Baráttan um fyrsta sætið á Spáni hefur sjaldan verið jafn spennandi og í ár en fjögur lið; Atletico Madrid, Real Madrid, Barcelona og Sevilla berjast um titilinn.
Atletico Madrid er á toppnum með 76 stig, Real Madrid og Barcelona eru með 74 stig en Sevilla er með 70. Þeir eiga þó leik til góða en hin liðin eiga fjóra leiki eftir.
Joan Laporta er mættur aftur í forsetasætið hjá Barcelona og hann trúir því að titilinn komi til Katalóníu.
„Ég sagði þetta fyrir leikinn gegn Valencia, að ef við myndum vinna leikina sem væru eftir, þá myndum við vinna deildina,“ sagði Laporta.
„Nú eru ekki fimm leikir eftir heldur nú þurfum við fjóra leiki til þess að vinna deildina,“ sagði sigurviss Laporta í samtali við Sport.
Um helgina mætast Barcelona og Atletico Madrid annars vegar og Sevilla og Real Madrid hins vegar.
#MondayMotivation 💪💙❤️ pic.twitter.com/4EM4GEsk4O
— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 3, 2021

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.