Hólmfríður leiðir VG í Suðurkjördæmi Eiður Þór Árnason skrifar 12. apríl 2021 18:54 Hólmfríður tilkynnti um framboð sitt í nóvember síðastliðnum. Aðsend Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Greint er frá þessu á vef flokksins. Rafrænt forval fór fram 10. til 12. apríl og var valið í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi. Athygli vekur að þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem sóttist einnig eftir fyrsta sæti, lenti í því fjórða en hann er nú á þingi fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Verða að teljast litlar líkur á því að varaformaður þingflokksins komist aftur inn á þing miðað við skoðanakannanir síðustu missera ef niðurstaðan stendur óhögguð. Flokkurinn er í dag með einn þingmann úr Suðurkjördæmi. Þá tókst Róberti Marshall, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, ekki að koma sér í efstu fimm sætin en hann hafði sömuleiðis sóst eftir því að leiða listann í Suðurkjördæmi. Hólmfríður tekur við sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem sóttist ekki eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi: 1. sæti Hólmfríður Árnadóttir með 165 atkvæði 2. sæti Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæði í 1.- 2. sæti 3. sæti Sigrún Birna Steinarsdóttir með 210 atkvæði í 1.- 3. sæti 4. sæti Kolbeinn Óttarsson Proppé með 176 atkvæði 1.- 4. sæti 5. sæti Helga Tryggvadóttir með 264 atkvæði 1. – 5. sæti Átta voru í framboði, á kjörskrá voru 671 og atkvæði greiddu 456. Kosningaþátttaka var því 68 prósent. Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru enginn. Kjörstjórn leggur fram lista með 20 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar. Leggur áherslu á jafnrétti, jöfnuð og fjölmenningu Hólmfríður hefur verið virk í starfi flokksins undanfarin ár og er formaður svæðisfélags Vinstri grænna á Suðurnesjum. „Í gegnum störf mín í stjórnmálum tel ég skipta miklu máli að áherslur VG fái stóraukið vægi í því fjölbreytta, gjöfula umhverfi og náttúru sem Suðurlandið er. Þá skiptir miklu að íbúi af fjölmennasta og fjölbreyttasta svæði kjördæmisins leiði listann með jafnrétti, jöfnuð, lýðræði, sjálfbærni, fjölmenningu og réttlæti að leiðarljósi,“ sagði Hólmfríður í Facebook-færslu þegar hún tilkynnti framboð sitt í nóvember. Þá sagðist hún ætla að leggja áherslu á velferð barna og fjölskyldna. „Hér á Suðurnesjum þurfum við að leggja ríka áherslu á að efla heilbrigðisþjónustu við íbúa. Þá þarf einnig að horfa til fjölbreyttari atvinnumöguleika og samfélags þar sem vel er stutt við fjölmenningu og menntun í öllu kjördæminu með umhverfi, mannlíf og verndun náttúrunnar efst í huga.“ Alþingiskosningar verða haldnar þann 25. september næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hólmfríður sækist eftir þingsæti Ara Trausta Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þannig hyggst Hólmfríður sækjast eftir sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. 28. nóvember 2020 14:16 Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega. 8. apríl 2021 09:56 Í leyfi frá störfum fyrir ríkisstjórnina vegna framboðs fyrir VG Róbert Marshall er kominn í launalaust leyfi frá störfum sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna framboðs hans í forvali Vinstri grænna í suðurkjördæmi. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins þar. 9. mars 2021 11:00 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Greint er frá þessu á vef flokksins. Rafrænt forval fór fram 10. til 12. apríl og var valið í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi. Athygli vekur að þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem sóttist einnig eftir fyrsta sæti, lenti í því fjórða en hann er nú á þingi fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Verða að teljast litlar líkur á því að varaformaður þingflokksins komist aftur inn á þing miðað við skoðanakannanir síðustu missera ef niðurstaðan stendur óhögguð. Flokkurinn er í dag með einn þingmann úr Suðurkjördæmi. Þá tókst Róberti Marshall, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, ekki að koma sér í efstu fimm sætin en hann hafði sömuleiðis sóst eftir því að leiða listann í Suðurkjördæmi. Hólmfríður tekur við sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem sóttist ekki eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi: 1. sæti Hólmfríður Árnadóttir með 165 atkvæði 2. sæti Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæði í 1.- 2. sæti 3. sæti Sigrún Birna Steinarsdóttir með 210 atkvæði í 1.- 3. sæti 4. sæti Kolbeinn Óttarsson Proppé með 176 atkvæði 1.- 4. sæti 5. sæti Helga Tryggvadóttir með 264 atkvæði 1. – 5. sæti Átta voru í framboði, á kjörskrá voru 671 og atkvæði greiddu 456. Kosningaþátttaka var því 68 prósent. Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru enginn. Kjörstjórn leggur fram lista með 20 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar. Leggur áherslu á jafnrétti, jöfnuð og fjölmenningu Hólmfríður hefur verið virk í starfi flokksins undanfarin ár og er formaður svæðisfélags Vinstri grænna á Suðurnesjum. „Í gegnum störf mín í stjórnmálum tel ég skipta miklu máli að áherslur VG fái stóraukið vægi í því fjölbreytta, gjöfula umhverfi og náttúru sem Suðurlandið er. Þá skiptir miklu að íbúi af fjölmennasta og fjölbreyttasta svæði kjördæmisins leiði listann með jafnrétti, jöfnuð, lýðræði, sjálfbærni, fjölmenningu og réttlæti að leiðarljósi,“ sagði Hólmfríður í Facebook-færslu þegar hún tilkynnti framboð sitt í nóvember. Þá sagðist hún ætla að leggja áherslu á velferð barna og fjölskyldna. „Hér á Suðurnesjum þurfum við að leggja ríka áherslu á að efla heilbrigðisþjónustu við íbúa. Þá þarf einnig að horfa til fjölbreyttari atvinnumöguleika og samfélags þar sem vel er stutt við fjölmenningu og menntun í öllu kjördæminu með umhverfi, mannlíf og verndun náttúrunnar efst í huga.“ Alþingiskosningar verða haldnar þann 25. september næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hólmfríður sækist eftir þingsæti Ara Trausta Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þannig hyggst Hólmfríður sækjast eftir sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. 28. nóvember 2020 14:16 Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega. 8. apríl 2021 09:56 Í leyfi frá störfum fyrir ríkisstjórnina vegna framboðs fyrir VG Róbert Marshall er kominn í launalaust leyfi frá störfum sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna framboðs hans í forvali Vinstri grænna í suðurkjördæmi. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins þar. 9. mars 2021 11:00 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Hólmfríður sækist eftir þingsæti Ara Trausta Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þannig hyggst Hólmfríður sækjast eftir sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. 28. nóvember 2020 14:16
Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega. 8. apríl 2021 09:56
Í leyfi frá störfum fyrir ríkisstjórnina vegna framboðs fyrir VG Róbert Marshall er kominn í launalaust leyfi frá störfum sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna framboðs hans í forvali Vinstri grænna í suðurkjördæmi. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins þar. 9. mars 2021 11:00
Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05