Á sunnudagskvöldið var tilkynnt um tólf liða Ofurdeild sem átti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu.
Mikið fjaðrafok varð eftir að tilkynnt var um Ofurdeildina og stuðningsmenn létu vel í sér heyra sem hefur skilað sér.
Í gærkvöldi dró Manchester City sig úr keppninni og líkur eru á að fleiri lið geri slíkt hið sama næsta sólarhring.
Enska knattspyrnusambandið sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem þökkuðu stuðningsmönnum.
„Við gleðjumst yfir þeim fréttum að einhver félög hafa ákveðið að hætta með Ofurdeildina sem hótaði fótbolta pýramídanum,“ skrifaði sambandið.
„Enski fótboltinn hefur byggst á öllum félögum og við höfum verið á móti lokaðri deild. Þetta var hugmynd sem hefði getað aðskilið okkur en hefur í staðinn sameinað okkur.“
„Við viljum gjarnan senda þakkir til stuðningsmanna fyrir þeirra áhrif á þetta þar sem þeir hafa haldið fast í meginreglur fótboltans. Þetta er kraftmikil ábending að íþróttin er og mun alltaf vera fyrir stuðningsmennina.“
„Við viljum einnig þakka forsætisráðherranum og íþróttaráðherranum fyrir þeirra óhagganlegan og gagnrýninn stuðning á móti þessum hugmyndum,“ skrifaði FA á Twitter-síðu sína.
Statement from The @FA: pic.twitter.com/nkxYvAL9yP
— FA Spokesperson (@FAspokesperson) April 20, 2021