Vill skipta yfir í ódýrari hraðpróf við landamærin Snorri Másson skrifar 25. apríl 2021 20:48 Sigríður Á. Andersen hefur verið ósátt við aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við Covid-19. Stöð 2 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, talaði fyrir einfaldari skimun fyrir Covid-19 við landamærin í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún vill hætta að skima fólk að lokinni sóttkví við komuna til landsins. Sigríður var spurð hvað hún gerði mætti hún ein ráða aðgerðum við landamærin. „Ég myndi fara að huga að því að taka út aðra skimun eftir komuna og svo þurfa menn auðvitað líka að fara að huga að því hvort ekki sé hægt að fara að styðjast við meiri hraðpróf og ódýrari próf, sem hafa verið þróuð og eru tilbúin, í stað þessara PCR-prófa sem eru mikið inngrip. Ég hef gert fyrirvara við skimun á börnum og ungabörnum með þessi PCR-próf á landamærum hér, sem eru ekki framkvæmd af fagaðilum. Hún er gríðarlegt inngrip og getur valdið tjóni ef hún er ekki rétt gerð. Þannig að ég held að við ættum að fara að horfa í einhverjar einfaldari skimanir,“ sagði Sigríður. Veiran dettur ekki af himnum ofan Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kvaðst þvert á móti vilja loka landinu fyrir allri umferð ferðamanna, alltént allri „ónauðsynlegri umferð.“ Ef fólk komi til landsins skuli það skilyrðislaust í sóttvarnahús á vegum stjórnvalda. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Stöð 2 Þeir sem fá undanþágur til dvalar á eigin heimili í sóttkví skulu að mati Ingu sjálfir greiða fyrir það og sæta eftirliti yfirvalda meðan á sóttkvínni stendur. „Við erum búin að sjá það að það hefur ekki alveg haldið. Menn hafa verið að brjóta sóttkví alls staðar og við höfum verið að takast á við mikla vá ítrekað af því að það eru þarna úti einstaklingar sem virða hvorki heiður né sóma. Þeir brjóta þessar reglur og gefa lítið fyrir aðra samlanda sína,“ sagði Inga. „Það er sárara en tárum taki að horfa upp á það hvernig fólk tekur því með léttúð sem er að gerast í heiminum. Þar sem við erum fámennt lítið samfélag norður á hjara veraldar var okkur í lófa lagið að lifa í veirufríu landi, ekkert að læra að lifa með veirunni, ekki neitt slíkt, við vitum öll hvaðan hún kemur. Hún kemur um landamærin. Hún dettur ekki af himnum ofan,“ sagði Inga. Heilbrigðisstarfsfólk á meðal þeirra sem eru að koma heim til Íslands Sigríður Andersen sagði að Íslendingar væru háðir því að fá fólk frá útlöndum og hingað til lands til að vinna hér ýmis störf. Það gildi jafnt um sjúkrahúsin og í sjávarútvegi. Þannig hefði alger lokun landsins haft lamandi áhrif á atvinnulífið. „Ef menn ætla að taka upp svona aðgerðir eins og Inga er að leggja til að hér hefði átt að gera, hefðu menn því þurft að svara því hvort hér ætti að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum.“ „Ef mönnum hefði hugnast þessi aðgerð, af hverju komu þeir ekki með þessa tillögu í janúar? Flokkur fólksins hefur ekki lagt fram nokkurt einasta þingmál eða gert eina einustu tillögu um þetta,“ sagði Sigríður. Umræðurnar má sjá í heild í Víglínu dagsins, þar sem einnig er rætt við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hér að neðan er brot úr öðrum hluta þáttarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Þrettán greindust innanlands og allir í sóttkví Þrettán greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Enginn greindist á landamærum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 25. apríl 2021 10:47 Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. 23. apríl 2021 14:17 Leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamanna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamenna í sóttvarnahúsi en gert var ráð fyrir í upprunalegum hugmyndum ráðherra. Hann hefur skilað minniblaði þar að lútandi til ráðhera. 23. apríl 2021 12:23 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Sigríður var spurð hvað hún gerði mætti hún ein ráða aðgerðum við landamærin. „Ég myndi fara að huga að því að taka út aðra skimun eftir komuna og svo þurfa menn auðvitað líka að fara að huga að því hvort ekki sé hægt að fara að styðjast við meiri hraðpróf og ódýrari próf, sem hafa verið þróuð og eru tilbúin, í stað þessara PCR-prófa sem eru mikið inngrip. Ég hef gert fyrirvara við skimun á börnum og ungabörnum með þessi PCR-próf á landamærum hér, sem eru ekki framkvæmd af fagaðilum. Hún er gríðarlegt inngrip og getur valdið tjóni ef hún er ekki rétt gerð. Þannig að ég held að við ættum að fara að horfa í einhverjar einfaldari skimanir,“ sagði Sigríður. Veiran dettur ekki af himnum ofan Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kvaðst þvert á móti vilja loka landinu fyrir allri umferð ferðamanna, alltént allri „ónauðsynlegri umferð.“ Ef fólk komi til landsins skuli það skilyrðislaust í sóttvarnahús á vegum stjórnvalda. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Stöð 2 Þeir sem fá undanþágur til dvalar á eigin heimili í sóttkví skulu að mati Ingu sjálfir greiða fyrir það og sæta eftirliti yfirvalda meðan á sóttkvínni stendur. „Við erum búin að sjá það að það hefur ekki alveg haldið. Menn hafa verið að brjóta sóttkví alls staðar og við höfum verið að takast á við mikla vá ítrekað af því að það eru þarna úti einstaklingar sem virða hvorki heiður né sóma. Þeir brjóta þessar reglur og gefa lítið fyrir aðra samlanda sína,“ sagði Inga. „Það er sárara en tárum taki að horfa upp á það hvernig fólk tekur því með léttúð sem er að gerast í heiminum. Þar sem við erum fámennt lítið samfélag norður á hjara veraldar var okkur í lófa lagið að lifa í veirufríu landi, ekkert að læra að lifa með veirunni, ekki neitt slíkt, við vitum öll hvaðan hún kemur. Hún kemur um landamærin. Hún dettur ekki af himnum ofan,“ sagði Inga. Heilbrigðisstarfsfólk á meðal þeirra sem eru að koma heim til Íslands Sigríður Andersen sagði að Íslendingar væru háðir því að fá fólk frá útlöndum og hingað til lands til að vinna hér ýmis störf. Það gildi jafnt um sjúkrahúsin og í sjávarútvegi. Þannig hefði alger lokun landsins haft lamandi áhrif á atvinnulífið. „Ef menn ætla að taka upp svona aðgerðir eins og Inga er að leggja til að hér hefði átt að gera, hefðu menn því þurft að svara því hvort hér ætti að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum.“ „Ef mönnum hefði hugnast þessi aðgerð, af hverju komu þeir ekki með þessa tillögu í janúar? Flokkur fólksins hefur ekki lagt fram nokkurt einasta þingmál eða gert eina einustu tillögu um þetta,“ sagði Sigríður. Umræðurnar má sjá í heild í Víglínu dagsins, þar sem einnig er rætt við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hér að neðan er brot úr öðrum hluta þáttarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Þrettán greindust innanlands og allir í sóttkví Þrettán greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Enginn greindist á landamærum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 25. apríl 2021 10:47 Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. 23. apríl 2021 14:17 Leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamanna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamenna í sóttvarnahúsi en gert var ráð fyrir í upprunalegum hugmyndum ráðherra. Hann hefur skilað minniblaði þar að lútandi til ráðhera. 23. apríl 2021 12:23 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Þrettán greindust innanlands og allir í sóttkví Þrettán greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Enginn greindist á landamærum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 25. apríl 2021 10:47
Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. 23. apríl 2021 14:17
Leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamanna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamenna í sóttvarnahúsi en gert var ráð fyrir í upprunalegum hugmyndum ráðherra. Hann hefur skilað minniblaði þar að lútandi til ráðhera. 23. apríl 2021 12:23