Ófyrirséð afleiðing Covid-19: „Við erum að verða uppiskroppa með sæði“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 08:42 Þegar kórónuveirufaraldurinn braust út voru brögð að því að salernispappír og aðrar nauðsynjar væru hamstraðar. Nú er kominn upp óvæntur, og ef til vill ófyrirséður skortur í Svíþjóð: „Við erum að verða uppiskroppa með sæði,“ segir Ann Thurin Kjellberg, yfirmaður frjósemismeðferða hjá háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Skortinn má rekja til þess að gjöfum hefur fækkað snarlega vegna kórónuveirufaraldursins en vegna hans hefur bið eftir frjósemismeðferð lengst úr sex mánuðum í 30 mánuði. „Það er streituvaldandi að geta ekki fengið fasta tímasetningu eða dagsetningu fyrir meðferð,“ segir Elin Bergsten, 28 ára stærðfræðikennari. Eiginmaður hennar framleiðir ekki sæði og nú hefur meðferð Elinar verið sett á frest vegna sæðisskortsins. Thurin Kjellberg segir skortinn á landsvísu; sæðisbirgðirnar séu uppurnar í Gautaborg og Malmö og klárist brátt í Stokkhólmi. Einkastofur komast hjá vandanum með því að kaupa sæði erlendis frá en það hefur í för með sér aukinn kostnað, sem getur numið allt að 1,5 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt Reuters má hver gjafi aðeins feðra börn sex kvenna og flestir gjafar hafa náð þessu hámarki nú þegar. Þannig stendur aðeins konum sem hafa þegar eignast börn með gjafasæði, sama sæði til boða. Margareta Kitlinski, yfirmaður frjósemismeðferða hjá háskólasjúkrahúsinu á Skáni, segir það taka um átta mánuði að samþykkja nýjan gjafa og þá ónýtast margir sæðisskammtar vegna algengra vandamála við frystingu. „Ef 50 menn hafa samband þá verða í besta falli helmingur þeirra gjafar.“ Sums staðar hafa yfirvöld auglýst eftir gjöfum á samfélagsmiðlum en Thurin Kjellberg segir sjónvarpið næsta kost til að vekja athygli á vandamálinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Frjósemi Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
„Við erum að verða uppiskroppa með sæði,“ segir Ann Thurin Kjellberg, yfirmaður frjósemismeðferða hjá háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Skortinn má rekja til þess að gjöfum hefur fækkað snarlega vegna kórónuveirufaraldursins en vegna hans hefur bið eftir frjósemismeðferð lengst úr sex mánuðum í 30 mánuði. „Það er streituvaldandi að geta ekki fengið fasta tímasetningu eða dagsetningu fyrir meðferð,“ segir Elin Bergsten, 28 ára stærðfræðikennari. Eiginmaður hennar framleiðir ekki sæði og nú hefur meðferð Elinar verið sett á frest vegna sæðisskortsins. Thurin Kjellberg segir skortinn á landsvísu; sæðisbirgðirnar séu uppurnar í Gautaborg og Malmö og klárist brátt í Stokkhólmi. Einkastofur komast hjá vandanum með því að kaupa sæði erlendis frá en það hefur í för með sér aukinn kostnað, sem getur numið allt að 1,5 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt Reuters má hver gjafi aðeins feðra börn sex kvenna og flestir gjafar hafa náð þessu hámarki nú þegar. Þannig stendur aðeins konum sem hafa þegar eignast börn með gjafasæði, sama sæði til boða. Margareta Kitlinski, yfirmaður frjósemismeðferða hjá háskólasjúkrahúsinu á Skáni, segir það taka um átta mánuði að samþykkja nýjan gjafa og þá ónýtast margir sæðisskammtar vegna algengra vandamála við frystingu. „Ef 50 menn hafa samband þá verða í besta falli helmingur þeirra gjafar.“ Sums staðar hafa yfirvöld auglýst eftir gjöfum á samfélagsmiðlum en Thurin Kjellberg segir sjónvarpið næsta kost til að vekja athygli á vandamálinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Frjósemi Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira