Lagið er sungið af Mari Kalkun, söngkonu og tónskáldi frá Eistlandi. Hún var valin tónlistarmaður ársins í Eistlandi 2020 og hefur vakið athygli víða fyrir tónlist sína. Annar gestalistamaður er svisslendingurinn Claudio Puntin sem leikur á klarinett og rafhljóð.
Albert Finnbogason sá um hljóðblöndun og Arnold Kasar tónjafnaði. Hér fyrir neðan er hægt að sjá glænýtt myndband við lagið en það er Steinn Thorkelsson sem á heiðurinn af því.
Hægt er að fylgjast með Tunglleysu á Facebook og Instagram.

Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.