Hagnaður Origo dregst saman Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2021 10:12 Stjórnendur félagsins eru sæmilega sáttir með niðurstöðuna. Vísir/Vilhelm Hagnaður Origo nam 163 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst saman um 61,6% frá sama tímabili í fyrra þegar hann nam 425 milljónum króna. Tekjur drógust saman um 2,4% milli fjórðunga og nam sala á vöru og þjónustu 4,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Origo. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBIDTA) var 301 milljón króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og jókst frá fyrsta ársfjórðungi 2020 þegar hann nam 237 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall er nú 58,6% en var 56,5% í lok árs 2020. Samdráttur skýrist af lítilli innviðasölu Jón Björnsson, forstjóri Origo segir í tilkynningu að fjórðungurinn hafi komið ágætlega út fyrir félagið. „Samanburður við fyrra ár er vissulega erfiður sökum breytinga í efnahagslífinu, sem urðu á sama fjórðungi síðasta árs. Fjórðungurinn endar 2,4% undir veltu síðasta árs sem skýrist eingöngu af lítilli innviðasölu miðað við síðasta ár þegar fyrirtækið gekk frá stórum sölum til gagnavera. Tekjur annarra þátta eru hins vegar að vaxa.“ 44% vöxtur var í sölu á hugbúnaði Origo og um var að ræða stærsta fjórðung í sögu dótturfélagsins Tempo. Viðverandi vöxtur er sagður vera á hugbúnaðarsviðum félagsins. Vöruskortur á vélbúnaði hafði áhrif „Í eigin hugbúnaði, sem er nokkuð vel skilgreindur í kringum heilbrigðismarkaðinn, mannauðslausnir, gæðakerfi og lausnir fyrir ferðaþjónustu, hefur gengið vel en um 44% aukning er í tekjum milli ára. Mesti vöxturinn er innan sprotahlutans, eða 68%, en þar eru sex mismunandi lausnir á nokkuð breiðu þroskastigi. Almennt séð var verkefnisstaða góð á 1F og vel hefur tekist til að við vinnu er tengist endurskipulagningu sölu- og markaðsstarfs og samhæfingar þátta er lúta að markaðsstarfi og hvernig við vinnum með okkar kjarnasvið,“ segir Jón í tilkynningu til Kauphallar. Jón Björnsson, forstjóri Origo.Origo „Sala og áherslur Origo í notendabúnaði heldur áfram jákvæðri vegferð á þessu ári. Notendabúnaður skilar 5% aukningu ofan á 38% aukningu s.l. ár þrátt fyrir töluverðar áskoranir á innkaupahliðinni, en verulegur vöruskortur hefur verið á vélbúnaði vegna skorts á örgjörvum í heiminum. [...] Fjárfesting Origo í afgreiðslutengdum lausnum er farin að hafa jákvæði áhrif á rekstur félagsins enda margar lausnir sem eru í mikilli eftirspurn þegar fyrirtæki leggja meiri áherslu á hagræðingu og stafrænt viðmót. Hér má nefna vörur eins og sjálfsafgreiðslukerfi, biðraðakerfi, skanna og rafræna hillumiða,“ bætir Jón við. Tækni Markaðir Upplýsingatækni Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Origo. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBIDTA) var 301 milljón króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og jókst frá fyrsta ársfjórðungi 2020 þegar hann nam 237 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall er nú 58,6% en var 56,5% í lok árs 2020. Samdráttur skýrist af lítilli innviðasölu Jón Björnsson, forstjóri Origo segir í tilkynningu að fjórðungurinn hafi komið ágætlega út fyrir félagið. „Samanburður við fyrra ár er vissulega erfiður sökum breytinga í efnahagslífinu, sem urðu á sama fjórðungi síðasta árs. Fjórðungurinn endar 2,4% undir veltu síðasta árs sem skýrist eingöngu af lítilli innviðasölu miðað við síðasta ár þegar fyrirtækið gekk frá stórum sölum til gagnavera. Tekjur annarra þátta eru hins vegar að vaxa.“ 44% vöxtur var í sölu á hugbúnaði Origo og um var að ræða stærsta fjórðung í sögu dótturfélagsins Tempo. Viðverandi vöxtur er sagður vera á hugbúnaðarsviðum félagsins. Vöruskortur á vélbúnaði hafði áhrif „Í eigin hugbúnaði, sem er nokkuð vel skilgreindur í kringum heilbrigðismarkaðinn, mannauðslausnir, gæðakerfi og lausnir fyrir ferðaþjónustu, hefur gengið vel en um 44% aukning er í tekjum milli ára. Mesti vöxturinn er innan sprotahlutans, eða 68%, en þar eru sex mismunandi lausnir á nokkuð breiðu þroskastigi. Almennt séð var verkefnisstaða góð á 1F og vel hefur tekist til að við vinnu er tengist endurskipulagningu sölu- og markaðsstarfs og samhæfingar þátta er lúta að markaðsstarfi og hvernig við vinnum með okkar kjarnasvið,“ segir Jón í tilkynningu til Kauphallar. Jón Björnsson, forstjóri Origo.Origo „Sala og áherslur Origo í notendabúnaði heldur áfram jákvæðri vegferð á þessu ári. Notendabúnaður skilar 5% aukningu ofan á 38% aukningu s.l. ár þrátt fyrir töluverðar áskoranir á innkaupahliðinni, en verulegur vöruskortur hefur verið á vélbúnaði vegna skorts á örgjörvum í heiminum. [...] Fjárfesting Origo í afgreiðslutengdum lausnum er farin að hafa jákvæði áhrif á rekstur félagsins enda margar lausnir sem eru í mikilli eftirspurn þegar fyrirtæki leggja meiri áherslu á hagræðingu og stafrænt viðmót. Hér má nefna vörur eins og sjálfsafgreiðslukerfi, biðraðakerfi, skanna og rafræna hillumiða,“ bætir Jón við.
Tækni Markaðir Upplýsingatækni Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira