Hætt að gjósa í tveimur nyrstu gígunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. apríl 2021 16:39 Birgir Óskarsson tók þessa ljósmynd í eftirlitsflugi fyrr í dag. Aðsend/Birgir Óskarsson Nú þegar mánuður er liðinn frá því fyrst hóf að gjósa í Fagradalsfjalli virðist sem svo að hætt sé að gjósa í tveimur nyrstu gígunum á svæðinu. Birgir Óskarsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Ljósmyndir sem Birgir tók í eftirlitsflugi í dag sýna þetta glöggt. Frá þessum fréttum er einnig greint á Facebooksíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands og er þar fjallað um nyrsta gíginn. Vefmyndavélar sýni að ekki svo mikið sem vottur af gufu komi úr gígnum. Þá hafi heldur ekki neinn bjarmi sést í næturmyrkrinu. Hópurinn segir að hrauntjörnin sé horfin úr gígskálinni. Umræddur nyrsti gígur opnaðist á öðrum degi páska. Að sögn hópsins var hann mjög líflegur og reis nokkuð hratt fyrstu dagana. „Var hann á endanum orðinn töluvert hærri í landslaginu en önnur gosop.“ Í síðustu viku sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur að nyrsti gígurinn sýndi merki þess að verulega hefði dregið úr virkni. Hann spáði því að þetta væri liður í aðlögun kvikunnar að landslaginu og að við myndum sjá færslu til suður því nyrsti gígurinn stæði hæst í landslaginu. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Mánaðargamalt gos sem hegðar sér á óvenjulegan hátt Mánuður er í dag liðinn frá því að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst. Gosið virðist haga sér á óvenjulegan máta þar sem hraunrennsli síðustu tíu daga hefur verið meira en fyrstu tíu daga gossins. Flest gos hegða sér á hinn veginn, að það dregur úr með tíma. 19. apríl 2021 12:20 Nýtt gosop opnaðist í gígjaðrinum Nýtt gosop opnaðist á gossvæðinu við Fagradalsfjall á þriðja tímanum í dag. Opið er lítið og opnaðist á milli gíganna sem fyrir eru, á skilgreindu hættusvæði. 17. apríl 2021 15:52 Vísbendingar um kvikufærslu til suðurs Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að verulega hafi dregið úr virkni í nyrsta gígnum á Reykjanesskaga en að sama skapi hafi virkni aukist í þeim syðstu. Kvikufærsla til suðurs gæti þýtt að um sé að ræða aðlögun að hæðarmismun í landinu því syðri gígarnir standi lægra. 14. apríl 2021 16:46 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Frá þessum fréttum er einnig greint á Facebooksíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands og er þar fjallað um nyrsta gíginn. Vefmyndavélar sýni að ekki svo mikið sem vottur af gufu komi úr gígnum. Þá hafi heldur ekki neinn bjarmi sést í næturmyrkrinu. Hópurinn segir að hrauntjörnin sé horfin úr gígskálinni. Umræddur nyrsti gígur opnaðist á öðrum degi páska. Að sögn hópsins var hann mjög líflegur og reis nokkuð hratt fyrstu dagana. „Var hann á endanum orðinn töluvert hærri í landslaginu en önnur gosop.“ Í síðustu viku sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur að nyrsti gígurinn sýndi merki þess að verulega hefði dregið úr virkni. Hann spáði því að þetta væri liður í aðlögun kvikunnar að landslaginu og að við myndum sjá færslu til suður því nyrsti gígurinn stæði hæst í landslaginu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Mánaðargamalt gos sem hegðar sér á óvenjulegan hátt Mánuður er í dag liðinn frá því að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst. Gosið virðist haga sér á óvenjulegan máta þar sem hraunrennsli síðustu tíu daga hefur verið meira en fyrstu tíu daga gossins. Flest gos hegða sér á hinn veginn, að það dregur úr með tíma. 19. apríl 2021 12:20 Nýtt gosop opnaðist í gígjaðrinum Nýtt gosop opnaðist á gossvæðinu við Fagradalsfjall á þriðja tímanum í dag. Opið er lítið og opnaðist á milli gíganna sem fyrir eru, á skilgreindu hættusvæði. 17. apríl 2021 15:52 Vísbendingar um kvikufærslu til suðurs Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að verulega hafi dregið úr virkni í nyrsta gígnum á Reykjanesskaga en að sama skapi hafi virkni aukist í þeim syðstu. Kvikufærsla til suðurs gæti þýtt að um sé að ræða aðlögun að hæðarmismun í landinu því syðri gígarnir standi lægra. 14. apríl 2021 16:46 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Mánaðargamalt gos sem hegðar sér á óvenjulegan hátt Mánuður er í dag liðinn frá því að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst. Gosið virðist haga sér á óvenjulegan máta þar sem hraunrennsli síðustu tíu daga hefur verið meira en fyrstu tíu daga gossins. Flest gos hegða sér á hinn veginn, að það dregur úr með tíma. 19. apríl 2021 12:20
Nýtt gosop opnaðist í gígjaðrinum Nýtt gosop opnaðist á gossvæðinu við Fagradalsfjall á þriðja tímanum í dag. Opið er lítið og opnaðist á milli gíganna sem fyrir eru, á skilgreindu hættusvæði. 17. apríl 2021 15:52
Vísbendingar um kvikufærslu til suðurs Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að verulega hafi dregið úr virkni í nyrsta gígnum á Reykjanesskaga en að sama skapi hafi virkni aukist í þeim syðstu. Kvikufærsla til suðurs gæti þýtt að um sé að ræða aðlögun að hæðarmismun í landinu því syðri gígarnir standi lægra. 14. apríl 2021 16:46