Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu Snorri Másson skrifar 12. apríl 2021 17:37 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Jónsson María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði forstjóri Hrafnistuheimilanna, María Fjóla Harðardóttir, að það stefndi í að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu vegna ástandsins. Þar hefur 40 verið sagt upp. María kvaðst ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili væru í sömu sporum. „Við reiknum með að hún muni hafa samband við okkur með þetta. Það erum við sem höfum samið um þessa þjónustu og þau hafa skuldbundið sig til að veita hana. Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að ræða,“ segir María hjá Sjúkratryggingum Íslands. María segir að fjármagnið sem hjúkrunarheimili fái sé ákvarðað í fjárlögum. Sjúkratryggingum hafi ekki borist erindi frá Hrafnistu vegna ástandsins núna, að því er María best veit. „Það liggur fyrir að það var lögð hagræðingarkrafa á þessa þjónustu eins og eiginlega alla aðra heilbrigðisþjónustu á þessu ári um líklega hálft prósent og hugsanlega er verið að vísa til þess þarna. Við verðum auðvitað að kalla eftir samtali við þau um það hvernig þau eru að breyta þjónustunni og hvort það er í þeim mæli að það hafi áhrif á þjónustu sem við höfum samið um. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir verðum við bara að grípa til viðeigandi ráðstafana og þá væntanlega í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Forstjóri Hrafnistuheimilanna sagði í viðtalinu í morgun að kjarasamningsbundnar launahækkanir hafi leitt til þess að 300-400 milljónir vanti inn í rekstur heimilanna árið 2021. Eldri borgarar Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun sagði forstjóri Hrafnistuheimilanna, María Fjóla Harðardóttir, að það stefndi í að Hrafnista þurfi að draga úr þjónustu vegna ástandsins. Þar hefur 40 verið sagt upp. María kvaðst ímynda sér að fleiri hjúkrunarheimili væru í sömu sporum. „Við reiknum með að hún muni hafa samband við okkur með þetta. Það erum við sem höfum samið um þessa þjónustu og þau hafa skuldbundið sig til að veita hana. Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að ræða,“ segir María hjá Sjúkratryggingum Íslands. María segir að fjármagnið sem hjúkrunarheimili fái sé ákvarðað í fjárlögum. Sjúkratryggingum hafi ekki borist erindi frá Hrafnistu vegna ástandsins núna, að því er María best veit. „Það liggur fyrir að það var lögð hagræðingarkrafa á þessa þjónustu eins og eiginlega alla aðra heilbrigðisþjónustu á þessu ári um líklega hálft prósent og hugsanlega er verið að vísa til þess þarna. Við verðum auðvitað að kalla eftir samtali við þau um það hvernig þau eru að breyta þjónustunni og hvort það er í þeim mæli að það hafi áhrif á þjónustu sem við höfum samið um. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir verðum við bara að grípa til viðeigandi ráðstafana og þá væntanlega í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Forstjóri Hrafnistuheimilanna sagði í viðtalinu í morgun að kjarasamningsbundnar launahækkanir hafi leitt til þess að 300-400 milljónir vanti inn í rekstur heimilanna árið 2021.
Eldri borgarar Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37
Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04