United-menn hæstánægðir með lífvarðatilburði Cavanis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2021 15:31 Edinson Cavani var ekki tilbúinn að leyfa Rómverjum að vaða yfir Mason Greenwood. getty/Matthew Peters Edinson Cavani skoraði bæði mörk Manchester United gegn Roma í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Stuðningsmenn United voru ekki bara ánægðir með mörkin tvö heldur einnig þegar Cavani varði hinn unga samherja sinn, Mason Greenwood. United tapaði leiknum í Róm í gær, 3-2, en það kom ekki að sök. Enska liðið vann fyrri leikinn, 6-2, og einvígið 8-5 samanlagt. Cavani fór mikinn í leikjunum tveimur. Hann skoraði tvö mörk í þeim báðum og lagði auk þess upp þrjú mörk í fyrri leiknum. Úrúgvæinn kom því með beinum hætti að sjö af átta mörkum United í einvíginu. Það gladdi stuðningsmenn United líka að sjá þegar Cavani tók til varna fyrir Greenwood þegar tveir leikmenn Roma, þeir Rick Karsdorp og Gianluca Mancini, létu strákinn heyra það. Cavani var fljótur að bregðast við þegar Rómverjarnir sóttu að Greenwood, ýtti við Karsdorp og skammaði Mancini. Cavani fékk gult spjald fyrir en stuðningsmönnum United var slétt sama um það og hrósuðu honum í hástert á samfélagsmiðlum. Atvikið og mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Roma 3-2 Man. Utd. Enn er ekki ljóst hvort Cavani verður áfram hjá United en hann hefur verið orðaður við Boca Juniors í Argentínu. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, vill ólmur halda Úrúgvæanum sem hefur leikið sérlega vel að undanförnu. United sækir Aston Villa heim í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er í 2. sæti deildarinnar. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta var smá eins og körfuboltaleikur Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 21:30 Manchester United komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 20:55 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
United tapaði leiknum í Róm í gær, 3-2, en það kom ekki að sök. Enska liðið vann fyrri leikinn, 6-2, og einvígið 8-5 samanlagt. Cavani fór mikinn í leikjunum tveimur. Hann skoraði tvö mörk í þeim báðum og lagði auk þess upp þrjú mörk í fyrri leiknum. Úrúgvæinn kom því með beinum hætti að sjö af átta mörkum United í einvíginu. Það gladdi stuðningsmenn United líka að sjá þegar Cavani tók til varna fyrir Greenwood þegar tveir leikmenn Roma, þeir Rick Karsdorp og Gianluca Mancini, létu strákinn heyra það. Cavani var fljótur að bregðast við þegar Rómverjarnir sóttu að Greenwood, ýtti við Karsdorp og skammaði Mancini. Cavani fékk gult spjald fyrir en stuðningsmönnum United var slétt sama um það og hrósuðu honum í hástert á samfélagsmiðlum. Atvikið og mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Roma 3-2 Man. Utd. Enn er ekki ljóst hvort Cavani verður áfram hjá United en hann hefur verið orðaður við Boca Juniors í Argentínu. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, vill ólmur halda Úrúgvæanum sem hefur leikið sérlega vel að undanförnu. United sækir Aston Villa heim í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er í 2. sæti deildarinnar. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Tengdar fréttir Þetta var smá eins og körfuboltaleikur Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 21:30 Manchester United komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 20:55 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Þetta var smá eins og körfuboltaleikur Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 21:30
Manchester United komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar Roma lagði Manchester United 3-2 í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Gestirnir unnu fyrri leik liðanna 6-2 og einvígið þar með 8-5 samanlagt. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær því komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. 6. maí 2021 20:55