Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2021 12:51 Almennt atvinnuleysi var 11,0% í mars samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar. Vísir/Vilhelm Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. Ekki kemur fram í tilkynningu stofnunarinnar hvaða fyrirtæki um ræðir en greint var frá því í apríl að greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay, sem áður bar nafnið Borgun, hafi sagt upp 55 starfsmönnum hér á landi. Að sögn fyrirtækisins höfðu breytingarnar aðallega áhrif á starfsfólk sem vann að þróun og viðhaldi á eldra greiðslukerfi Borgunar en unnið er að því að skipta því út fyrir nýtt kerfi. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var deildarstjóra sömuleiðis sagt hjá félaginu upp auk fólks í lögfræðiteymi og áhættustýringu. Alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay lauk kaupum sínum á 96% hlut í Borgun í júlí í fyrra. Síðan þá hafa minnst 107 misst vinnuna hjá fyrirtækinu en SaltPay segist einnig hafa ráðið tugi starfsmanna síðastliðið ár. 11 prósent atvinnuleysi í mars Engar tilkynningar bárust Vinnumálastofnun um hópuppsagnir í mars en tvær bárust í febrúar þar sem 287 starfsmönnum var sagt upp í verslun og flutningum. Almennt atvinnuleysi var 11,0% í mars samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar og minnkaði úr 11,4% í febrúar. Atvinnuleysi mældist 11,6% í janúar og 10,7% í desember. Ekki eru komnar tölur fyrir aprílmánuð. Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sautján þúsund án atvinnu í mars 17 þúsund einstaklingar voru atvinnulausir í mars síðastliðnum samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Jafngildir það 8,3% atvinnuleysi. 28. apríl 2021 09:48 Skapa sjö þúsund ný störf með fimm milljarða innspýtingu Stjórnvöld hyggjast verja allt að fimm milljörðum til að skapa sjö þúsund ný tímabundin störf hér á landi. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að koma fólki í vinnu og virkja atvinnulíf til að skapa ný tækifæri. 12. mars 2021 20:08 Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Ekki kemur fram í tilkynningu stofnunarinnar hvaða fyrirtæki um ræðir en greint var frá því í apríl að greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay, sem áður bar nafnið Borgun, hafi sagt upp 55 starfsmönnum hér á landi. Að sögn fyrirtækisins höfðu breytingarnar aðallega áhrif á starfsfólk sem vann að þróun og viðhaldi á eldra greiðslukerfi Borgunar en unnið er að því að skipta því út fyrir nýtt kerfi. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var deildarstjóra sömuleiðis sagt hjá félaginu upp auk fólks í lögfræðiteymi og áhættustýringu. Alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay lauk kaupum sínum á 96% hlut í Borgun í júlí í fyrra. Síðan þá hafa minnst 107 misst vinnuna hjá fyrirtækinu en SaltPay segist einnig hafa ráðið tugi starfsmanna síðastliðið ár. 11 prósent atvinnuleysi í mars Engar tilkynningar bárust Vinnumálastofnun um hópuppsagnir í mars en tvær bárust í febrúar þar sem 287 starfsmönnum var sagt upp í verslun og flutningum. Almennt atvinnuleysi var 11,0% í mars samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar og minnkaði úr 11,4% í febrúar. Atvinnuleysi mældist 11,6% í janúar og 10,7% í desember. Ekki eru komnar tölur fyrir aprílmánuð. Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sautján þúsund án atvinnu í mars 17 þúsund einstaklingar voru atvinnulausir í mars síðastliðnum samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Jafngildir það 8,3% atvinnuleysi. 28. apríl 2021 09:48 Skapa sjö þúsund ný störf með fimm milljarða innspýtingu Stjórnvöld hyggjast verja allt að fimm milljörðum til að skapa sjö þúsund ný tímabundin störf hér á landi. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að koma fólki í vinnu og virkja atvinnulíf til að skapa ný tækifæri. 12. mars 2021 20:08 Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Sautján þúsund án atvinnu í mars 17 þúsund einstaklingar voru atvinnulausir í mars síðastliðnum samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Jafngildir það 8,3% atvinnuleysi. 28. apríl 2021 09:48
Skapa sjö þúsund ný störf með fimm milljarða innspýtingu Stjórnvöld hyggjast verja allt að fimm milljörðum til að skapa sjö þúsund ný tímabundin störf hér á landi. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að koma fólki í vinnu og virkja atvinnulíf til að skapa ný tækifæri. 12. mars 2021 20:08
Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54