Þessi 25 ára gamli miðjumaður spilaði sinn fyrsta leik í nítján mánuði í 1-1 jafneflinu gegn Crystal Palace á dögunum.
Þá kom Gbamin inn á í tólf mínútur en nú er útlitið hins vegar þannig að ólíklegt er að hann spili meira á leiktíðinni.
The Athletic greinir frá því að Gbamin hafi meiðst á æfingu Everton og það muni halda honum frá fótboltavellinum út leiktíðina.
Ekki er nánar farið í hvernig hann meiddist en sögusagnir segja að meiðslin séu ekki á hásin eða læri þar sem hann hefur áður glímt við meiðsli.
Gbamin kom til Everton frá Mainz árið 2019 en hann hefur einungis leikið tvo leiki áður en hann meiddist alvarlega.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Jean-Philippe Gbamin 'suffers freak injury in Everton training and will not play again THIS SEASON' https://t.co/BiSYKDnbFA
— MailOnline Sport (@MailSport) April 12, 2021