Ungt lið og mikilvægt að þeim líði ekki eins og þetta sé allt þeim að kenna Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2021 13:30 Margrét Lára Viðarsdóttir og Árni Freyr Guðnason fóru um víðan völl í Pepsi Max mörkunum í gærkvöld. stöð 2 sport Margrét Lára Viðarsdóttir og Árni Freyr Guðnason voru sammála um það að Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, hefði átt að axla ábyrgð á 9-0 tapinu gegn Breiðabliki í stað þess að bauna á leikmenn sína. Fylki er spáð 3. sæti í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í sumar en liðið beið afhroð í fyrsta leik, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Kópavoginum. Eftir leik sagði Kjartan í sjónvarpsviðtali meðal annars að leikmenn hefðu ekki farið eftir fyrirmælum hans af hliðarlínunni. „Þegar þú tapar 9-0 þá er augljóst að það er eitthvað að, en að skella því á leikmenn fyrir að hafa ekki fylgt plani finnst mér svolítið ódýrt,“ sagði Árni Freyr í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max mörkin - Gagnrýni á þjálfara Fylkis „Ég hefði viljað sjá Kjartan sem þjálfara taka ábyrgðina á þessu sjálfur. Hann velur liðið, hann ákveður hvernig það spilar. Þær pressa hátt lungann úr leiknum, það er langt á milli línanna. Hann segir að leikmenn hafi ekki farið eftir fyrirmælum af hliðarlínunni. Það er skrýtið. Ég held að hann eigi svolítið verk fyrir höndum,“ sagði Árni Freyr. Kjartan með breitt bak og ætti að taka þetta á sínar herðar Margrét Lára tók í svipaðan streng: „Þetta er bara einn leikur, fyrsti leikur á móti, og auðvitað hefðu allir viljað betri úrslit og betri frammistöðu. En það þarf núna að þétta raðirnar og berja sjálfstraust í liðið. Ég hefði viljað sjá Kjartan taka þetta á sínar herðar, hann er með breitt bak, og gera leikmenn svolítið stikkfrí í gegnum þetta. Fara svo yfir málin inni í klefa. En menn verða bara að beita þeim aðferðum sem þeir gera. Nú er bara að halda áfram og þetta er alla vega lexía fyrir þær. Það er búið að setja pressu á þær með að þær verði í þessari toppbaráttu og við viljum ekki að þær guggni undan henni.“ Næsti leikur Fylkis er gegn Tindastóli í Árbænum á þriðjudagskvöld. „Þær eru með ungt lið og mæta Tindastólsliði sem var óheppið að fá ekki þrjú stig. Tindastólskonur mæta því kannski með meira sjálfstraust en Fylkisliðið í næstu umferð. Þegar þú ert með ungt lið inni á vellinum, engan útlending, þá skiptir svo miklu máli fyrir þær að þær upplifi ekki að þetta sé allt þeim að kenna,“ sagði Árni Freyr og bætti við: „Ef að þjálfarinn hefði tekið þetta á sig og sagst hafa valið vitlaust lið eða vitlaust kerfi, gætu þær mætt á næstu æfingu og haldið alla vega meira að þetta sé þjálfaranum að kenna en þeim sjálfum. Þegar öllu er á botninn hvolft ert þú inni á vellinum og þarft að leysa stöðurnar, en ég hefði viljað sjá þá [þjálfarana] aðstoða liðið sitt betur.“ Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir „Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum“ „Þetta var slæmt tap en líklegast lærdómsríkt. Við gerðum ansi mörg mistök sem að maður vill ekki sjá,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir ótrúlegt 9-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 4. maí 2021 21:45 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
Fylki er spáð 3. sæti í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í sumar en liðið beið afhroð í fyrsta leik, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Kópavoginum. Eftir leik sagði Kjartan í sjónvarpsviðtali meðal annars að leikmenn hefðu ekki farið eftir fyrirmælum hans af hliðarlínunni. „Þegar þú tapar 9-0 þá er augljóst að það er eitthvað að, en að skella því á leikmenn fyrir að hafa ekki fylgt plani finnst mér svolítið ódýrt,“ sagði Árni Freyr í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max mörkin - Gagnrýni á þjálfara Fylkis „Ég hefði viljað sjá Kjartan sem þjálfara taka ábyrgðina á þessu sjálfur. Hann velur liðið, hann ákveður hvernig það spilar. Þær pressa hátt lungann úr leiknum, það er langt á milli línanna. Hann segir að leikmenn hafi ekki farið eftir fyrirmælum af hliðarlínunni. Það er skrýtið. Ég held að hann eigi svolítið verk fyrir höndum,“ sagði Árni Freyr. Kjartan með breitt bak og ætti að taka þetta á sínar herðar Margrét Lára tók í svipaðan streng: „Þetta er bara einn leikur, fyrsti leikur á móti, og auðvitað hefðu allir viljað betri úrslit og betri frammistöðu. En það þarf núna að þétta raðirnar og berja sjálfstraust í liðið. Ég hefði viljað sjá Kjartan taka þetta á sínar herðar, hann er með breitt bak, og gera leikmenn svolítið stikkfrí í gegnum þetta. Fara svo yfir málin inni í klefa. En menn verða bara að beita þeim aðferðum sem þeir gera. Nú er bara að halda áfram og þetta er alla vega lexía fyrir þær. Það er búið að setja pressu á þær með að þær verði í þessari toppbaráttu og við viljum ekki að þær guggni undan henni.“ Næsti leikur Fylkis er gegn Tindastóli í Árbænum á þriðjudagskvöld. „Þær eru með ungt lið og mæta Tindastólsliði sem var óheppið að fá ekki þrjú stig. Tindastólskonur mæta því kannski með meira sjálfstraust en Fylkisliðið í næstu umferð. Þegar þú ert með ungt lið inni á vellinum, engan útlending, þá skiptir svo miklu máli fyrir þær að þær upplifi ekki að þetta sé allt þeim að kenna,“ sagði Árni Freyr og bætti við: „Ef að þjálfarinn hefði tekið þetta á sig og sagst hafa valið vitlaust lið eða vitlaust kerfi, gætu þær mætt á næstu æfingu og haldið alla vega meira að þetta sé þjálfaranum að kenna en þeim sjálfum. Þegar öllu er á botninn hvolft ert þú inni á vellinum og þarft að leysa stöðurnar, en ég hefði viljað sjá þá [þjálfarana] aðstoða liðið sitt betur.“
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir „Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum“ „Þetta var slæmt tap en líklegast lærdómsríkt. Við gerðum ansi mörg mistök sem að maður vill ekki sjá,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir ótrúlegt 9-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 4. maí 2021 21:45 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
„Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum“ „Þetta var slæmt tap en líklegast lærdómsríkt. Við gerðum ansi mörg mistök sem að maður vill ekki sjá,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir ótrúlegt 9-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 4. maí 2021 21:45