Þá fjöllum við um niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu á fylgi flokka á Alþingi í fréttatímanum og ásakanir Tékka í garð rússneskra útsendara, þeirra sömu og grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og Yuliu, dóttur hans, árið 2018.
Alvarleg staða er uppi á hjúkrunarheimilum landsins vegna launahækkana og styttingu vinnuvikunnar, að mati framkvæmdastjóra Sóltúns.
Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.