Listamenn telja bæjarstjóra Hafnarfjarðar beita ritskoðun með því að fjarlægja listaverk tengt stjórnarskránni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2021 12:22 Hér má sjá listaverk Ólafs Ólafssonar og Libiu Castro á vegg Hafnarborgar áður en það var fjarlægt. Listamenn segja bæjarstjóra Hafnarfjarðar hafa gerst seka um ritskoðun þegar verk sem tengist nýju stjórnarskránni var fjarlægt af vegg Hafnarborgar í gær. Bæjarstjóri segir tilskilin leyfi ekki hafa verið fyrir hendi. Sýningin „Í leit að töfrum - tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir myndlistartvíeykið Ólaf Ólafsson og Libiu Castro hefur verið í menningarhúsinu Hafnarborg í Hafnarfirði síðan í mars. Verkið hefur hlotið nokkra athygli og var hluti af Listahátíð Reykjavíkur í haust sem tvíeykið hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir. Á föstudag var eitt verk sýningarinnar flutt út á gafl Hafnarborgar en í gærmorgun var það tekið niður í óþökk listamannanna. „Við fáum símtal frá forstöðumanni Hafnarborgar í gærmorgun um að það hafi verið fram á það af bæjarstjóra Hafnarfjarðar og yfirmanni menningarmálasviðs að verk okkar yrði fjarlægt af sýningunni,“ segir Ólafur. Þegar þau fóru á svæðið eftir símtalið var verkið horfið af húsinu. Ólafur segist þá hafa hringt á lögreglu og tilkynnt um þjófnað á listaverki. „Vegna þess að þegar við mætum er verkið farið. Það er enginn á staðnum og við vitum ekki hvar það er,“ segir hann. „Lögreglan kom og talaði við okkur en skömmu áður kom bæjarstarfsmaður, skilaði verkinu og staðfesti að bæjarstjóri og yfirmaður menningarsviðs hefðu gefið tilskipun um að hann færi og tæki niður verkið.“ Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að tilskilin leyfi fyrir því að hafa verkið á útvegg hússins hafi ekki legið fyrir.Vísir/Egill Verkið tengist nýju stjórnarskránni og er stór grænn borði með stækkaðri mynd af einum af þeim miðum sem þátttakendur á fundi stjórnlagaráðs notuðu fyrir ábendingar. „Þessi miði var ábending til Alþingis og viðkomandi þátttakandi í þjóðfundinum hafði skrifað „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðu stjórnlagaþings“,“ segir Ólafur. Hann segir alltaf hafa staðið til að eitt verk sýningarinnar yrði fyrir utan safnið. Munnlegt leyfi fyrir því að flytja verkið hafi fengist frá starfsmönnum framkvæmdasviðs Hafnarfjarðar á fimmtudag, degi áður en það var strengt upp á húsið í samstarfi við starfsmenn Hafnarborgar. „Við vinnum út frá því að hleypa samfélaginu inn á söfnin og sýningar og um leið að hleypa listinni sem við erum að sýna út fyrir veggi safnsins. Þetta höfum við til dæmis gert á íslenska skála Fenyejartvíæringsins,“ segir Ólafur. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir hins vegar að tilskilin leyfi hafi ekki legið fyrir. Hún vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu en sagði að það yrði skoðað nánar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk sem tengist ákalli um nýja stjórnarskrá er fjarlægt. Í fyrra var veggur með áletrun þess efnis háþrýstiþveginn og hreinsaður. Ólafur telur þetta vera ritskoðun. „Þetta er í fyrsta sinn sem við upplifum það á okkar tuttugu og fjögurra ára ferli að verk er með þessum hætti er fjarlægt. Verk sem við höfum leyfi fyrir. Og aldrei nokkurn tímann hefur það gerst að bæjarstjóri fyrirskipi með þessum hætti að starfsmaður bæjarins sé sendur út að morgni sunnudags, áður en listasafnið opnar, að verk sé fjarlægt í óþökk listamanna og forstöðumanns safnsins.“ Stjórnarskrá Styttur og útilistaverk Hafnarfjörður Tjáningarfrelsi Menning Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Sýningin „Í leit að töfrum - tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir myndlistartvíeykið Ólaf Ólafsson og Libiu Castro hefur verið í menningarhúsinu Hafnarborg í Hafnarfirði síðan í mars. Verkið hefur hlotið nokkra athygli og var hluti af Listahátíð Reykjavíkur í haust sem tvíeykið hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir. Á föstudag var eitt verk sýningarinnar flutt út á gafl Hafnarborgar en í gærmorgun var það tekið niður í óþökk listamannanna. „Við fáum símtal frá forstöðumanni Hafnarborgar í gærmorgun um að það hafi verið fram á það af bæjarstjóra Hafnarfjarðar og yfirmanni menningarmálasviðs að verk okkar yrði fjarlægt af sýningunni,“ segir Ólafur. Þegar þau fóru á svæðið eftir símtalið var verkið horfið af húsinu. Ólafur segist þá hafa hringt á lögreglu og tilkynnt um þjófnað á listaverki. „Vegna þess að þegar við mætum er verkið farið. Það er enginn á staðnum og við vitum ekki hvar það er,“ segir hann. „Lögreglan kom og talaði við okkur en skömmu áður kom bæjarstarfsmaður, skilaði verkinu og staðfesti að bæjarstjóri og yfirmaður menningarsviðs hefðu gefið tilskipun um að hann færi og tæki niður verkið.“ Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að tilskilin leyfi fyrir því að hafa verkið á útvegg hússins hafi ekki legið fyrir.Vísir/Egill Verkið tengist nýju stjórnarskránni og er stór grænn borði með stækkaðri mynd af einum af þeim miðum sem þátttakendur á fundi stjórnlagaráðs notuðu fyrir ábendingar. „Þessi miði var ábending til Alþingis og viðkomandi þátttakandi í þjóðfundinum hafði skrifað „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðu stjórnlagaþings“,“ segir Ólafur. Hann segir alltaf hafa staðið til að eitt verk sýningarinnar yrði fyrir utan safnið. Munnlegt leyfi fyrir því að flytja verkið hafi fengist frá starfsmönnum framkvæmdasviðs Hafnarfjarðar á fimmtudag, degi áður en það var strengt upp á húsið í samstarfi við starfsmenn Hafnarborgar. „Við vinnum út frá því að hleypa samfélaginu inn á söfnin og sýningar og um leið að hleypa listinni sem við erum að sýna út fyrir veggi safnsins. Þetta höfum við til dæmis gert á íslenska skála Fenyejartvíæringsins,“ segir Ólafur. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir hins vegar að tilskilin leyfi hafi ekki legið fyrir. Hún vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu en sagði að það yrði skoðað nánar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk sem tengist ákalli um nýja stjórnarskrá er fjarlægt. Í fyrra var veggur með áletrun þess efnis háþrýstiþveginn og hreinsaður. Ólafur telur þetta vera ritskoðun. „Þetta er í fyrsta sinn sem við upplifum það á okkar tuttugu og fjögurra ára ferli að verk er með þessum hætti er fjarlægt. Verk sem við höfum leyfi fyrir. Og aldrei nokkurn tímann hefur það gerst að bæjarstjóri fyrirskipi með þessum hætti að starfsmaður bæjarins sé sendur út að morgni sunnudags, áður en listasafnið opnar, að verk sé fjarlægt í óþökk listamanna og forstöðumanns safnsins.“
Stjórnarskrá Styttur og útilistaverk Hafnarfjörður Tjáningarfrelsi Menning Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira