Henderson kallar fyrirliða ensku úrvalsdeildarinnar á krísufund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 14:15 Henderson kallar á fyrirliða ensku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur boðað alla fyrirliða ensku úrvalsdeildarinnar á krísufund vegna mögulegrar stofnunar ofurdeildar Evrópu. Daily Mail greindi frá nú rétt í þessu. Fyrr í dag fór Vísir yfir viðbrögð Harry Maguire, fyrirliða Manchester United, en hann var ekki par sáttur með hvernig forráðamenn Man United stóðu að málum er varðar ofurdeildina. Henderson hefur nú kallað fyrirliða deildarinnar saman til að ræða áætlanir tólf liða Evrópu – þar af sex frá Englandi – um að stofna svokallaða ofurdeild. EXCLUSIVE: Jordan Henderson calls emergency meeting of Premier League captains | @MikeKeegan_DM https://t.co/lLUHofY7zr— MailOnline Sport (@MailSport) April 20, 2021 Henderson hefur áður fengið fyrirliða deildarinnar til að snúa bökum saman og stofnaði til að mynda sjóð til að hjálpa breska heilbrigðiskerfinu [NHS] vegna kórónufaraldursins. Þetta mál mun reynast töluvert snúnara þar sem sex fyrirliðar eru á mála hjá félögum sem hafa nú þegar gefið út að þau stefni á að segja skilið við Meistaradeild Evrópu og ætli að stofna sína eigin deild. Samkvæmt heimildum Daily Mail er stefnt að því að komast að því hvernig skal höndla málið á næstu dögum og vikum. Reikna má með því að leikmenn verði spurðir spjörunum úr varðandi ofurdeildina og skoðun þeirra á henni. | "I don't like it and I hope it doesn't happen."James Milner speaks out against the proposed breakaway European Super League... #MNF pic.twitter.com/NkMmNJhiyA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021 James Milner, samherji Henderson, sagði skoðun sína í viðtali við Sky Sports eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Leeds United í gærkvöld. Hann sagðist einfaldlega að honum líkaði illa við hugmyndina og hann vonaðist til að deildin yrði ekki að veruleika. Marcus Rashford ákvað að birta einfaldlega mynd af Old Trafford, heimavelli Manchester United, og láta hana segja skoðun hans á ákvörðun eiganda félagsins. pic.twitter.com/A8WIIUCHrH— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) April 20, 2021 Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Maguire setti ofan í við Woodward á neyðarfundi með leikmönnum United Leikmenn Manchester United voru afar ósáttir við aðkomu félagsins að stofnun ofurdeildarinnar. Fyrirliðinn Harry Maguire lét stjórnarformanninn Ed Woodward heyra það á neyðarfundi með leikmönnum. 20. apríl 2021 13:30 Segir það ekki vera íþrótt ef það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða tapir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hélt eldræðu varðandi ofurdeild Evrópu í knattspyrnu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Hann segir það ekki vera íþrótt ef engu máli skiptir hvort þú vinnir eða tapir. Ræðu Pep má sjá í fréttinni. 20. apríl 2021 13:00 Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Sjá meira
Daily Mail greindi frá nú rétt í þessu. Fyrr í dag fór Vísir yfir viðbrögð Harry Maguire, fyrirliða Manchester United, en hann var ekki par sáttur með hvernig forráðamenn Man United stóðu að málum er varðar ofurdeildina. Henderson hefur nú kallað fyrirliða deildarinnar saman til að ræða áætlanir tólf liða Evrópu – þar af sex frá Englandi – um að stofna svokallaða ofurdeild. EXCLUSIVE: Jordan Henderson calls emergency meeting of Premier League captains | @MikeKeegan_DM https://t.co/lLUHofY7zr— MailOnline Sport (@MailSport) April 20, 2021 Henderson hefur áður fengið fyrirliða deildarinnar til að snúa bökum saman og stofnaði til að mynda sjóð til að hjálpa breska heilbrigðiskerfinu [NHS] vegna kórónufaraldursins. Þetta mál mun reynast töluvert snúnara þar sem sex fyrirliðar eru á mála hjá félögum sem hafa nú þegar gefið út að þau stefni á að segja skilið við Meistaradeild Evrópu og ætli að stofna sína eigin deild. Samkvæmt heimildum Daily Mail er stefnt að því að komast að því hvernig skal höndla málið á næstu dögum og vikum. Reikna má með því að leikmenn verði spurðir spjörunum úr varðandi ofurdeildina og skoðun þeirra á henni. | "I don't like it and I hope it doesn't happen."James Milner speaks out against the proposed breakaway European Super League... #MNF pic.twitter.com/NkMmNJhiyA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021 James Milner, samherji Henderson, sagði skoðun sína í viðtali við Sky Sports eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Leeds United í gærkvöld. Hann sagðist einfaldlega að honum líkaði illa við hugmyndina og hann vonaðist til að deildin yrði ekki að veruleika. Marcus Rashford ákvað að birta einfaldlega mynd af Old Trafford, heimavelli Manchester United, og láta hana segja skoðun hans á ákvörðun eiganda félagsins. pic.twitter.com/A8WIIUCHrH— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) April 20, 2021
Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Maguire setti ofan í við Woodward á neyðarfundi með leikmönnum United Leikmenn Manchester United voru afar ósáttir við aðkomu félagsins að stofnun ofurdeildarinnar. Fyrirliðinn Harry Maguire lét stjórnarformanninn Ed Woodward heyra það á neyðarfundi með leikmönnum. 20. apríl 2021 13:30 Segir það ekki vera íþrótt ef það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða tapir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hélt eldræðu varðandi ofurdeild Evrópu í knattspyrnu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Hann segir það ekki vera íþrótt ef engu máli skiptir hvort þú vinnir eða tapir. Ræðu Pep má sjá í fréttinni. 20. apríl 2021 13:00 Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Sjá meira
Maguire setti ofan í við Woodward á neyðarfundi með leikmönnum United Leikmenn Manchester United voru afar ósáttir við aðkomu félagsins að stofnun ofurdeildarinnar. Fyrirliðinn Harry Maguire lét stjórnarformanninn Ed Woodward heyra það á neyðarfundi með leikmönnum. 20. apríl 2021 13:30
Segir það ekki vera íþrótt ef það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða tapir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hélt eldræðu varðandi ofurdeild Evrópu í knattspyrnu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Hann segir það ekki vera íþrótt ef engu máli skiptir hvort þú vinnir eða tapir. Ræðu Pep má sjá í fréttinni. 20. apríl 2021 13:00
Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36