Umferðin jókst um þriðjung í apríl á milli ára Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. maí 2021 07:01 Umferðin er að taka við sér, sérstaklega í samanburði við sama tíma í fyrra. FoMed 6,5p CP: Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar jókst umferðin á höfuðborgarsvæðinu um 32% í apríl miðað við apríl í fyrra. Mest jókst umferðin um Hafnarfjarðarveg eða um rúmlega 41% en minnst á Vesturlandsvegi eða um rúmlega 29%. Aukningin skýrist af stöðu kórónaveirufaraldursins. Frá áramótum hefur umferðin aukist um rúmlega tíu prósent miðað við sama tíma í fyrra. Hún er þó einungis fjórum prósentum minni en á sama tíma árið 2019, þegar talsvert meira var um ferðamenn. Summa meðalumferðar á dag fyrir öll lykilmælisniðin þrjú í apríl. Í síðasta mánuði jókst umferðin í öllum vikudögum miðað við apríl í fyrra. Mesta aukningin var á sunnudögum eða um rúmlega 48%, en minnst á fimmtudögum eða um rúmlega 24%. Mest var ekið á þriðjudögum en minnst á sunnudögum, þrátt fyrir aukninguna. Umferð Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent
Aukningin skýrist af stöðu kórónaveirufaraldursins. Frá áramótum hefur umferðin aukist um rúmlega tíu prósent miðað við sama tíma í fyrra. Hún er þó einungis fjórum prósentum minni en á sama tíma árið 2019, þegar talsvert meira var um ferðamenn. Summa meðalumferðar á dag fyrir öll lykilmælisniðin þrjú í apríl. Í síðasta mánuði jókst umferðin í öllum vikudögum miðað við apríl í fyrra. Mesta aukningin var á sunnudögum eða um rúmlega 48%, en minnst á fimmtudögum eða um rúmlega 24%. Mest var ekið á þriðjudögum en minnst á sunnudögum, þrátt fyrir aukninguna.
Umferð Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent