Einstaklingar fá að draga góðgerðaframlög upp að 350 þúsund krónum frá skatti Eiður Þór Árnason skrifar 21. apríl 2021 17:09 Einnig voru færðar í lög undanþágur frá greiðslu skatta fyrir félög til almannaheila. Vísir Einstaklingar geta frá og með 1. nóvember dregið allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til góðgerðastarfsemi. Frumvarp þess efnis voru samþykkt á Alþingi í gær en í þeim er einnig kveðið á um tvöföldun á því hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna framlaga til slíkrar starfsemi. Fer framlagið úr 0,75% í 1,5% og við það bætist að frádráttarheimild atvinnurekenda vegna framlaga til kolefnisjöfnunar tvöfaldast og hækkar í 1,5%. Alls geta atvinnurekendur því fengið frádrátt sem nemur 3% á ári vegna framlaga sinna. Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að samkvæmt lögunum beri þeim sem styrkja góðgerðastarfsemi, eða almannaheillastarfsemi eins og það er nefnt í frumvarpinu, að fá móttökukvittun. Þá sendir móttakandi Skattinum upplýsingar um gjafir eða framlög frá einstaklingum sem eru í kjölfarið forskráðar á skattframtal þeirra. Þarf móttakandi að vera skráður í sérstaka almannaheillaskrá Skattsins þegar gjöfin eða framlagið er veitt. Gert er ráð fyrir að lagabreytingin muni minnka skatttekjur ríkissjóðs um tvo milljarða króna á ári. Undanþegin greiðslu tekjuskatts Með samþykkt umrædds frumvarps Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, voru einnig færðar í lög undanþágur frá greiðslu skatta fyrir félög til almannaheila. Til að mynda verða slík félög undanþegin greiðslu tekjuskatts, staðgreiðsluskatts af fjármagnstekjum og stimpilgjalda auk þess að vera undanþegin greiðslu virðisaukaskatts með ákveðnum skilyrðum. Geta félögin sótt um endurgreiðslu allt að 60% greidds virðisaukaskatts af vinnu manna á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum sem alfarið eru í eigu þeirra. Í lögunum er þar að auki veitt undanþága frá greiðslu erfðafjárskatts af gjöfum til aðila í almannaheillastarfsemi. Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Frumvarp þess efnis voru samþykkt á Alþingi í gær en í þeim er einnig kveðið á um tvöföldun á því hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna framlaga til slíkrar starfsemi. Fer framlagið úr 0,75% í 1,5% og við það bætist að frádráttarheimild atvinnurekenda vegna framlaga til kolefnisjöfnunar tvöfaldast og hækkar í 1,5%. Alls geta atvinnurekendur því fengið frádrátt sem nemur 3% á ári vegna framlaga sinna. Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að samkvæmt lögunum beri þeim sem styrkja góðgerðastarfsemi, eða almannaheillastarfsemi eins og það er nefnt í frumvarpinu, að fá móttökukvittun. Þá sendir móttakandi Skattinum upplýsingar um gjafir eða framlög frá einstaklingum sem eru í kjölfarið forskráðar á skattframtal þeirra. Þarf móttakandi að vera skráður í sérstaka almannaheillaskrá Skattsins þegar gjöfin eða framlagið er veitt. Gert er ráð fyrir að lagabreytingin muni minnka skatttekjur ríkissjóðs um tvo milljarða króna á ári. Undanþegin greiðslu tekjuskatts Með samþykkt umrædds frumvarps Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, voru einnig færðar í lög undanþágur frá greiðslu skatta fyrir félög til almannaheila. Til að mynda verða slík félög undanþegin greiðslu tekjuskatts, staðgreiðsluskatts af fjármagnstekjum og stimpilgjalda auk þess að vera undanþegin greiðslu virðisaukaskatts með ákveðnum skilyrðum. Geta félögin sótt um endurgreiðslu allt að 60% greidds virðisaukaskatts af vinnu manna á byggingarstað við byggingu, viðhald eða endurbætur á mannvirkjum sem alfarið eru í eigu þeirra. Í lögunum er þar að auki veitt undanþága frá greiðslu erfðafjárskatts af gjöfum til aðila í almannaheillastarfsemi.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira