„Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2021 21:42 Fjöldi fólks hefur minnst George Floyd á staðnum þar sem hann var myrtur. Vísir/Getty Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. Lindsey Thomas réttarmeinafræðingur bar vitni fyrir dómi í dag sem sérfræðingur og sagði hún að köfnun hafi verið dánarorsök Floyds. Thomas hefur starfað sem réttarmeinafræðingur í tugi ára og hefur framkvæmt meira en fimm þúsund krufningar á starfsferli sínum. Thomas fór yfir gögnin úr krufningu Floyds og þrátt fyrir að þar sé hvergi minnst á köfnun sagði hún það vera líklegustu dánarorsök Floyds. „Þetta er ekki skyndilegur dauði vegna hjartaáfalls. Í þessu tilfelli hættu bæði lungun og hjartað að virka,“ sagði Thomas. „Aðgerðir lögreglumanna leiddu til dauða Floyds,“ sagði Thomas. Myndskeið, sem fór eins og eldur um sinu á veraldarvefnum í fyrra vor, sýnir lögregluþjóninn Chauvin krjúpa á hálsi Floyds. Floyd heyrist ítrekað kalla að hann geti ekki andað á myndskeiðinu. Chauvin kraup á hálsi Floyds í meira en níu mínútur og ber hann því stöðu sakbornings í málinu. Auk Thomas var Andrew Michael Baker, réttarmeinafræðingurinn sem framkvæmdi krufninguna á Floyd, kallaður í vitnastúku í dag. Sagði hann að aðgerðir lögreglumanna hafi valdið dauða Floyds en að undirliggjandi hjartasjúkdómar og fíkniefnanotkun hafi spilað hlutverk í dauða hans. Thomas einblíndi þó meira á aðgerðir lögreglumanna í máli sínu og sagði hún að Floyd hafi ekki getað tekið inn súrefni vegna þess að þrír lögreglumenn hafi verið ofan á honum, hann hafi verið í handjárnum og í slæmri líkamsstöðu með hné á hálsi sínum. „Það þýðir að aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds,“ sagði Thomas. Hún sagðist geta með vissu sagt að fíkniefnanotkun, hjartasjúkdómar og lungnasjúkdómar hafi ekki valdið dauða Floyds. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53 „Hefði átt að hætta um leið og Floyd hætti að berjast á móti“ Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði í vitnastúku í dag að Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd, hafi brotið reglur lögreglunnar um valdbeitingu við handtökuna á Floyd. 5. apríl 2021 23:30 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Lindsey Thomas réttarmeinafræðingur bar vitni fyrir dómi í dag sem sérfræðingur og sagði hún að köfnun hafi verið dánarorsök Floyds. Thomas hefur starfað sem réttarmeinafræðingur í tugi ára og hefur framkvæmt meira en fimm þúsund krufningar á starfsferli sínum. Thomas fór yfir gögnin úr krufningu Floyds og þrátt fyrir að þar sé hvergi minnst á köfnun sagði hún það vera líklegustu dánarorsök Floyds. „Þetta er ekki skyndilegur dauði vegna hjartaáfalls. Í þessu tilfelli hættu bæði lungun og hjartað að virka,“ sagði Thomas. „Aðgerðir lögreglumanna leiddu til dauða Floyds,“ sagði Thomas. Myndskeið, sem fór eins og eldur um sinu á veraldarvefnum í fyrra vor, sýnir lögregluþjóninn Chauvin krjúpa á hálsi Floyds. Floyd heyrist ítrekað kalla að hann geti ekki andað á myndskeiðinu. Chauvin kraup á hálsi Floyds í meira en níu mínútur og ber hann því stöðu sakbornings í málinu. Auk Thomas var Andrew Michael Baker, réttarmeinafræðingurinn sem framkvæmdi krufninguna á Floyd, kallaður í vitnastúku í dag. Sagði hann að aðgerðir lögreglumanna hafi valdið dauða Floyds en að undirliggjandi hjartasjúkdómar og fíkniefnanotkun hafi spilað hlutverk í dauða hans. Thomas einblíndi þó meira á aðgerðir lögreglumanna í máli sínu og sagði hún að Floyd hafi ekki getað tekið inn súrefni vegna þess að þrír lögreglumenn hafi verið ofan á honum, hann hafi verið í handjárnum og í slæmri líkamsstöðu með hné á hálsi sínum. „Það þýðir að aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds,“ sagði Thomas. Hún sagðist geta með vissu sagt að fíkniefnanotkun, hjartasjúkdómar og lungnasjúkdómar hafi ekki valdið dauða Floyds.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53 „Hefði átt að hætta um leið og Floyd hætti að berjast á móti“ Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði í vitnastúku í dag að Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd, hafi brotið reglur lögreglunnar um valdbeitingu við handtökuna á Floyd. 5. apríl 2021 23:30 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53
„Hefði átt að hætta um leið og Floyd hætti að berjast á móti“ Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði í vitnastúku í dag að Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd, hafi brotið reglur lögreglunnar um valdbeitingu við handtökuna á Floyd. 5. apríl 2021 23:30
Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42