Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Atli Ísleifsson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 segjum við frá nýjustu tíðindum af kórónuveirufaraldrinum hér á landi, en hátt í tvö hundruð manns hafa þurft að fara í skimun í Skagafirði í dag eftir að fjórir greindust með smit þar.

Þá segjum við frá því að Reykjavíkurborg stefni að því að bæta við þrjú hundruð leikskólaplássum með nýrri tímabundinni lausn sem felst í færanlegum leikskólum.

Bæta á aðgengi að gosstöðvum á þann veg að fólk með skerta hreyfigetu eigi einnig að geta sótt gosstöðvarnar heim. Ferðamálaráðherra segir mikla uppbyggingu framundan.

Þá segjum við frá konu á Selfossi sem bakar og skreytir kökur af mikilli list.

Þetta og fleira til í fréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd -:-
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið



      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×