RAX Augnablik: „Við verðum að sækja þá strax“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. apríl 2021 07:00 Ísjakarnir við Grænlands eru margir gríðarlega stórir og mikilfenglegir. RAX „Þetta er náttúrulega ekki til eftirbreytni,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson um ljósmyndir sem hann tók af tveimur mönnum á ísjaka við Grænland. RAX hafði siglt þangað á skútu frá Húsavík ásamt vinahóp sínum og voru þeir viku á leiðinni. Þegar RAX var einn daginn á gúmmíbát að mynda ísjaka ásamt Heiðari og Hans vinum sínum, þá sáu þeir stóran fallegan jaka með stóru gati á. „Það er bara einn tíundi hluti upp úr. Við siglum fram hjá honum og ég mynda jakann og segi: „Það vantar einhver hlutföll til að sjá hvað hann er stór.“ Þeir segja þá báðir, Heiðar og Hans, við skulum standa í gatinu,“ segir RAX um það hvernig þessi hugmynd kviknaði. Ein myndanna sem hann tók er í miklu uppáhaldi og sagði hann söguna á bak við hana í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. „Þetta eru alvöru töffarar, Hans stekkur með fallhlíf og gerir alls konar ævintýri og Heiðar klífur og skíðar fjöll sem maður þorir ekki einu sinni að horfa á. Þannig að það var ekkert við þá tjónkandi. Við siglum á bak við jakann og þeir fara á land og ganga upp í gatið.“ RAX sigldi frá og náði myndum af þeim félögum í gatinu sem sýndi hvað ísjakinn var stór. Myndi honum hvolfa færu þeir örugglega niður á 150 metra dýpi segir RAX. „Ég tók bara nokkrar myndir og það eiginlega bara þyrmdi yfir mann, þetta er hættulegt, við verðum að sækja þá strax, við getum þetta ekki.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og þar má sjá allar myndirnar sem RAX tók í þessari ævintýraferð. RAX Augnablik eru örþættir og Á borgarísjaka er rúmar fjórar mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Á borgarísjaka Ragnar Axelsson hefur ferðast oft til Grænlands á ferlinum og skrásett lífið þar. Hann hefur sagt frá nokkrum af þeim ævintýrum í fyrri þáttum af RAX Augnablik og má sjá brot af þeim hér fyrir neðan. RAX heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti, meðal annars manninum sem kallaður var kóngurinn í Thule. Árið 1997 ferðaðist hann um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. Á Grænlandi myndaði hann meðal annars Hale-Bopp halastjörnuna frægu. RAX var svo að mynda í litlu þorpi ásamt vini sínum þegar þeir komust í hann krappan um miðja nótt og skotið var á þá. Í síðasta mánuði sagði RAX frá einstökum veiðimanni á Grænlandi að nafni Ole. Hann saumaði skó á sárfætta veiðihundana áður en þeir fóru út á hafísinn. Ole notaði uppblásna selsbelgi við veiðar á hvölum, selum og fleiru. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Grænland RAX Ljósmyndun Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Tomas er farinn heim“ „Færeyjar eru alltaf sjarmerandi, það er einn af mínum uppáhalds stöðum og þar er eitthvert besta fólk í heiminum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 31. mars 2021 06:01 RAX Augnablik: „Ég hef aldrei séð hákarl rjúka svona hratt í burtu“ „Sprengingin þegar eyjan sprakk heyrðist í þrjú þúsund kílómetra fjarlægð og hljóðbylgjan fór sjö hringi í kringum jörðina,“ segir Ragnar Axelsson um Krakatá eyjan sprakk upp 27. ágúst árið 1883. 4. apríl 2021 07:01 RAX Augnablik: „Það er ekki auðvelt að reyna við þessar“ Í vinnuferð í Færeyjum árið 1988 kynntist Ragnar Axelsson manni að nafni Tomas. Ljósmyndarinn segir að Færeyjar séu einn af sínum uppáhalds stöðum og að þar sé besta fólk í heiminum. 28. mars 2021 07:01 RAX Augnablik: Forvitnin varð þeirra banabiti „Ég þekkti engan og var svona að kynnast mönnum og finna út hverja væri best að tala við. Ole var vinalegur og við urðum ágætis vinir. Hann var mjög góður maður,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson um Ole Nyelsen. 21. mars 2021 07:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
RAX hafði siglt þangað á skútu frá Húsavík ásamt vinahóp sínum og voru þeir viku á leiðinni. Þegar RAX var einn daginn á gúmmíbát að mynda ísjaka ásamt Heiðari og Hans vinum sínum, þá sáu þeir stóran fallegan jaka með stóru gati á. „Það er bara einn tíundi hluti upp úr. Við siglum fram hjá honum og ég mynda jakann og segi: „Það vantar einhver hlutföll til að sjá hvað hann er stór.“ Þeir segja þá báðir, Heiðar og Hans, við skulum standa í gatinu,“ segir RAX um það hvernig þessi hugmynd kviknaði. Ein myndanna sem hann tók er í miklu uppáhaldi og sagði hann söguna á bak við hana í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. „Þetta eru alvöru töffarar, Hans stekkur með fallhlíf og gerir alls konar ævintýri og Heiðar klífur og skíðar fjöll sem maður þorir ekki einu sinni að horfa á. Þannig að það var ekkert við þá tjónkandi. Við siglum á bak við jakann og þeir fara á land og ganga upp í gatið.“ RAX sigldi frá og náði myndum af þeim félögum í gatinu sem sýndi hvað ísjakinn var stór. Myndi honum hvolfa færu þeir örugglega niður á 150 metra dýpi segir RAX. „Ég tók bara nokkrar myndir og það eiginlega bara þyrmdi yfir mann, þetta er hættulegt, við verðum að sækja þá strax, við getum þetta ekki.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og þar má sjá allar myndirnar sem RAX tók í þessari ævintýraferð. RAX Augnablik eru örþættir og Á borgarísjaka er rúmar fjórar mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Á borgarísjaka Ragnar Axelsson hefur ferðast oft til Grænlands á ferlinum og skrásett lífið þar. Hann hefur sagt frá nokkrum af þeim ævintýrum í fyrri þáttum af RAX Augnablik og má sjá brot af þeim hér fyrir neðan. RAX heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti, meðal annars manninum sem kallaður var kóngurinn í Thule. Árið 1997 ferðaðist hann um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. Á Grænlandi myndaði hann meðal annars Hale-Bopp halastjörnuna frægu. RAX var svo að mynda í litlu þorpi ásamt vini sínum þegar þeir komust í hann krappan um miðja nótt og skotið var á þá. Í síðasta mánuði sagði RAX frá einstökum veiðimanni á Grænlandi að nafni Ole. Hann saumaði skó á sárfætta veiðihundana áður en þeir fóru út á hafísinn. Ole notaði uppblásna selsbelgi við veiðar á hvölum, selum og fleiru. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Grænland RAX Ljósmyndun Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Tomas er farinn heim“ „Færeyjar eru alltaf sjarmerandi, það er einn af mínum uppáhalds stöðum og þar er eitthvert besta fólk í heiminum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 31. mars 2021 06:01 RAX Augnablik: „Ég hef aldrei séð hákarl rjúka svona hratt í burtu“ „Sprengingin þegar eyjan sprakk heyrðist í þrjú þúsund kílómetra fjarlægð og hljóðbylgjan fór sjö hringi í kringum jörðina,“ segir Ragnar Axelsson um Krakatá eyjan sprakk upp 27. ágúst árið 1883. 4. apríl 2021 07:01 RAX Augnablik: „Það er ekki auðvelt að reyna við þessar“ Í vinnuferð í Færeyjum árið 1988 kynntist Ragnar Axelsson manni að nafni Tomas. Ljósmyndarinn segir að Færeyjar séu einn af sínum uppáhalds stöðum og að þar sé besta fólk í heiminum. 28. mars 2021 07:01 RAX Augnablik: Forvitnin varð þeirra banabiti „Ég þekkti engan og var svona að kynnast mönnum og finna út hverja væri best að tala við. Ole var vinalegur og við urðum ágætis vinir. Hann var mjög góður maður,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson um Ole Nyelsen. 21. mars 2021 07:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
RAX Augnablik: „Tomas er farinn heim“ „Færeyjar eru alltaf sjarmerandi, það er einn af mínum uppáhalds stöðum og þar er eitthvert besta fólk í heiminum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 31. mars 2021 06:01
RAX Augnablik: „Ég hef aldrei séð hákarl rjúka svona hratt í burtu“ „Sprengingin þegar eyjan sprakk heyrðist í þrjú þúsund kílómetra fjarlægð og hljóðbylgjan fór sjö hringi í kringum jörðina,“ segir Ragnar Axelsson um Krakatá eyjan sprakk upp 27. ágúst árið 1883. 4. apríl 2021 07:01
RAX Augnablik: „Það er ekki auðvelt að reyna við þessar“ Í vinnuferð í Færeyjum árið 1988 kynntist Ragnar Axelsson manni að nafni Tomas. Ljósmyndarinn segir að Færeyjar séu einn af sínum uppáhalds stöðum og að þar sé besta fólk í heiminum. 28. mars 2021 07:01
RAX Augnablik: Forvitnin varð þeirra banabiti „Ég þekkti engan og var svona að kynnast mönnum og finna út hverja væri best að tala við. Ole var vinalegur og við urðum ágætis vinir. Hann var mjög góður maður,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson um Ole Nyelsen. 21. mars 2021 07:01