Sara Björk og knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson eiga von á sínu fyrsta barni.
Sara hefur verið besti leikmaður Íslands undanfarin ár en hún varð meðal annars Evrópumeistari með Lyon í sumar. Skoraði hún eitt marka Lyon í úrslitaleiknum.
Sara hefur verið á meiðslalistanum undanfarnar vikur hjá Lyon en Árni er á mála hjá Breiðabliki í Pepsi Max deild karla.
Landsliðsfyrirliðinn gekk í raðir Lyon síðasta sumar en áður var hún á mála hjá Wolfsburg í Þýskalandi og Rosengård í Svíþjóð.
Árni hefur komið víða við á atvinnumannaferli sínum en snéri heim í uppeldisfélagið á vormánuðuðum.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Well this year turned out to be á little bit different then we thought !
— Sara Björk (@sarabjork18) April 21, 2021
Turns out we are going to be three in November 😍👶🏻🙅🏻♀️🤰🏻
Jæja lítur út fyrir að við verðum 3 í Nóvember 😍
Það sem við hlökkum til 😍🥰👶🏻 pic.twitter.com/KjJXcWwFTQ