Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. apríl 2021 13:16 Syrjendur við útför rabbínans Eliezer Goldberg, sem lést í slysinu. AP/Ariel Schalit Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. Hátíðin Lag B'Omer er haldin á átjánda degi iyar, áttunda mánuði hebreska tímatalsins. Þá ferðast tugir þúsunda rétttrúnaðargyðinga til bæjarins Meron, dansa, leggjast á bæn og minnast rabbínans Shimons bar Yochai. Hátíðarhöldum er að miklu leyti skipt eftir kynjum og átti slys gærdagsins sér stað karlamegin. Duttu í málmtröppum Mikill fjöldi tróðst þannig undir þegar mannmergð reyndi að koma sér í gegnum þröngan gang og niður sleipar málmtröppur, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir sjónarvottum. Ísraelska blaðið Haaretz segir að fólk hafi dottið í tröppunum og þannig fellt aðra. Lögregla sætir gagnrýni vegna málsins. Gagnrýnendur spyrja hún hefði getað komið í veg fyrir slysið, en þetta er mannskæðasta slys í nútímasögu Ísraelsríkis. Lögregla hóf í morgun rannsókn á tildrögum slyssins og stjórnvöld sömuleiðis. Hrópuðu að Netanjahú Benjamín Netanjahú forsætisráðherra sótti vettvang slyssins í morgun og lýsti yfir þjóðarsorg. Hann sagði að lögregla og björgunarfólk hafi komið í veg fyrir enn meiri harmleik. Málið verði nú rannsakað svo hægt sé að koma í veg fyrir að þetta gerist nokkurn tímann aftur. Greina mátti mikla reiði á meðal rétttrúnaðargyðinga í Meron þega forsætisráðherrann mætti á vettvang. Tugir hópuðust saman, hrópuðu að Netanjahú og kölluðu hann morðingja. Ísrael Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Hátíðin Lag B'Omer er haldin á átjánda degi iyar, áttunda mánuði hebreska tímatalsins. Þá ferðast tugir þúsunda rétttrúnaðargyðinga til bæjarins Meron, dansa, leggjast á bæn og minnast rabbínans Shimons bar Yochai. Hátíðarhöldum er að miklu leyti skipt eftir kynjum og átti slys gærdagsins sér stað karlamegin. Duttu í málmtröppum Mikill fjöldi tróðst þannig undir þegar mannmergð reyndi að koma sér í gegnum þröngan gang og niður sleipar málmtröppur, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir sjónarvottum. Ísraelska blaðið Haaretz segir að fólk hafi dottið í tröppunum og þannig fellt aðra. Lögregla sætir gagnrýni vegna málsins. Gagnrýnendur spyrja hún hefði getað komið í veg fyrir slysið, en þetta er mannskæðasta slys í nútímasögu Ísraelsríkis. Lögregla hóf í morgun rannsókn á tildrögum slyssins og stjórnvöld sömuleiðis. Hrópuðu að Netanjahú Benjamín Netanjahú forsætisráðherra sótti vettvang slyssins í morgun og lýsti yfir þjóðarsorg. Hann sagði að lögregla og björgunarfólk hafi komið í veg fyrir enn meiri harmleik. Málið verði nú rannsakað svo hægt sé að koma í veg fyrir að þetta gerist nokkurn tímann aftur. Greina mátti mikla reiði á meðal rétttrúnaðargyðinga í Meron þega forsætisráðherrann mætti á vettvang. Tugir hópuðust saman, hrópuðu að Netanjahú og kölluðu hann morðingja.
Ísrael Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira