Hazard bað stuðningsmenn Real Madrid afsökunar á hegðun sinni á Brúnni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2021 10:00 Eden Hazard var keyptur til Real Madrid sem næsta stórstjarna liðsins en það hefur verið lítið að frétta af honum inn á vellinum síðan. EPA-EFE/Neil Hall Belgíski knattspyrnumaðurinn Eden Hazard þurfti að skrifa afsökunarbeiðni á Instagram eftir framkomu sína í hópi leikmanna Chelsea eftir að Real Madrid datt út úr undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það hefur gengið allt á afturfótunum hjá Eden Hazard síðan hann var keyptur til Real Madrid. Meiðsli og slök frammistaða hafa einkennt tíma hans á Spáni og nú síðast gekk hann fram af stuðningsmönnum Real með framkomu sinni eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. "It was not my intention to offend the Real Madrid fans. It has always been my dream to play for Real Madrid and I came here to win."Eden Hazard apologizes after he was seen laughing with Chelsea players after yesterday's loss. pic.twitter.com/F8WFlOWQWR— ESPN FC (@ESPNFC) May 6, 2021 Real Madrid tapaði leiknum 2-0 og Eden Hazard gerði lítið sem ekkert í leiknum. Eftir leikinn sást hann hins vegar hlæjandi með Chelsea mönnunum Kurt Zouma og Edouard Mendy út á velli. Myndavélarnar voru fljótar að finna þá félaga en Hazard hafði litlar áhyggjur af því. Hazard var leikmaður hjá Chelsea og þessir þrír eru augljóslega góðir vinir. Þetta var hins vegar enginn tími fyrir að rækta vináttuna við leikmenn sem voru nýbúnir að henda honum og restinni af Real Madrid liðinu út úr Meistaradeildinni. Eden Hazard speaks up about *that* photo after yesterday's game pic.twitter.com/FrGKx3BL7r— Goal (@goal) May 6, 2021 Áður en Eden vissi af þá var þetta orðið stórmál á Spáni og stuðningsmenn Real Madrid voru brjálaðir. Meistaradeildin skiptir spænska félagið gríðarlega miklu máli og það var ekki eins og Belginn ætti mikið inni hjá þeim. „Ég biðst afsökunar. Ég hef lesið mikið af tilfinningaríkum færslum um mig í dag og það var ekki ætlun mín að móðga stuðningsmenn Real Madrid. Það hefur alltaf verið draumur minn að spila fyrir Real Madrid og ég kom hingað til að vinna. Þetta tímabil er ekki búið og við þurfum að berjast saman fyrir því að vinna deildina,“ skrifaði Eden Hazard á bæði ensku og spænsku. Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
Það hefur gengið allt á afturfótunum hjá Eden Hazard síðan hann var keyptur til Real Madrid. Meiðsli og slök frammistaða hafa einkennt tíma hans á Spáni og nú síðast gekk hann fram af stuðningsmönnum Real með framkomu sinni eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. "It was not my intention to offend the Real Madrid fans. It has always been my dream to play for Real Madrid and I came here to win."Eden Hazard apologizes after he was seen laughing with Chelsea players after yesterday's loss. pic.twitter.com/F8WFlOWQWR— ESPN FC (@ESPNFC) May 6, 2021 Real Madrid tapaði leiknum 2-0 og Eden Hazard gerði lítið sem ekkert í leiknum. Eftir leikinn sást hann hins vegar hlæjandi með Chelsea mönnunum Kurt Zouma og Edouard Mendy út á velli. Myndavélarnar voru fljótar að finna þá félaga en Hazard hafði litlar áhyggjur af því. Hazard var leikmaður hjá Chelsea og þessir þrír eru augljóslega góðir vinir. Þetta var hins vegar enginn tími fyrir að rækta vináttuna við leikmenn sem voru nýbúnir að henda honum og restinni af Real Madrid liðinu út úr Meistaradeildinni. Eden Hazard speaks up about *that* photo after yesterday's game pic.twitter.com/FrGKx3BL7r— Goal (@goal) May 6, 2021 Áður en Eden vissi af þá var þetta orðið stórmál á Spáni og stuðningsmenn Real Madrid voru brjálaðir. Meistaradeildin skiptir spænska félagið gríðarlega miklu máli og það var ekki eins og Belginn ætti mikið inni hjá þeim. „Ég biðst afsökunar. Ég hef lesið mikið af tilfinningaríkum færslum um mig í dag og það var ekki ætlun mín að móðga stuðningsmenn Real Madrid. Það hefur alltaf verið draumur minn að spila fyrir Real Madrid og ég kom hingað til að vinna. Þetta tímabil er ekki búið og við þurfum að berjast saman fyrir því að vinna deildina,“ skrifaði Eden Hazard á bæði ensku og spænsku.
Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira