Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Sunna Sæmundsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 29. apríl 2021 17:36 Kári Stefánsson forstjóri ÍE kynnir niðurstöður rannsóknarinnar í dag. Vísir/Egill Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu kynntu í dag nýja rannsókn sem byggir á þriðju bylgju faraldursins hér á landi þar sem 2600 manns smituðust. Úr því var unnið svokallað smittré og kannað hvaða áhrif bólusetningar hefðu haft á bylgjuna, eða hvernig þær hefðu breytt þróuninni. Bæði ef staða bólusetninga væri eins og í dag og eins hvernig niðurstaðan breytist eftir því í hvaða röð hópar eru bólusettir. „Miðað við þá áætlun sem er núna þá myndi ekki nást að hemja þennan faraldur að neinu ráði fyrr en sjötíu prósent þeirra sem eru fullorðnir, sextán ára og eldri, hefðu verið komnir með fyrri skammt,“ segir Páll Melsted, deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Páll Melsted deildarstjóri hjá ÍE.VÍSIR/EGILL Samkvæmt líkaninu næst þetta hjarðónæmi hins vegar fyrr ef röðinni er breytt þar sem rannsóknin sýnir að yngra fólk er líklegra til þess að smita fleiri. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar að tilhögun bólusetninga fram að þessu hafi verið skynsamleg þar sem viðkvæmustu hópum samfélagsins hefur verið komið í skjól. Í ljósi nýrra upplýsinga væri hins vegar ráð að breyta aðferðinni í stað þess að halda áfram að vinna niður eftir aldri. „Annað hvort að byrja að bólusetja fólk milli sextán ára og 45 ára eða hafa bara slembiúrtak. Og á þann hátt væri hægt að komast tiltölulega fljótlega á þann stað að við værum komin út úr hættu og væri komið hjarðónæmi,“ segir Kári. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir það koma til greina. „Ég held að það geti vel verið skynsamlegt að aðeins hugsa það, hvort núna þegar við erum búin að vernda viðkvæmustu hópana, að breyta eitthvað nálguninni með aldurshópa og fara þannig inn í bólusetningarnar.“ Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu segja ekki unnt að byggja afléttingar innanlands á bólusetningum, líkt og afléttingaráætlun stjórnvalda gerir, fyrr en hjarðónæmið næst. „Það er ekki hægt að treysta á þetta hjarðónæmi sem við viljum ná upp með bólusetningu fyrr en rúmlega sjötíu prósent af fullorðnum hafa fengið fyrri skammt af bólusetningu,“ segir Páll Melsted. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu kynntu í dag nýja rannsókn sem byggir á þriðju bylgju faraldursins hér á landi þar sem 2600 manns smituðust. Úr því var unnið svokallað smittré og kannað hvaða áhrif bólusetningar hefðu haft á bylgjuna, eða hvernig þær hefðu breytt þróuninni. Bæði ef staða bólusetninga væri eins og í dag og eins hvernig niðurstaðan breytist eftir því í hvaða röð hópar eru bólusettir. „Miðað við þá áætlun sem er núna þá myndi ekki nást að hemja þennan faraldur að neinu ráði fyrr en sjötíu prósent þeirra sem eru fullorðnir, sextán ára og eldri, hefðu verið komnir með fyrri skammt,“ segir Páll Melsted, deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Páll Melsted deildarstjóri hjá ÍE.VÍSIR/EGILL Samkvæmt líkaninu næst þetta hjarðónæmi hins vegar fyrr ef röðinni er breytt þar sem rannsóknin sýnir að yngra fólk er líklegra til þess að smita fleiri. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar að tilhögun bólusetninga fram að þessu hafi verið skynsamleg þar sem viðkvæmustu hópum samfélagsins hefur verið komið í skjól. Í ljósi nýrra upplýsinga væri hins vegar ráð að breyta aðferðinni í stað þess að halda áfram að vinna niður eftir aldri. „Annað hvort að byrja að bólusetja fólk milli sextán ára og 45 ára eða hafa bara slembiúrtak. Og á þann hátt væri hægt að komast tiltölulega fljótlega á þann stað að við værum komin út úr hættu og væri komið hjarðónæmi,“ segir Kári. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir það koma til greina. „Ég held að það geti vel verið skynsamlegt að aðeins hugsa það, hvort núna þegar við erum búin að vernda viðkvæmustu hópana, að breyta eitthvað nálguninni með aldurshópa og fara þannig inn í bólusetningarnar.“ Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu segja ekki unnt að byggja afléttingar innanlands á bólusetningum, líkt og afléttingaráætlun stjórnvalda gerir, fyrr en hjarðónæmið næst. „Það er ekki hægt að treysta á þetta hjarðónæmi sem við viljum ná upp með bólusetningu fyrr en rúmlega sjötíu prósent af fullorðnum hafa fengið fyrri skammt af bólusetningu,“ segir Páll Melsted.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent