Ajax með níu fingur á titlinum eftir sigur á AZ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2021 14:30 Albert Guðmundsson í baráttunni við Dusan Tadic sem lagði upp fyrra mark Ajax. ANP Sport via Getty Images/ED VAN DE POL Albert Guðmundsson lék fyrstu 73 mínútur leiksins í 2-0 tapi liðs hans AZ Alkmaar fyrir Ajax á Johan Cruyff-vellinum í Amsterdam. Ajax gott sem tryggir sér hollenska meistaratitilinn með sigrinum en AZ berst fyrir Evrópusæti. Albert byrjaði leikinn á miðsvæði AZ ásamt Teun Koopmeiners og Fredrik Midtsjö. Albert fékk fínt færi í fyrri hálfleiknum er hann slapp í gegnum vörn Ajax en reynsluboltinn Maarten Stekelenburg í marki Ajax sá við honum. Markalaust var í leikhléi en eftir um tuttugu mínútna leik í síðari hálfleik var Davy Klaassen, fyrrum leikmaður Everton, einn á auðum sjó á teig AZ hvaðan hann afgreiddi boltann í netið í kjölfar undirbúnings Dusan Tadic. Stekelenburg sá við Alberti þegar hann slapp inn fyrir vörn Ajax í fyrri hálfleiknum.ANP Sport via Getty Images/MAURICE VAN STEEN Alberti var skipt af velli um sjö mínútum síðar en AZ náði ekki að setja mark sitt á leikinn á lokakaflanum. Klaassen skoraði sitt annað mark er hann innsiglaði 2-0 sigur Ajax í uppbótartíma. Ajax er eftir sigurinn með 76 stig á toppi deildarinnar, tólf stigum á undan PSV Eindhoven í öðru sætinu þegar fjórir leikir eru eftir. PSV getur því tölfræðilega enn unnið titilinn á markatölu, vinni þeir alla sína leiki og Ajax tapi sínum. PSV þarf þó að vinna upp 32 mörk í markatölumun að auki. Ajax getur því gott sem gengið að sínum 35. hollenska meistaratitli sem vísum. AZ er með 61 stig í þriðja sætinu, Evrópusæti, fimm stigum á undan Vitesse Arnhem í fjórða og sjö á undan Feyenoord sem í því fimmta. Vitesse og Feyenoord eigast við innbyrðis síðar í dag. Hollenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
Albert byrjaði leikinn á miðsvæði AZ ásamt Teun Koopmeiners og Fredrik Midtsjö. Albert fékk fínt færi í fyrri hálfleiknum er hann slapp í gegnum vörn Ajax en reynsluboltinn Maarten Stekelenburg í marki Ajax sá við honum. Markalaust var í leikhléi en eftir um tuttugu mínútna leik í síðari hálfleik var Davy Klaassen, fyrrum leikmaður Everton, einn á auðum sjó á teig AZ hvaðan hann afgreiddi boltann í netið í kjölfar undirbúnings Dusan Tadic. Stekelenburg sá við Alberti þegar hann slapp inn fyrir vörn Ajax í fyrri hálfleiknum.ANP Sport via Getty Images/MAURICE VAN STEEN Alberti var skipt af velli um sjö mínútum síðar en AZ náði ekki að setja mark sitt á leikinn á lokakaflanum. Klaassen skoraði sitt annað mark er hann innsiglaði 2-0 sigur Ajax í uppbótartíma. Ajax er eftir sigurinn með 76 stig á toppi deildarinnar, tólf stigum á undan PSV Eindhoven í öðru sætinu þegar fjórir leikir eru eftir. PSV getur því tölfræðilega enn unnið titilinn á markatölu, vinni þeir alla sína leiki og Ajax tapi sínum. PSV þarf þó að vinna upp 32 mörk í markatölumun að auki. Ajax getur því gott sem gengið að sínum 35. hollenska meistaratitli sem vísum. AZ er með 61 stig í þriðja sætinu, Evrópusæti, fimm stigum á undan Vitesse Arnhem í fjórða og sjö á undan Feyenoord sem í því fimmta. Vitesse og Feyenoord eigast við innbyrðis síðar í dag.
Hollenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira