Tottenham vann dramatískan 2-1 sigur á Southampton í kvöld en þetta var fyrsti leikur félagsins eftir að Jose Mourinho var rekinn.
Jose Mourinho var rekinn í byrjun vikunnar og það var hinn 29 ára gamli Ryan Mason sem stýrði Tottenham í fyrsta skipti í dag. Hann mun stýra liðinu fram á sumar.
Það var liðinn hálftími er gestirnir frá Southampton komust yfir. Eftir stoðsendingu James Ward-Prowse kom Danny Ings boltanum í netið og þeir leiddu 1-0 í hálfleik.
Gareth Bale fékk tækifæri í byrjunarliðinu og hann þakkaði traustið með marki eftir klukkutímaleik. Stundarfjórðungi síðar virtust Tottenham vera komist yfir en rangstaða var dæmt á Heung-Min Son.
Það var hins vegar Son sem skoraði sigurmarkið í vítaspyrnu á 90. mínútu eftir að Moussa Djenepo braut á Harry Winks. Lokatölur 2-1.
Tottenham er í sjötta sætinu með 53 stig, tveimur stigum á eftir Chelsea, sem á leik til góða. Southampton er í fjórtánda sætinu með 36 stig.
FT: Tottenham 2-1 Southampton
— BBC Sport (@BBCSport) April 21, 2021
Spurs get all three points in Ryan Mason's first game in charge after they were awarded a late penalty.
📲 Reaction 👇 #bbcfootball #TOTSOU