Íslensku stelpurnar í riðli með Evrópumeisturum Hollands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 12:03 Sara Björk Gunnardóttir og félagar í íslenska landsliðinu fá krefjandi verkefni í undankeppni HM. VÍSIR/VILHELM Í dag kom í ljós hvernig riðill íslenska kvennalandsliðsins mun líta út í undankeppni heimsmeistarakeppninnar 2023. Íslenska liðið lenti í riðli með einu besta landsliði heims. Það er ekki hægt að setja að íslensku stelpurnar hafi verið heppnar með riðil fyrir næstu undankeppni HM þegar dregið var i dag. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga sem fór alla leið í úrslitaleikinn á síðasta heimsmeistaramóti. Íslenska liðið er einnig í riðli með Tékklandi en eins og Holland var efsta liðið í fyrsta styrkleikaflokki þá var Tékkland efsta liðið í þriðja styrkleikaflokki. Hin liðin í íslenska riðlinum eru Hvíta Rússland og Kýpur en Ísland er í einum af þremur fimm þjóða riðlum. Riðlarnir líta þannig út fyrir undankeppni HM 2023: A-riðill Svíþjóð Finnland Írland Slóvakía Georgía - B-riðill Spánn Skotland Úkraína Ungverjaland Færeyjar - C-riðill Holland Ísland Tékkland Hvíta Rússland Kýpur - D-riðill England Austurríki Norður Írland Norður Makedónía Lettland Lúxemborg - E-riðill Danmörk Rússland Bosnía og Hersegóvína Aserbaídsjan Malta Svartfjallaland - F-riðill Noregur Belgía Pólland Albanía Kosovó Armenía - G-riðill Ítalía Sviss Rúmenía Króatía Moldóva Litháen - H-riðill Þýskaland Portúgal Serbía Ísrael Tyrkland Búlgaría - I-riðill Frakkland Wales Slóvenía Grikkland Kasakstan Eistland Ísland var í öðrum styrkleikaflokki í drættinum ásamt Belgíu, Sviss, Austurríki, Skotlandi, Rússlandi, Finnlandi, Wales og Portúgal, en styrkleikaflokkarnir voru sex og liðin 51 talsins. Dregið var í níu riðla, þrír riðlar eru með fimm lið en sex riðlar sex lið. Undankeppninni er skipt í tvo hluta. Riðlakeppnin fer fram á einu ári, frá september 2021 til september 2022 og umspilið verður svo leikið í október 2022. Þau níu lið sem vinna sína riðla komast beint áfram í lokakeppnina. Liðin níu sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil í október þar sem leikið verður um tvö laus sæti í lokakeppninni, ásamt einu sæti í sérstakri umspilskeppni þar sem þjóðir frá öllum heimsálfum taka þátt og keppa um þrjú laus sæti í lokakeppninni. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Það er ekki hægt að setja að íslensku stelpurnar hafi verið heppnar með riðil fyrir næstu undankeppni HM þegar dregið var i dag. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga sem fór alla leið í úrslitaleikinn á síðasta heimsmeistaramóti. Íslenska liðið er einnig í riðli með Tékklandi en eins og Holland var efsta liðið í fyrsta styrkleikaflokki þá var Tékkland efsta liðið í þriðja styrkleikaflokki. Hin liðin í íslenska riðlinum eru Hvíta Rússland og Kýpur en Ísland er í einum af þremur fimm þjóða riðlum. Riðlarnir líta þannig út fyrir undankeppni HM 2023: A-riðill Svíþjóð Finnland Írland Slóvakía Georgía - B-riðill Spánn Skotland Úkraína Ungverjaland Færeyjar - C-riðill Holland Ísland Tékkland Hvíta Rússland Kýpur - D-riðill England Austurríki Norður Írland Norður Makedónía Lettland Lúxemborg - E-riðill Danmörk Rússland Bosnía og Hersegóvína Aserbaídsjan Malta Svartfjallaland - F-riðill Noregur Belgía Pólland Albanía Kosovó Armenía - G-riðill Ítalía Sviss Rúmenía Króatía Moldóva Litháen - H-riðill Þýskaland Portúgal Serbía Ísrael Tyrkland Búlgaría - I-riðill Frakkland Wales Slóvenía Grikkland Kasakstan Eistland Ísland var í öðrum styrkleikaflokki í drættinum ásamt Belgíu, Sviss, Austurríki, Skotlandi, Rússlandi, Finnlandi, Wales og Portúgal, en styrkleikaflokkarnir voru sex og liðin 51 talsins. Dregið var í níu riðla, þrír riðlar eru með fimm lið en sex riðlar sex lið. Undankeppninni er skipt í tvo hluta. Riðlakeppnin fer fram á einu ári, frá september 2021 til september 2022 og umspilið verður svo leikið í október 2022. Þau níu lið sem vinna sína riðla komast beint áfram í lokakeppnina. Liðin níu sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil í október þar sem leikið verður um tvö laus sæti í lokakeppninni, ásamt einu sæti í sérstakri umspilskeppni þar sem þjóðir frá öllum heimsálfum taka þátt og keppa um þrjú laus sæti í lokakeppninni.
Riðlarnir líta þannig út fyrir undankeppni HM 2023: A-riðill Svíþjóð Finnland Írland Slóvakía Georgía - B-riðill Spánn Skotland Úkraína Ungverjaland Færeyjar - C-riðill Holland Ísland Tékkland Hvíta Rússland Kýpur - D-riðill England Austurríki Norður Írland Norður Makedónía Lettland Lúxemborg - E-riðill Danmörk Rússland Bosnía og Hersegóvína Aserbaídsjan Malta Svartfjallaland - F-riðill Noregur Belgía Pólland Albanía Kosovó Armenía - G-riðill Ítalía Sviss Rúmenía Króatía Moldóva Litháen - H-riðill Þýskaland Portúgal Serbía Ísrael Tyrkland Búlgaría - I-riðill Frakkland Wales Slóvenía Grikkland Kasakstan Eistland
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira