Þá segjum við frá því að aukin kraftur er í hraunflæði frá gosinu á Reykjanesi en venjulega dregur úr hraunflæði sem líður á eldgos. Lungnalæknir hvetur fólk með undirliggjandi sjúkdóma að halda sig fjarri eldgosinu vegna brennisteinsdíoxíðs mengunar.
Við sýnum líka myndir af því þegar mjaldur synti inn í Reykjavíkurhöfn í dag. Hvalasérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum.
Það og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.