Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Heilbrigðisráðherra segir skoðað þegar nær dregur mánaðamótum hvort umdeilt litakóðunarkerfi verði tekið upp á landamærunum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og heyrum líka í dómsmálaráðherra sem vill slaka á sóttvarnaaðgerðum innanlands.

Þá segjum við frá því að aukin kraftur er í hraunflæði frá gosinu á Reykjanesi en venjulega dregur úr hraunflæði sem líður á eldgos. Lungnalæknir hvetur fólk með undirliggjandi sjúkdóma að halda sig fjarri eldgosinu vegna brennisteinsdíoxíðs mengunar. 

Við sýnum líka myndir af því þegar mjaldur synti inn í Reykjavíkurhöfn í dag. Hvalasérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum.

Það og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd -:-
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið

      Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×