Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2021 15:23 Fólk úr fyrstu árgöngunum undir sextíu ára var kallað með skömmum fyrirvara í bólusetningu í dag vegna þess að töluvert bóluefni var afgangs frá því í gær. Vísir/Vilhelm Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. Í þessari viku hefur fólk á aldrinum sextíu til sjötíu ára verið bólusett með AstraZeneca bóluefninu í Laugardalshöll. Í gær stóð til að bólusetja níu þúsund manns en tæplegasjöþúsund og fimm hundruð manns mættu. Stefnt er að því að klára það sem eftir er af núverandi lager af AstraZeneca í landinu í dag. Agnar Darri Sverrisson starfsmaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að vegna minni mætingar í gær hafi fólk í fyrstu árgöngunum undir sextíu ára verið boðað til bólusetningar í morgun með skömmum fyrirvara. Þeirra á meðal undirritaður sem tók vinnuna með sér. Fréttamaður var eins og margir að vinna þegar boð í bólusetningu barst honum með skömmum fyrirvara. Tækifærið var því notað til að fá nýjustu upplýsingar um gang bólusetninga hjá Agnari Darra Sverrissyni starfsmanni Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í leiðinni.Foto: Vilhelm „Við sáum að það stefndi í aukaskammta í dag af því að það eru alltaf einhverjir sem forfallast. Þá tökum við á það ráð að bjóða þeim sem eru næstir í röðinni.“ Með skömmum fyrirvara? „Já, með mjög skömmum fyrirvara. Þú varst bara heppinn að komast í tæka tíð til að ná skammti,“ segir Agnar Darri. Þannig fékk fólk úr árgöngum 1962 og ‘63 boðun og síðar í dag fólk fætt árið 1964. Það er magnað að sjá þegar sveit hjúkrunarfræðinga færir sig skipulega eftir sætaröðunum í Höllinni. Hvað eruð þið að vona að þið náið mörgum í dag? „Við erum að vonast til að klára allt Astra efnið sem er til í landinu. Það verða því einhverjir sjö þúsund skammtar sem fara út í dag.” Þannig að það eru bara síðustu droparnir af Astra sem til eru í landinu að fara? „Akkúrat,“ segir Agnar Darri. Stefnt er að því að bólusetja um tuttugu og sex þúsund manns í þessari viku og um tuttugu þúsund í næstu viku. Þá verður byrjað að nota Jansen bóluefnið í fyrsta skipti.Foto: Vilhelm Metfjöldi verður bólusettur í þessari viku eða um 26 þúsund manns og eftir helgi stefnir í nýtt fjöldamet á einum degi. Nú er fimmtudagur. Hvað tekur þá við eftir helgi. Er Jansen efnið kannski að byrja þá? „Já, í næstu viku byrjum við með Jansen. Ég veit ekki alveg hvaða dag það verður í næstu viku. Vikurnar verða alltaf stærri og stærri og næsta vika stefnir í algert met hjá okkur. Þá verður stærsti dagurinn til þessa á þriðjudaginn með tíu þúsund skammta,” segir Agnar Darri. Í heildina verði um tuttugu þúsund manns bólusettir í næstu viku. „Við erum alltaf að stækka og stækka. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta fólk hérna inni getur látið hlutina ganga hratt. Hvað við getum alltaf stækkað og stækkað án þess að það séu nein vandamál.“ Þetta gengur alveg eins og í sögu, það er heragi á þessu? „Það er heragi á þessu. Það þýðir ekkert annað. Enda frábært fólk sem vinnur hérna og ótrúlega margir sem koma að því. Ekki bara fólkið sem þið sjáið hérna í Laugardalshöll. Það er þrjátíu manna teymi upp á Suðurlandsbraut sem blandar allt efnið fyrir okkur lætur þetta allt ganga upp,“ segir Agnar Darri Sverrisson. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53 Um 80 prósent þiggja bólusetningu: Sama hlutfall þiggur bóluefni AstraZeneca og Pfizer Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca þáðu bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Þetta er sama hlutfall og mætti í bólusetningu á þriðjudaginn, þegar bólusett var með bóluefninu frá Pfizer. 29. apríl 2021 11:47 Tíu greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 29. apríl 2021 10:54 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Í þessari viku hefur fólk á aldrinum sextíu til sjötíu ára verið bólusett með AstraZeneca bóluefninu í Laugardalshöll. Í gær stóð til að bólusetja níu þúsund manns en tæplegasjöþúsund og fimm hundruð manns mættu. Stefnt er að því að klára það sem eftir er af núverandi lager af AstraZeneca í landinu í dag. Agnar Darri Sverrisson starfsmaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að vegna minni mætingar í gær hafi fólk í fyrstu árgöngunum undir sextíu ára verið boðað til bólusetningar í morgun með skömmum fyrirvara. Þeirra á meðal undirritaður sem tók vinnuna með sér. Fréttamaður var eins og margir að vinna þegar boð í bólusetningu barst honum með skömmum fyrirvara. Tækifærið var því notað til að fá nýjustu upplýsingar um gang bólusetninga hjá Agnari Darra Sverrissyni starfsmanni Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í leiðinni.Foto: Vilhelm „Við sáum að það stefndi í aukaskammta í dag af því að það eru alltaf einhverjir sem forfallast. Þá tökum við á það ráð að bjóða þeim sem eru næstir í röðinni.“ Með skömmum fyrirvara? „Já, með mjög skömmum fyrirvara. Þú varst bara heppinn að komast í tæka tíð til að ná skammti,“ segir Agnar Darri. Þannig fékk fólk úr árgöngum 1962 og ‘63 boðun og síðar í dag fólk fætt árið 1964. Það er magnað að sjá þegar sveit hjúkrunarfræðinga færir sig skipulega eftir sætaröðunum í Höllinni. Hvað eruð þið að vona að þið náið mörgum í dag? „Við erum að vonast til að klára allt Astra efnið sem er til í landinu. Það verða því einhverjir sjö þúsund skammtar sem fara út í dag.” Þannig að það eru bara síðustu droparnir af Astra sem til eru í landinu að fara? „Akkúrat,“ segir Agnar Darri. Stefnt er að því að bólusetja um tuttugu og sex þúsund manns í þessari viku og um tuttugu þúsund í næstu viku. Þá verður byrjað að nota Jansen bóluefnið í fyrsta skipti.Foto: Vilhelm Metfjöldi verður bólusettur í þessari viku eða um 26 þúsund manns og eftir helgi stefnir í nýtt fjöldamet á einum degi. Nú er fimmtudagur. Hvað tekur þá við eftir helgi. Er Jansen efnið kannski að byrja þá? „Já, í næstu viku byrjum við með Jansen. Ég veit ekki alveg hvaða dag það verður í næstu viku. Vikurnar verða alltaf stærri og stærri og næsta vika stefnir í algert met hjá okkur. Þá verður stærsti dagurinn til þessa á þriðjudaginn með tíu þúsund skammta,” segir Agnar Darri. Í heildina verði um tuttugu þúsund manns bólusettir í næstu viku. „Við erum alltaf að stækka og stækka. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta fólk hérna inni getur látið hlutina ganga hratt. Hvað við getum alltaf stækkað og stækkað án þess að það séu nein vandamál.“ Þetta gengur alveg eins og í sögu, það er heragi á þessu? „Það er heragi á þessu. Það þýðir ekkert annað. Enda frábært fólk sem vinnur hérna og ótrúlega margir sem koma að því. Ekki bara fólkið sem þið sjáið hérna í Laugardalshöll. Það er þrjátíu manna teymi upp á Suðurlandsbraut sem blandar allt efnið fyrir okkur lætur þetta allt ganga upp,“ segir Agnar Darri Sverrisson.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53 Um 80 prósent þiggja bólusetningu: Sama hlutfall þiggur bóluefni AstraZeneca og Pfizer Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca þáðu bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Þetta er sama hlutfall og mætti í bólusetningu á þriðjudaginn, þegar bólusett var með bóluefninu frá Pfizer. 29. apríl 2021 11:47 Tíu greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 29. apríl 2021 10:54 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. 29. apríl 2021 14:53
Um 80 prósent þiggja bólusetningu: Sama hlutfall þiggur bóluefni AstraZeneca og Pfizer Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca þáðu bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Þetta er sama hlutfall og mætti í bólusetningu á þriðjudaginn, þegar bólusett var með bóluefninu frá Pfizer. 29. apríl 2021 11:47
Tíu greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 29. apríl 2021 10:54