Íslensku stelpurnar í riðli með Evrópumeisturum Hollands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 12:03 Sara Björk Gunnardóttir og félagar í íslenska landsliðinu fá krefjandi verkefni í undankeppni HM. VÍSIR/VILHELM Í dag kom í ljós hvernig riðill íslenska kvennalandsliðsins mun líta út í undankeppni heimsmeistarakeppninnar 2023. Íslenska liðið lenti í riðli með einu besta landsliði heims. Það er ekki hægt að setja að íslensku stelpurnar hafi verið heppnar með riðil fyrir næstu undankeppni HM þegar dregið var i dag. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga sem fór alla leið í úrslitaleikinn á síðasta heimsmeistaramóti. Íslenska liðið er einnig í riðli með Tékklandi en eins og Holland var efsta liðið í fyrsta styrkleikaflokki þá var Tékkland efsta liðið í þriðja styrkleikaflokki. Hin liðin í íslenska riðlinum eru Hvíta Rússland og Kýpur en Ísland er í einum af þremur fimm þjóða riðlum. Riðlarnir líta þannig út fyrir undankeppni HM 2023: A-riðill Svíþjóð Finnland Írland Slóvakía Georgía - B-riðill Spánn Skotland Úkraína Ungverjaland Færeyjar - C-riðill Holland Ísland Tékkland Hvíta Rússland Kýpur - D-riðill England Austurríki Norður Írland Norður Makedónía Lettland Lúxemborg - E-riðill Danmörk Rússland Bosnía og Hersegóvína Aserbaídsjan Malta Svartfjallaland - F-riðill Noregur Belgía Pólland Albanía Kosovó Armenía - G-riðill Ítalía Sviss Rúmenía Króatía Moldóva Litháen - H-riðill Þýskaland Portúgal Serbía Ísrael Tyrkland Búlgaría - I-riðill Frakkland Wales Slóvenía Grikkland Kasakstan Eistland Ísland var í öðrum styrkleikaflokki í drættinum ásamt Belgíu, Sviss, Austurríki, Skotlandi, Rússlandi, Finnlandi, Wales og Portúgal, en styrkleikaflokkarnir voru sex og liðin 51 talsins. Dregið var í níu riðla, þrír riðlar eru með fimm lið en sex riðlar sex lið. Undankeppninni er skipt í tvo hluta. Riðlakeppnin fer fram á einu ári, frá september 2021 til september 2022 og umspilið verður svo leikið í október 2022. Þau níu lið sem vinna sína riðla komast beint áfram í lokakeppnina. Liðin níu sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil í október þar sem leikið verður um tvö laus sæti í lokakeppninni, ásamt einu sæti í sérstakri umspilskeppni þar sem þjóðir frá öllum heimsálfum taka þátt og keppa um þrjú laus sæti í lokakeppninni. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Það er ekki hægt að setja að íslensku stelpurnar hafi verið heppnar með riðil fyrir næstu undankeppni HM þegar dregið var i dag. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga sem fór alla leið í úrslitaleikinn á síðasta heimsmeistaramóti. Íslenska liðið er einnig í riðli með Tékklandi en eins og Holland var efsta liðið í fyrsta styrkleikaflokki þá var Tékkland efsta liðið í þriðja styrkleikaflokki. Hin liðin í íslenska riðlinum eru Hvíta Rússland og Kýpur en Ísland er í einum af þremur fimm þjóða riðlum. Riðlarnir líta þannig út fyrir undankeppni HM 2023: A-riðill Svíþjóð Finnland Írland Slóvakía Georgía - B-riðill Spánn Skotland Úkraína Ungverjaland Færeyjar - C-riðill Holland Ísland Tékkland Hvíta Rússland Kýpur - D-riðill England Austurríki Norður Írland Norður Makedónía Lettland Lúxemborg - E-riðill Danmörk Rússland Bosnía og Hersegóvína Aserbaídsjan Malta Svartfjallaland - F-riðill Noregur Belgía Pólland Albanía Kosovó Armenía - G-riðill Ítalía Sviss Rúmenía Króatía Moldóva Litháen - H-riðill Þýskaland Portúgal Serbía Ísrael Tyrkland Búlgaría - I-riðill Frakkland Wales Slóvenía Grikkland Kasakstan Eistland Ísland var í öðrum styrkleikaflokki í drættinum ásamt Belgíu, Sviss, Austurríki, Skotlandi, Rússlandi, Finnlandi, Wales og Portúgal, en styrkleikaflokkarnir voru sex og liðin 51 talsins. Dregið var í níu riðla, þrír riðlar eru með fimm lið en sex riðlar sex lið. Undankeppninni er skipt í tvo hluta. Riðlakeppnin fer fram á einu ári, frá september 2021 til september 2022 og umspilið verður svo leikið í október 2022. Þau níu lið sem vinna sína riðla komast beint áfram í lokakeppnina. Liðin níu sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil í október þar sem leikið verður um tvö laus sæti í lokakeppninni, ásamt einu sæti í sérstakri umspilskeppni þar sem þjóðir frá öllum heimsálfum taka þátt og keppa um þrjú laus sæti í lokakeppninni.
Riðlarnir líta þannig út fyrir undankeppni HM 2023: A-riðill Svíþjóð Finnland Írland Slóvakía Georgía - B-riðill Spánn Skotland Úkraína Ungverjaland Færeyjar - C-riðill Holland Ísland Tékkland Hvíta Rússland Kýpur - D-riðill England Austurríki Norður Írland Norður Makedónía Lettland Lúxemborg - E-riðill Danmörk Rússland Bosnía og Hersegóvína Aserbaídsjan Malta Svartfjallaland - F-riðill Noregur Belgía Pólland Albanía Kosovó Armenía - G-riðill Ítalía Sviss Rúmenía Króatía Moldóva Litháen - H-riðill Þýskaland Portúgal Serbía Ísrael Tyrkland Búlgaría - I-riðill Frakkland Wales Slóvenía Grikkland Kasakstan Eistland
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira