Borðar hafa truflað leikmenn United á heimavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2021 07:00 Ole Gunnar Solskjær fylgist með leik United gegn WBA á Old Trafford, þar sem borðar hafa truflað leikmenn liðsins. vísir/Getty Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að rauðir borðar með merki félagsins á Old Trafford hafi truflað leikmenn það mikið að nú séu borðarnir með merki félagsins orðnir svartir. Manchester United spilar við Granada á heimavelli í kvöld í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United vann fyrri leikinn 2-0 á Spáni svo eftirleikurinn ætti að vera nokkuð auðveldur. Í 32-liða og 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar unnu United góða sigra á útivelli en náðu ekki að sigra heimaleikina. Solskjær var spurður út í ástæðu þess á blaðamannafundi gærdagsins og svar hans kom nokkuð á óvart: „Þú sérð breytingu núna. Þú sérð að borðarnir í kringum völlinn eru ekki rauðir lengur. Þetta er eitthvað sem við höfum horft í,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi áður en hann útskýrði mál sitt: 🏟️ Old Trafford banners the reason for Man Utd struggles at home?Here's our 60 second round-up with @TAGHeuer ⌚️ pic.twitter.com/Ufoattf84J— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 14, 2021 „Það ætti ekki að vera einhver ástæða fyrir genginu en sumir leikmennirnir hafa sagt að þegar þú tekur snögga ákvörðun og þarft að horfa yfir öxlina hvort að liðsfélagarnir séu með þér þá er rauð treyja á rauðum bakgrunni með rauðum sætum og það var vandamál.“ Hann segir einnig að úrslitin gegn Real Sociedad hafi ekki verið alslæm eftir stórsigur í fyrri leiknum og að þeir ítölsku hefðu jafnað leikinn seint. „Svo vorum við 4-0 yfir gegn Real Sociedad og þá þarftu ekki að vinna svo 0-0 voru góð úrslit. Svo í fyrsta leiknum gegn AC Milan fengum við mark á okkur á lokamínútunni. Mér finnst við hafa spilað vel á heimavelli. Við byrjuðum illa með þremur töpum gegn Palace, Tottenham og Arsenal en höfum bætt okkur.“ Leikur Man. United og Granada er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld sem og hinir leikirnir í átta liða úrslitunum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira
Manchester United spilar við Granada á heimavelli í kvöld í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United vann fyrri leikinn 2-0 á Spáni svo eftirleikurinn ætti að vera nokkuð auðveldur. Í 32-liða og 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar unnu United góða sigra á útivelli en náðu ekki að sigra heimaleikina. Solskjær var spurður út í ástæðu þess á blaðamannafundi gærdagsins og svar hans kom nokkuð á óvart: „Þú sérð breytingu núna. Þú sérð að borðarnir í kringum völlinn eru ekki rauðir lengur. Þetta er eitthvað sem við höfum horft í,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi áður en hann útskýrði mál sitt: 🏟️ Old Trafford banners the reason for Man Utd struggles at home?Here's our 60 second round-up with @TAGHeuer ⌚️ pic.twitter.com/Ufoattf84J— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 14, 2021 „Það ætti ekki að vera einhver ástæða fyrir genginu en sumir leikmennirnir hafa sagt að þegar þú tekur snögga ákvörðun og þarft að horfa yfir öxlina hvort að liðsfélagarnir séu með þér þá er rauð treyja á rauðum bakgrunni með rauðum sætum og það var vandamál.“ Hann segir einnig að úrslitin gegn Real Sociedad hafi ekki verið alslæm eftir stórsigur í fyrri leiknum og að þeir ítölsku hefðu jafnað leikinn seint. „Svo vorum við 4-0 yfir gegn Real Sociedad og þá þarftu ekki að vinna svo 0-0 voru góð úrslit. Svo í fyrsta leiknum gegn AC Milan fengum við mark á okkur á lokamínútunni. Mér finnst við hafa spilað vel á heimavelli. Við byrjuðum illa með þremur töpum gegn Palace, Tottenham og Arsenal en höfum bætt okkur.“ Leikur Man. United og Granada er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld sem og hinir leikirnir í átta liða úrslitunum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira