Þórsarar þvertaka fyrir veðmálasvindl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2021 14:47 Srdjan Stojanovic var sakaður um veðmálasvindl eftir leik Þórs Ak. og Njarðvíkur í Domino's deild karla í gær. vísir/bára Körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún vísar ásökunum um veðmálasvindl í leik liðsins gegn Njarðvík í Domino's deild karla í gær á bug. Þórsarar töpuðu leiknum í Njarðvík, 97-75, en þetta var fjórða tap þeirra í röð. Í þættinum The Mike Show sagði Hugi Halldórsson að Srdjan Stojanovic, leikmaður Þórs, hafi verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leikinn hafi verið krísufundur þar sem þetta var rætt við hann. The Mike Show · VAR í Max 2022, dæma Liverpool sigur og veðmálasvindl í Dominos ? Í yfirlýsingunni frá Þór er þessum fullyrðingum Huga vísað til föðurhúsanna. Félagið telji að ekki hafi verið maðkur í mysunni og segja að enginn fundur hafi átt sér stað fyrir leikinn. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ segir í yfirlýsingunni. Þórsarar lýsa yfir miklum vonbrigðum með ummæli Huga. „Um leið og við fögnum umfjöllun um körfubolta þá viljum við að sjálfsögðu að fagmennsku sé gætt og slíkt verður ekki á nokkurn hátt hægt að segja að hafi verið raunin með ummælum Huga Halldórssonar í þættinum The Mike Show í gær. Félagið vísar þessum ásökunum algjörlega á bug, og má við þetta bæta að enginn fundur átti sér stað fyrir leik með þeim leikmanni sem var nafngreindur, né öðrum leikmönnum. Þór stendur eins og áður sagði eindregið með leikmönnum sínum og væntir þess að þeir svari fyrir sig af alvöru á vellinum,“ segir í yfirlýsingu Þórs sem má sjá í heilu lagi hér fyrir neðan. Yfirlýsing Þórs Við stöndum með leikmönnum liðsins og hvetjum alla þá viðeigandi aðila, sem völd hafa til að rannsaka meint veðmálasvindl, til að leggja fram sönnunargögn og/eða rannsaka málið frekar. Félagið mun að sjálfsögðu aðstoða eftir bestu getu. Félagið telur að ekki hafi verið neitt gruggugt í gangi hjá neinum leikmanna liðsins. Leikurinn var vissulega afar slakur af okkar hálfu en benda má á að leikir hafa tapast með mun stærri mun og á mun óvæntari hátt í þessari deild í vetur . Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt. Um leið og við fögnum umfjöllun um körfubolta þá viljum við að sjálfsögðu að fagmennsku sé gætt og slíkt verður ekki á nokkurn hátt hægt að segja að hafi verið raunin með ummælum Huga Halldórssonar í þættinum The Mike show í gær. Félagið vísar þessum ásökunum algjörlega á bug, og má við þetta bæta að enginn fundur átti sér stað fyrir leik með þeim leikmanni sem var nafngreindur, né öðrum leikmönnum. Þór stendur eins og áður sagði eindregið með leikmönnum sínum og væntir þess að þeir svari fyrir sig af alvöru á vellinum. Stojanovic, sem skoraði sautján stig gegn Njarðvík, svaraði fyrir ásakanirnar um veðmálasvindl í samtali við Körfuna. Þar segist hann ætla að leggja fram kæru vegna rógburðar. „Já, er á leiðinni að hitta lögfræðing og mun kæra viðkomandi aðila fyrir rógburð, lygar í fjölmiðlum, nota nafn mitt í slæmum ásetningi og skemma mannorð mitt. Þetta er þriðja árið mitt á Íslandi, hef ekki gert neitt ólöglegt og þetta er alvarleg opinber ásökun. Lögin eru með mér í liði,“ sagði Stojanovic við Körfuna. Dominos-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir „Maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur“ Júlíus Orri Ágústsson, leikmaður Þór Akureyri, spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma eftir erfið meiðsli. Júlíus spilaði í heildina 8 og hálfa mínútu gegn Njarðvík í kvöld en náði þó ekki að setja nein stig á töfluna. 2. maí 2021 21:31 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Ak. 97-75| Njarðvík batt enda á fjögurra leikja taphrinu á heimavelli Njarðvík náði að lyfta sér upp úr botnsætinu í kvöld með 22 stiga sigri á Þór Akureyri 2. maí 2021 17:31 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Þórsarar töpuðu leiknum í Njarðvík, 97-75, en þetta var fjórða tap þeirra í röð. Í þættinum The Mike Show sagði Hugi Halldórsson að Srdjan Stojanovic, leikmaður Þórs, hafi verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leikinn hafi verið krísufundur þar sem þetta var rætt við hann. The Mike Show · VAR í Max 2022, dæma Liverpool sigur og veðmálasvindl í Dominos ? Í yfirlýsingunni frá Þór er þessum fullyrðingum Huga vísað til föðurhúsanna. Félagið telji að ekki hafi verið maðkur í mysunni og segja að enginn fundur hafi átt sér stað fyrir leikinn. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ segir í yfirlýsingunni. Þórsarar lýsa yfir miklum vonbrigðum með ummæli Huga. „Um leið og við fögnum umfjöllun um körfubolta þá viljum við að sjálfsögðu að fagmennsku sé gætt og slíkt verður ekki á nokkurn hátt hægt að segja að hafi verið raunin með ummælum Huga Halldórssonar í þættinum The Mike Show í gær. Félagið vísar þessum ásökunum algjörlega á bug, og má við þetta bæta að enginn fundur átti sér stað fyrir leik með þeim leikmanni sem var nafngreindur, né öðrum leikmönnum. Þór stendur eins og áður sagði eindregið með leikmönnum sínum og væntir þess að þeir svari fyrir sig af alvöru á vellinum,“ segir í yfirlýsingu Þórs sem má sjá í heilu lagi hér fyrir neðan. Yfirlýsing Þórs Við stöndum með leikmönnum liðsins og hvetjum alla þá viðeigandi aðila, sem völd hafa til að rannsaka meint veðmálasvindl, til að leggja fram sönnunargögn og/eða rannsaka málið frekar. Félagið mun að sjálfsögðu aðstoða eftir bestu getu. Félagið telur að ekki hafi verið neitt gruggugt í gangi hjá neinum leikmanna liðsins. Leikurinn var vissulega afar slakur af okkar hálfu en benda má á að leikir hafa tapast með mun stærri mun og á mun óvæntari hátt í þessari deild í vetur . Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt. Um leið og við fögnum umfjöllun um körfubolta þá viljum við að sjálfsögðu að fagmennsku sé gætt og slíkt verður ekki á nokkurn hátt hægt að segja að hafi verið raunin með ummælum Huga Halldórssonar í þættinum The Mike show í gær. Félagið vísar þessum ásökunum algjörlega á bug, og má við þetta bæta að enginn fundur átti sér stað fyrir leik með þeim leikmanni sem var nafngreindur, né öðrum leikmönnum. Þór stendur eins og áður sagði eindregið með leikmönnum sínum og væntir þess að þeir svari fyrir sig af alvöru á vellinum. Stojanovic, sem skoraði sautján stig gegn Njarðvík, svaraði fyrir ásakanirnar um veðmálasvindl í samtali við Körfuna. Þar segist hann ætla að leggja fram kæru vegna rógburðar. „Já, er á leiðinni að hitta lögfræðing og mun kæra viðkomandi aðila fyrir rógburð, lygar í fjölmiðlum, nota nafn mitt í slæmum ásetningi og skemma mannorð mitt. Þetta er þriðja árið mitt á Íslandi, hef ekki gert neitt ólöglegt og þetta er alvarleg opinber ásökun. Lögin eru með mér í liði,“ sagði Stojanovic við Körfuna.
Við stöndum með leikmönnum liðsins og hvetjum alla þá viðeigandi aðila, sem völd hafa til að rannsaka meint veðmálasvindl, til að leggja fram sönnunargögn og/eða rannsaka málið frekar. Félagið mun að sjálfsögðu aðstoða eftir bestu getu. Félagið telur að ekki hafi verið neitt gruggugt í gangi hjá neinum leikmanna liðsins. Leikurinn var vissulega afar slakur af okkar hálfu en benda má á að leikir hafa tapast með mun stærri mun og á mun óvæntari hátt í þessari deild í vetur . Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt. Um leið og við fögnum umfjöllun um körfubolta þá viljum við að sjálfsögðu að fagmennsku sé gætt og slíkt verður ekki á nokkurn hátt hægt að segja að hafi verið raunin með ummælum Huga Halldórssonar í þættinum The Mike show í gær. Félagið vísar þessum ásökunum algjörlega á bug, og má við þetta bæta að enginn fundur átti sér stað fyrir leik með þeim leikmanni sem var nafngreindur, né öðrum leikmönnum. Þór stendur eins og áður sagði eindregið með leikmönnum sínum og væntir þess að þeir svari fyrir sig af alvöru á vellinum.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir „Maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur“ Júlíus Orri Ágústsson, leikmaður Þór Akureyri, spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma eftir erfið meiðsli. Júlíus spilaði í heildina 8 og hálfa mínútu gegn Njarðvík í kvöld en náði þó ekki að setja nein stig á töfluna. 2. maí 2021 21:31 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Ak. 97-75| Njarðvík batt enda á fjögurra leikja taphrinu á heimavelli Njarðvík náði að lyfta sér upp úr botnsætinu í kvöld með 22 stiga sigri á Þór Akureyri 2. maí 2021 17:31 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
„Maður vill vera í betra standi en þetta en samt gott að vera kominn aftur“ Júlíus Orri Ágústsson, leikmaður Þór Akureyri, spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma eftir erfið meiðsli. Júlíus spilaði í heildina 8 og hálfa mínútu gegn Njarðvík í kvöld en náði þó ekki að setja nein stig á töfluna. 2. maí 2021 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Ak. 97-75| Njarðvík batt enda á fjögurra leikja taphrinu á heimavelli Njarðvík náði að lyfta sér upp úr botnsætinu í kvöld með 22 stiga sigri á Þór Akureyri 2. maí 2021 17:31