Chelsea átti að vera eitt af sex enskum liðum í Ofurdeildinni. Eftir mikið mótlæti ákváðu hins vegar ensku liðin sex að draga sig úr keppninni í gær við mikinn fögnuð stuðningsmanna.
Stuðningsmenn Chelsea mótmæltu fyrir utan Stamford Bridge í fyrradag og þurfti meðal annars að seinka leik Chelsea og Brighton um stundarfjórðung því rúta liðsins komst ekki að vellinum.
Stuðningsmannahópurinn „The Chelsea Supporters’ Trust“ gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir óskuðu eftir því að háttsettir aðilar innan félagsins axli ábyrgð.
Þeir vilja sjá Bruce Buck, stjórnarformann, og Guy Lawrence, framkvæmdastjórann, taka poka sinn og segjast ekki ætla að hætta mótmælum sínum þangað til þeir yfirgefi félagið.
Chelsea chairman Bruce Buck and CEO Guy Laurence must RESIGN, say the club's Supporters' Trust https://t.co/tTHmQejpmv
— MailOnline Sport (@MailSport) April 21, 2021