Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 18:50 Verulegar deilur hafa verið á milli rekstraraðila hjúkrunarheimila annars vegar og ríkis hins vegar um greiðslur vegna rekstrar heimilanna. Nú er komin út skýrsla sem gerir ýtarlega grein fyrir stöðunni. Vísir/Vilhelm Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir. Í dag kom út viðamikil skýrsla þar sem rekstrarstaða hjúkrunarheimila er greind og hefur skýrslunnar verið beðið lengi. Skemmst er að minnast þess þegar Hrafnista sagði frá því fyrr í mánuðinum að hjúkrunarheimilið væri tilneytt að segja upp starfsfólki. Verulegar deilur hafa verið á milli rekstraraðila hjúkrunarheimila annars vegar og ríkis hins vegar um greiðslur vegna rekstrar heimilanna. Jafnframt eru dæmi um að rekstraraðilar vilji losna undan ábyrgð á rekstrinum, vegna viðvarandi taprekstrar, og hafi sagt sig frá rekstrinum eða óski þess að gera það. Umkvartanir aðila í greininni eru ekki orðin tóm, ef marka má skýrsluna. „Talsverðar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila frá þeim tíma sem hér er einkum fjallað um, þ.e. 2017 til miðs árs 2020, þótt ekki sé langt um liðið. Munar þar sérstaklega um áhrif kjarasamninga sem gerðir voru árið 2020 og breyttu bæði launatöxtum, vinnutíma og fleiri þáttum,“ segir þar. Fram kemur að hjúkrunarheimilin þurfi um 4,7 milljarða króna til að ná lágmarksviðmiði Embættis landlæknis um fjölda umönnunarklukkustunda og hlutföll faglærðra og hjúkrunarfræðinga. Heimilin eru samkvæmt skýrslunni undir viðmiðum í þessum flokkum sem öðrum. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í tilkynningu um skýrsluna, sem hennar ráðuneyti gefur út. Ríkið eini kaupandinn Í skýrslunni er drepið á erfiða samningsstöðu hjúkrunarheimila á Íslandi: „Samningsstaða rekstraraðila gagnvart ríkinu er jafnframt mjög þröng því að ríkið eða stofnanir þess bæði ákveður þær fjárhæðir sem greiddar eru og setur regluverk sem hjúkrunarheimilum ber að fara eftir, þ.á m. um hvaða kröfur heimilin eiga að uppfylla. Ríkið er jafnframt eini kaupandinn að þeirri þjónustu sem heimilin veita. Rekstraraðilarnir geta ekki borið hugsanlegan ágreining sinn við ríkið undir óháðan aðila, nema þá hugsanlega dómstóla sem er sjaldnast greiðfær leið,“ segir í skýrslunni. Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. 12. apríl 2021 17:37 Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Í dag kom út viðamikil skýrsla þar sem rekstrarstaða hjúkrunarheimila er greind og hefur skýrslunnar verið beðið lengi. Skemmst er að minnast þess þegar Hrafnista sagði frá því fyrr í mánuðinum að hjúkrunarheimilið væri tilneytt að segja upp starfsfólki. Verulegar deilur hafa verið á milli rekstraraðila hjúkrunarheimila annars vegar og ríkis hins vegar um greiðslur vegna rekstrar heimilanna. Jafnframt eru dæmi um að rekstraraðilar vilji losna undan ábyrgð á rekstrinum, vegna viðvarandi taprekstrar, og hafi sagt sig frá rekstrinum eða óski þess að gera það. Umkvartanir aðila í greininni eru ekki orðin tóm, ef marka má skýrsluna. „Talsverðar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila frá þeim tíma sem hér er einkum fjallað um, þ.e. 2017 til miðs árs 2020, þótt ekki sé langt um liðið. Munar þar sérstaklega um áhrif kjarasamninga sem gerðir voru árið 2020 og breyttu bæði launatöxtum, vinnutíma og fleiri þáttum,“ segir þar. Fram kemur að hjúkrunarheimilin þurfi um 4,7 milljarða króna til að ná lágmarksviðmiði Embættis landlæknis um fjölda umönnunarklukkustunda og hlutföll faglærðra og hjúkrunarfræðinga. Heimilin eru samkvæmt skýrslunni undir viðmiðum í þessum flokkum sem öðrum. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í tilkynningu um skýrsluna, sem hennar ráðuneyti gefur út. Ríkið eini kaupandinn Í skýrslunni er drepið á erfiða samningsstöðu hjúkrunarheimila á Íslandi: „Samningsstaða rekstraraðila gagnvart ríkinu er jafnframt mjög þröng því að ríkið eða stofnanir þess bæði ákveður þær fjárhæðir sem greiddar eru og setur regluverk sem hjúkrunarheimilum ber að fara eftir, þ.á m. um hvaða kröfur heimilin eiga að uppfylla. Ríkið er jafnframt eini kaupandinn að þeirri þjónustu sem heimilin veita. Rekstraraðilarnir geta ekki borið hugsanlegan ágreining sinn við ríkið undir óháðan aðila, nema þá hugsanlega dómstóla sem er sjaldnast greiðfær leið,“ segir í skýrslunni.
Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. 12. apríl 2021 17:37 Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. 12. apríl 2021 17:37
Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent