Óttast að De Bruyne gæti misst af undanúrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2021 16:30 Kevin De Bruyne meiddist gegn Chelsea um helgina. Getty/Victoria Haydn Það kemur í ljós síðar í dag hversu alvarleg meiðsli Kevin De Bruyne eru en menn eru svartsýnir hjá Manchester City. Talið er að belgíski miðjumaðurinn gæti misst af báðum undanúrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu. De Bruyne fór meiddur af velli er Man City tapaði 1-0 fyrir Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins á laugardaginn. Hann festi hægri ökkla sinn í grasinu á Wembley og stökkbólgnaði ökklinn upp í kjölfarið. Ljóst er að Belginn verður ekki með City gegn Aston Villa á miðvikudaginn og þá missir hann af úrslitum enska deildarbikarsins sem fara fram næstu helgi er City mætir Tottenham Hotspur. Ef meiðslin eru jafn slæm og er talið þá er ljóst að De Bruyne verður hvergi sjáanlegur er Manchester City mætir París Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. City heldur í vonina um að miðjumaðurinn öflugi verði aðeins frá í sjö til tíu daga en ef liðbönd á ökkla eru sködduð er talið að hann gæti verið frá í allt að sex vikur. Latest on Kevin De Bruyne's ankle injury here from @TelegraphDuckerhttps://t.co/ahZOZM14au pic.twitter.com/LK561epfOb— Telegraph Football (@TeleFootball) April 18, 2021 De Bruyne var frá vegna meiðsla á læri í alls fjórar vikur frá miðjum janúar til miðs febrúar á þessu ári og þó City hafi gengið vel á þeim tíma er ljóst að Pep Guardiola myndi alltaf vilja að Belginn færi leikfær fyrir stórleikina sem framundan eru. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ziyech hetjan er Chelsea tryggði sér sæti í úrslitum bikarsins Chelsea vann 1-0 sigur á Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins í knattspyrnu þökk sé marki Hakim Ziyech í síðari hálfleik. Draumur Manchester City um að vinna fernuna er þar með úr sögunni. 17. apríl 2021 18:30 Við vildum vera hugrakkir Thomas Tuchel hrósað liði sínu í hástert að loknum 1-0 sigri á Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins í kvöld. 17. apríl 2021 20:06 Erfitt að skora gegn liði með átta leikmenn á aftasta þriðjung Pep Guardiola taldi sína menn í Manchester City spila ágætlega í kvöld er liðið tapaði 1-0 gegn Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins í kvöld. 17. apríl 2021 22:15 Segir meiðsli De Bruyne ekki líta vel út Kevin De Bruyne fór meiddur af velli í 1-0 tapi Manchester City gegn Chelsea í gærkvöld er liðin mættust í undanúrslitum FA-bikarsins. Pep Guardiola segir meiðslin ekki líta vel út. 18. apríl 2021 08:01 Chelsea vinnur bikarinn ef marka má söguna Ef marka má þær leiktíðir sem Manchester City hefur verið slegið út úr undanúrslitum enska FA-bikarsins í knattspyrnu til þessa undir Pep Guardiola er ljóst að Chelsea verður bikarmeistari þann 15. maí næstkomandi. 18. apríl 2021 09:01 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
De Bruyne fór meiddur af velli er Man City tapaði 1-0 fyrir Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins á laugardaginn. Hann festi hægri ökkla sinn í grasinu á Wembley og stökkbólgnaði ökklinn upp í kjölfarið. Ljóst er að Belginn verður ekki með City gegn Aston Villa á miðvikudaginn og þá missir hann af úrslitum enska deildarbikarsins sem fara fram næstu helgi er City mætir Tottenham Hotspur. Ef meiðslin eru jafn slæm og er talið þá er ljóst að De Bruyne verður hvergi sjáanlegur er Manchester City mætir París Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. City heldur í vonina um að miðjumaðurinn öflugi verði aðeins frá í sjö til tíu daga en ef liðbönd á ökkla eru sködduð er talið að hann gæti verið frá í allt að sex vikur. Latest on Kevin De Bruyne's ankle injury here from @TelegraphDuckerhttps://t.co/ahZOZM14au pic.twitter.com/LK561epfOb— Telegraph Football (@TeleFootball) April 18, 2021 De Bruyne var frá vegna meiðsla á læri í alls fjórar vikur frá miðjum janúar til miðs febrúar á þessu ári og þó City hafi gengið vel á þeim tíma er ljóst að Pep Guardiola myndi alltaf vilja að Belginn færi leikfær fyrir stórleikina sem framundan eru. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ziyech hetjan er Chelsea tryggði sér sæti í úrslitum bikarsins Chelsea vann 1-0 sigur á Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins í knattspyrnu þökk sé marki Hakim Ziyech í síðari hálfleik. Draumur Manchester City um að vinna fernuna er þar með úr sögunni. 17. apríl 2021 18:30 Við vildum vera hugrakkir Thomas Tuchel hrósað liði sínu í hástert að loknum 1-0 sigri á Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins í kvöld. 17. apríl 2021 20:06 Erfitt að skora gegn liði með átta leikmenn á aftasta þriðjung Pep Guardiola taldi sína menn í Manchester City spila ágætlega í kvöld er liðið tapaði 1-0 gegn Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins í kvöld. 17. apríl 2021 22:15 Segir meiðsli De Bruyne ekki líta vel út Kevin De Bruyne fór meiddur af velli í 1-0 tapi Manchester City gegn Chelsea í gærkvöld er liðin mættust í undanúrslitum FA-bikarsins. Pep Guardiola segir meiðslin ekki líta vel út. 18. apríl 2021 08:01 Chelsea vinnur bikarinn ef marka má söguna Ef marka má þær leiktíðir sem Manchester City hefur verið slegið út úr undanúrslitum enska FA-bikarsins í knattspyrnu til þessa undir Pep Guardiola er ljóst að Chelsea verður bikarmeistari þann 15. maí næstkomandi. 18. apríl 2021 09:01 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Ziyech hetjan er Chelsea tryggði sér sæti í úrslitum bikarsins Chelsea vann 1-0 sigur á Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins í knattspyrnu þökk sé marki Hakim Ziyech í síðari hálfleik. Draumur Manchester City um að vinna fernuna er þar með úr sögunni. 17. apríl 2021 18:30
Við vildum vera hugrakkir Thomas Tuchel hrósað liði sínu í hástert að loknum 1-0 sigri á Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins í kvöld. 17. apríl 2021 20:06
Erfitt að skora gegn liði með átta leikmenn á aftasta þriðjung Pep Guardiola taldi sína menn í Manchester City spila ágætlega í kvöld er liðið tapaði 1-0 gegn Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins í kvöld. 17. apríl 2021 22:15
Segir meiðsli De Bruyne ekki líta vel út Kevin De Bruyne fór meiddur af velli í 1-0 tapi Manchester City gegn Chelsea í gærkvöld er liðin mættust í undanúrslitum FA-bikarsins. Pep Guardiola segir meiðslin ekki líta vel út. 18. apríl 2021 08:01
Chelsea vinnur bikarinn ef marka má söguna Ef marka má þær leiktíðir sem Manchester City hefur verið slegið út úr undanúrslitum enska FA-bikarsins í knattspyrnu til þessa undir Pep Guardiola er ljóst að Chelsea verður bikarmeistari þann 15. maí næstkomandi. 18. apríl 2021 09:01