Færeyjameistar HB svöruðu þessu með því að birta regnbogalitina undir merki sínu á Facebook.
HB tekur reyndar undir með færeyska knattspyrnusambandinu að ekki eigi að nota fótboltann í pólitískum tilgangi en stríðið gegn mismunun snúist um mannréttindi. Og hægt sé að nýta fótboltann í þeirri baráttu.
Samanhald gevur styrki - móti øllum mismuni Sum onnur feløg í landinum hevur HB fingið skriv frá FSF um leiðreglur fyri...
Posted by Havnar Bóltfelag on Thursday, April 22, 2021
Brynjar Hlöðversson, sem lék með HB um tveggja ára skeið, deildi fréttum af regnbogalitamálinu á samfélagsmiðlum. Á Facebook-síðu sína skrifaði hann:
„Hvat fokk feilar!? FSF (færeyska KSÍ) bannar regnbogalitina í færeysku deildinni! Fótbólti er svo miklu meira en bara fótbolti. Vona svo innilega að Færeyingar láti til sín taka og í sér heyra til að breyta þessu sem fyrst svo að ÖLLUM geti liðið vel í íþróttinni og þessu yndislega landi!“
Ef þú spilar með regnbogaliti sjáanlega í Færeyjum þá færðu rautt spjald. @FSForoya var að setja þessa reglu.https://t.co/el6zQeXoiy
— Brynjar Hlöðversson ' ' (@BinniHlo) April 23, 2021
Brynjar lék undir stjórn Heimis Guðjónssonar hjá HB 2018 og 2019 en á þeim tíma vann liðið bæði deild og bikar í Færeyjum.
Fimm umferðir eru búnar af færeysku úrvalsdeildinni. KÍ er með fimm stiga forskot á HB á toppnum.