Covid-pakki ESB í óvissu vegna erja á finnska stjórnarheimilinu Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 23:40 Mikið mæðir nú á Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands og leiðtoga sósíaldemókrata, að halda lífi í fimm flokka samsteypustjórn landsins. Vísir/EPA Deilur innan finnsku ríkisstjórnarinnar tefla nú efnahagsaðgerðapakka Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins í tvísýnu. Öll aðildarríkin þurfa að samþykkja pakkann en finnska stjórnin er sögð ramba á barmi falls. Flokkarnir fimm af miðju og vinstri væng finnskra stjórnmála sem sitja saman í ríkisstjórn reyna nú að koma sér saman um fjárlög og efnahagsinnspýtingu til að koma hjólum efnahagslífsins á hreyfingu. Viðræður flokkanna hafa nú staðið yfir í viku án árangurs en þær áttu upphaflega aðeins að taka tvo daga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Annika Saarikko, leiðtogi Miðflokksins og vísinda- og menningarmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Sönnu Marin, forsætisráðherra, að flokkur hennar ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu nýlega. Marin neitar því að það hafi gerst, þrátt fyrir frásagnir finnskra fjölmiðla þess efnis. Engu að síður hafði Saarikko sagt fjölmiðlum að hún væri að missa trúna á stjórnarsamstarfið. Miðflokknum hefur greint á við samstarfsflokkana um ýmis málefni, þar á meðal atvinnuleysisbætur, sköpun starfa og bætur til móframleiðenda sem hafa tapað spóni úr aski sínum, og hefur hafnað nokkrum tillögum Marin að málamiðlun. Aukinn meirihluti þingmanna á finnska þinginu þarf að samþykkja aðgerðapakka ESB eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrá landsins krefðist þess, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Fulltrúar Miðflokksins eru sagðir hafa ráðið úrslitum í nefndinni. Hann er sagður undir þrýstingi frá hægri frá Sönnum Finnum, sem eru gagnrýnir á Evrópusamstarfið, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í sumar. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir fjórir: Sósíaldemókrataflokkurinn, Vinstribandalagið, Græningjar og Sænski þjóðarflokkurinn, eru sagðir styðja aðgerðapakkann. Óljóst er hver afdrif aðgerðapakka ESB verða falli finnska stjórnin og boða þarf til nýrra kosninga. Finnland Evrópusambandið Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Flokkarnir fimm af miðju og vinstri væng finnskra stjórnmála sem sitja saman í ríkisstjórn reyna nú að koma sér saman um fjárlög og efnahagsinnspýtingu til að koma hjólum efnahagslífsins á hreyfingu. Viðræður flokkanna hafa nú staðið yfir í viku án árangurs en þær áttu upphaflega aðeins að taka tvo daga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Annika Saarikko, leiðtogi Miðflokksins og vísinda- og menningarmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Sönnu Marin, forsætisráðherra, að flokkur hennar ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu nýlega. Marin neitar því að það hafi gerst, þrátt fyrir frásagnir finnskra fjölmiðla þess efnis. Engu að síður hafði Saarikko sagt fjölmiðlum að hún væri að missa trúna á stjórnarsamstarfið. Miðflokknum hefur greint á við samstarfsflokkana um ýmis málefni, þar á meðal atvinnuleysisbætur, sköpun starfa og bætur til móframleiðenda sem hafa tapað spóni úr aski sínum, og hefur hafnað nokkrum tillögum Marin að málamiðlun. Aukinn meirihluti þingmanna á finnska þinginu þarf að samþykkja aðgerðapakka ESB eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrá landsins krefðist þess, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Fulltrúar Miðflokksins eru sagðir hafa ráðið úrslitum í nefndinni. Hann er sagður undir þrýstingi frá hægri frá Sönnum Finnum, sem eru gagnrýnir á Evrópusamstarfið, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í sumar. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir fjórir: Sósíaldemókrataflokkurinn, Vinstribandalagið, Græningjar og Sænski þjóðarflokkurinn, eru sagðir styðja aðgerðapakkann. Óljóst er hver afdrif aðgerðapakka ESB verða falli finnska stjórnin og boða þarf til nýrra kosninga.
Finnland Evrópusambandið Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira