Frumraun Sveindísar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í beinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2021 10:46 Sænskir sparkspekingar eru afar spenntir fyrir að sjá hvernig Sveindís Jane Jónsdóttir spjarar sig í sænsku úrvalsdeildinni. vísir/vilhelm Metfjöldi íslenskra leikmanna leika í sænsku úrvalsdeildinni sem hefst um helgina. Stöð 2 Sport sýnir beint frá fyrsta leik Sveindísar Jane Jónsdóttur með Kristianstad á morgun. Tíu Íslendingar leika í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Átta af tólf liðum deildarinnar eru með Íslending í sínum röðum. Tveir Íslendingar leika með Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir. Annars vegar Sif Atladóttir og hins vegar Sveindís Jane sem er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Hún leikur með Kristianstad á þessu tímabili á láni frá Wolfsburg í Þýskalandi. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting sé fyrir Sveindísi í Svíþjóð. Þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað leik í sænsku úrvalsdeildinni taldi Fotbollskanalen hana 23. besta leikmann deildarinnar. Kristianstad náði besta árangri í sögu félagsins í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti og tryggði sér þar með sæti í Meistaradeild Evrópu. Elísabet var valinn besti þjálfari sænsku deildarinnar og þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi. Hanna Marklund, sérfræðingur Fotbollskanalen, spáir Kristianstad 3. sætinu á þessu tímabili. Hún kveðst afar spennt fyrir Sveindísi. „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi nítján ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu,“ sagði Marklund um Sveindísi. Elísabet er að hefja sitt tólfta tímabil við stjórnvölinn hjá Kristianstad en enginn þjálfari í sænsku deildinni hefur verið lengur með sitt lið en hún. Sif hefur leikið með Kristianstad síðan 2011 og snýr núna aftur á völlinn eftir að misst af síðasta tímabili vegna barneigna. Ætla sér að endurheimta titilinn Glódís Perla Viggósdóttir er sömuleiðis þekkt stærð í Svíþjóð þar sem hún hefur leikið síðan 2015. Hún hefur verið í hópi bestu varnarmanna sænsku deildarinnar undanfarin ár og var tilnefnd sem varnarmaður ársins í fyrra. Glódís var í 20. sæti á lista Fotbollskanalen yfir bestu leikmenn sænsku deildarinnar. Rosengård endaði í 2. sæti á eftir Kopparbergs/Göteborg á síðasta tímabili en sættir sig ekki við neitt annað en að verða meistari í ár. Rosengård varð síðast meistari 2019. Meistarar Kopparbergs/Göteborg keppa núna undir merkjum Häcken. Hin nítján ára Diljá Ýr Zomers leikur með Häcken en hún fékk nokkuð óvænt samning hjá félaginu. Úr Árbænum til Örebro Tveir Íslendingar leika með Örebro, Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Þær þekkjast vel eftir að hafa leikið saman með Fylki tímabilin 2019 og 2020. Berglind er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku sem og Cecilía sem er á láni hjá Örebro frá Everton á Englandi. Cecilía er aðeins sautján ára og þykir einn efnilegasti markvörður Evrópu. Hallbera Gísladóttir snýr aftur í sænsku deildina eftir nokkura ára fjarveru. Skagakonan leikur með nýliðum AIK. Hún lék áður með Piteå (2012-13) og Djurgården (2017). Eins og undanfarin tvö tímabil stendur Guðrún Arnardóttir vaktina í vörn Djurgården. Liðið bjargaði sér naumlega frá falli á síðasta tímabili. Eftir það yfirgaf Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården og færði sig yfir til Arna-Bjørnar í Noregi. Hlín Eiríksdóttir þreytir frumraun sína í atvinnumennsku með Piteå sem endaði í 8. sæti á síðasta tímabili. Þá leikur Andrea Mist Pálsdóttir með Växjö sem endaði í 6. sæti í fyrra. Íslendingar í sænsku úrvalsdeildinni AIK (Hallbera Gísladóttir) Häcken (Diljá Ýr Zomers) Djurgården (Guðrún Arnardóttir) Eskilstuna United Rosengård (Glódís Perla Viggósdóttir) Hammarby Örebro (Berglind Rós Ágústsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir) Kristianstad (Sveindís Jane Jónsdóttir, Sif Atladóttir) Linköping Piteå (Hlín Eiríksdóttir) Vittsjö Vaxjö (Andrea Mist Pálsdóttir) Leikur Eskilstuna United og Kristianstad verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann hefst klukkan 13:00 á morgun. Sænski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
Tíu Íslendingar leika í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Átta af tólf liðum deildarinnar eru með Íslending í sínum röðum. Tveir Íslendingar leika með Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir. Annars vegar Sif Atladóttir og hins vegar Sveindís Jane sem er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Hún leikur með Kristianstad á þessu tímabili á láni frá Wolfsburg í Þýskalandi. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting sé fyrir Sveindísi í Svíþjóð. Þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað leik í sænsku úrvalsdeildinni taldi Fotbollskanalen hana 23. besta leikmann deildarinnar. Kristianstad náði besta árangri í sögu félagsins í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti og tryggði sér þar með sæti í Meistaradeild Evrópu. Elísabet var valinn besti þjálfari sænsku deildarinnar og þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi. Hanna Marklund, sérfræðingur Fotbollskanalen, spáir Kristianstad 3. sætinu á þessu tímabili. Hún kveðst afar spennt fyrir Sveindísi. „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi nítján ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu,“ sagði Marklund um Sveindísi. Elísabet er að hefja sitt tólfta tímabil við stjórnvölinn hjá Kristianstad en enginn þjálfari í sænsku deildinni hefur verið lengur með sitt lið en hún. Sif hefur leikið með Kristianstad síðan 2011 og snýr núna aftur á völlinn eftir að misst af síðasta tímabili vegna barneigna. Ætla sér að endurheimta titilinn Glódís Perla Viggósdóttir er sömuleiðis þekkt stærð í Svíþjóð þar sem hún hefur leikið síðan 2015. Hún hefur verið í hópi bestu varnarmanna sænsku deildarinnar undanfarin ár og var tilnefnd sem varnarmaður ársins í fyrra. Glódís var í 20. sæti á lista Fotbollskanalen yfir bestu leikmenn sænsku deildarinnar. Rosengård endaði í 2. sæti á eftir Kopparbergs/Göteborg á síðasta tímabili en sættir sig ekki við neitt annað en að verða meistari í ár. Rosengård varð síðast meistari 2019. Meistarar Kopparbergs/Göteborg keppa núna undir merkjum Häcken. Hin nítján ára Diljá Ýr Zomers leikur með Häcken en hún fékk nokkuð óvænt samning hjá félaginu. Úr Árbænum til Örebro Tveir Íslendingar leika með Örebro, Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Þær þekkjast vel eftir að hafa leikið saman með Fylki tímabilin 2019 og 2020. Berglind er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku sem og Cecilía sem er á láni hjá Örebro frá Everton á Englandi. Cecilía er aðeins sautján ára og þykir einn efnilegasti markvörður Evrópu. Hallbera Gísladóttir snýr aftur í sænsku deildina eftir nokkura ára fjarveru. Skagakonan leikur með nýliðum AIK. Hún lék áður með Piteå (2012-13) og Djurgården (2017). Eins og undanfarin tvö tímabil stendur Guðrún Arnardóttir vaktina í vörn Djurgården. Liðið bjargaði sér naumlega frá falli á síðasta tímabili. Eftir það yfirgaf Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården og færði sig yfir til Arna-Bjørnar í Noregi. Hlín Eiríksdóttir þreytir frumraun sína í atvinnumennsku með Piteå sem endaði í 8. sæti á síðasta tímabili. Þá leikur Andrea Mist Pálsdóttir með Växjö sem endaði í 6. sæti í fyrra. Íslendingar í sænsku úrvalsdeildinni AIK (Hallbera Gísladóttir) Häcken (Diljá Ýr Zomers) Djurgården (Guðrún Arnardóttir) Eskilstuna United Rosengård (Glódís Perla Viggósdóttir) Hammarby Örebro (Berglind Rós Ágústsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir) Kristianstad (Sveindís Jane Jónsdóttir, Sif Atladóttir) Linköping Piteå (Hlín Eiríksdóttir) Vittsjö Vaxjö (Andrea Mist Pálsdóttir) Leikur Eskilstuna United og Kristianstad verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann hefst klukkan 13:00 á morgun.
AIK (Hallbera Gísladóttir) Häcken (Diljá Ýr Zomers) Djurgården (Guðrún Arnardóttir) Eskilstuna United Rosengård (Glódís Perla Viggósdóttir) Hammarby Örebro (Berglind Rós Ágústsdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir) Kristianstad (Sveindís Jane Jónsdóttir, Sif Atladóttir) Linköping Piteå (Hlín Eiríksdóttir) Vittsjö Vaxjö (Andrea Mist Pálsdóttir)
Sænski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira