Chelsea hefur verið nefnt til sögunnar en enska úrvalsdeildin er talið vera líklegur áfangastaður hjá Aguero á næstu leiktíð.
Marcelo Bielsa er sagður vilja fá Aguero til nýliða Leeds en Leeds er sagður vilja losa sig við Rodrigo sem hefur ekki slegið í gegn hjá Leeds.
Bielsa er sagður vera mikill aðdáandi Aguero og hann er talinn efstur á óskalista Bielsa fyrir næstu leiktíð en Leeds vann einmitt 2-1 sigur á Man. City í gær.
Myndi Aguero skipta til Leeds gæti hann áfram búið í Manchester og samkvæmt 90min vefsíðunni gæti plön og ástríðufullir stuðningsmenn lokkað Aguero til félagsins.
Leeds ‘enter Sergio Aguero transfer race and hope fans can help club land him' https://t.co/l2qrebiU3W
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) April 10, 2021