Besti maður Leicester í vetur, James Maddison, og þeir Hamza Choudhury og Ayoze Perez, brutu sóttvarnareglur á sunnudagskvöld fyrir rúmri viku þegar þeir héldu partý. Samkvæmt The Sun voru um 20 manns í gleðskapnum.
Í leiknum gegn West Ham á sunnudaginn voru þeir fyrir utan hópinn en þeir hafa þó beðist afsökunar á framferði sínu. Þeir verða í hópnum sem mætir Southampton í undanúrslitum enska bikarsins á sunnudag.
„Við funduðum í vikunni og samþykktum þeirra afsökunarbeiðni,“ sagði Rodgers á blaðamannafundi fyrir leik helgarinnar.
„Þeir voru miður sín. Þeir voru ekki bara miður sín yfir sjálfum sér heldur einnig liðinu sem þeir brugðust.“
„En nú höfum við samþykkt þeirra afsökunarbeiðni og það var mjög góð orka í liðinu í dag. Ég held þetta muni sameina okkur á ný,“ bætti Rodgers við.
Brendan Rodgers reveals James Maddison, Ayoze Perez and Hamza Choudhury have apologised to their Leicester team-mates https://t.co/bHhlC1fnHD
— MailOnline Sport (@MailSport) April 16, 2021

Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.