„Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2021 21:42 Fjöldi fólks hefur minnst George Floyd á staðnum þar sem hann var myrtur. Vísir/Getty Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. Lindsey Thomas réttarmeinafræðingur bar vitni fyrir dómi í dag sem sérfræðingur og sagði hún að köfnun hafi verið dánarorsök Floyds. Thomas hefur starfað sem réttarmeinafræðingur í tugi ára og hefur framkvæmt meira en fimm þúsund krufningar á starfsferli sínum. Thomas fór yfir gögnin úr krufningu Floyds og þrátt fyrir að þar sé hvergi minnst á köfnun sagði hún það vera líklegustu dánarorsök Floyds. „Þetta er ekki skyndilegur dauði vegna hjartaáfalls. Í þessu tilfelli hættu bæði lungun og hjartað að virka,“ sagði Thomas. „Aðgerðir lögreglumanna leiddu til dauða Floyds,“ sagði Thomas. Myndskeið, sem fór eins og eldur um sinu á veraldarvefnum í fyrra vor, sýnir lögregluþjóninn Chauvin krjúpa á hálsi Floyds. Floyd heyrist ítrekað kalla að hann geti ekki andað á myndskeiðinu. Chauvin kraup á hálsi Floyds í meira en níu mínútur og ber hann því stöðu sakbornings í málinu. Auk Thomas var Andrew Michael Baker, réttarmeinafræðingurinn sem framkvæmdi krufninguna á Floyd, kallaður í vitnastúku í dag. Sagði hann að aðgerðir lögreglumanna hafi valdið dauða Floyds en að undirliggjandi hjartasjúkdómar og fíkniefnanotkun hafi spilað hlutverk í dauða hans. Thomas einblíndi þó meira á aðgerðir lögreglumanna í máli sínu og sagði hún að Floyd hafi ekki getað tekið inn súrefni vegna þess að þrír lögreglumenn hafi verið ofan á honum, hann hafi verið í handjárnum og í slæmri líkamsstöðu með hné á hálsi sínum. „Það þýðir að aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds,“ sagði Thomas. Hún sagðist geta með vissu sagt að fíkniefnanotkun, hjartasjúkdómar og lungnasjúkdómar hafi ekki valdið dauða Floyds. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53 „Hefði átt að hætta um leið og Floyd hætti að berjast á móti“ Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði í vitnastúku í dag að Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd, hafi brotið reglur lögreglunnar um valdbeitingu við handtökuna á Floyd. 5. apríl 2021 23:30 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Lindsey Thomas réttarmeinafræðingur bar vitni fyrir dómi í dag sem sérfræðingur og sagði hún að köfnun hafi verið dánarorsök Floyds. Thomas hefur starfað sem réttarmeinafræðingur í tugi ára og hefur framkvæmt meira en fimm þúsund krufningar á starfsferli sínum. Thomas fór yfir gögnin úr krufningu Floyds og þrátt fyrir að þar sé hvergi minnst á köfnun sagði hún það vera líklegustu dánarorsök Floyds. „Þetta er ekki skyndilegur dauði vegna hjartaáfalls. Í þessu tilfelli hættu bæði lungun og hjartað að virka,“ sagði Thomas. „Aðgerðir lögreglumanna leiddu til dauða Floyds,“ sagði Thomas. Myndskeið, sem fór eins og eldur um sinu á veraldarvefnum í fyrra vor, sýnir lögregluþjóninn Chauvin krjúpa á hálsi Floyds. Floyd heyrist ítrekað kalla að hann geti ekki andað á myndskeiðinu. Chauvin kraup á hálsi Floyds í meira en níu mínútur og ber hann því stöðu sakbornings í málinu. Auk Thomas var Andrew Michael Baker, réttarmeinafræðingurinn sem framkvæmdi krufninguna á Floyd, kallaður í vitnastúku í dag. Sagði hann að aðgerðir lögreglumanna hafi valdið dauða Floyds en að undirliggjandi hjartasjúkdómar og fíkniefnanotkun hafi spilað hlutverk í dauða hans. Thomas einblíndi þó meira á aðgerðir lögreglumanna í máli sínu og sagði hún að Floyd hafi ekki getað tekið inn súrefni vegna þess að þrír lögreglumenn hafi verið ofan á honum, hann hafi verið í handjárnum og í slæmri líkamsstöðu með hné á hálsi sínum. „Það þýðir að aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds,“ sagði Thomas. Hún sagðist geta með vissu sagt að fíkniefnanotkun, hjartasjúkdómar og lungnasjúkdómar hafi ekki valdið dauða Floyds.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53 „Hefði átt að hætta um leið og Floyd hætti að berjast á móti“ Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði í vitnastúku í dag að Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd, hafi brotið reglur lögreglunnar um valdbeitingu við handtökuna á Floyd. 5. apríl 2021 23:30 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53
„Hefði átt að hætta um leið og Floyd hætti að berjast á móti“ Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði í vitnastúku í dag að Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd, hafi brotið reglur lögreglunnar um valdbeitingu við handtökuna á Floyd. 5. apríl 2021 23:30
Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42