Það var vítaspyrnudrama í Tékklandi en heimakonur komust yfir þegar Katerina Svitkova – samherji Dagnýju Brynjarsdóttur hjá West Ham United – skoraði úr vítaspyrnu á 49. mínútu. Það var komið á lokamínútu leiksins þegar gestirnir fengu vítaspyrnu.
Ana-Maria Crnogorcevic – leikmaður Barcelona – fór á punktinn og jafnaði metin. Lokatölur 1-1 og Sviss því í ágætis málum fyrir síðari leikinn.
Óvæntustu úrslit kvöldsins komu í Úkraínu þar sem Norður-Írland vann 2-1 útisigur. Rachel Furness kom gestunum yfir strax á fimmtu mínútu. Daryna Apanaschenko jafnaði metin fyrir Úkraínu jafnaði metin um miðbik fyrri hálfleiks og þar við sat þangað til í síðari hálfleik.
Simone Magill skoraði sigurmark leiksins þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum. Lokatölur 2-1 og Norður-Írland í frábærri stöðu.
All set up for a big second leg in #Belfast #ANewDream #GAWA pic.twitter.com/DhABwbkLMo
— Northern Ireland (@NorthernIreland) April 9, 2021
Að lokum tryggði Nelli Korovkina Rússlandi 1-0 sigur í Portúga. Síðari leikir liðanna fara fram á þriðjudag og þá kemur í ljós hvaða lið fara á EM sem fram fer sumarið 2022.