA TOUR (@PGATOUR) May 10, 2021
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira