„Pabbi, við ætlum ekki að stoppa því mamma stoppaði aldrei“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2021 17:41 Shreeraj og Rajshree hlupu saman Royal Parks hálfmaraþonið árið 2018. Shreeraj Laturia Hinn 42 ára gamli Shreeraj Laturia, sem missti eiginkonu sína og ungbarn í bílslysi við Núpsvötn, segir að langhlaup hafi hjálpað honum mikið við að vinna úr sorginni sem fylgdi þessum mikla missi. Shreeraj og eiginkona hans Rajshree voru á ferðalagi um Ísland í desember 2018 með ellefu mánaða gömlu barni sínu og átta ára dóttur þegar slysið átti sér stað. Shreeraj, sem sat við stýri, missti stjórn á bílnum sem fór út af brúnni yfir Núpsvötnum. Fjölskyldan var ekki ein í bílnum, en þau voru á ferðalagi með bróður Shreeraj, eiginkonu hans og barni. Mágkona Shreeraj lést einnig í slysinu. Shreeraj og átta ára dóttir þeirra hjóna slösuðust alvarlega og segir hann í samtali við My London að það hafi tekið hann langan tíma að átta sig á því hvað hafi gerst. Hann hafi ítrekað spurt móður sína, sem ferðaðist til Íslands frá Indlandi, hvar Rajshree og barnið þeirra væru. „Ég spurði ítrekað hvers vegna ég var á Íslandi og, það sem skiptir meira máli, hvar barnið mitt og konan mín væru,“ segir Shreeraj í viðtali við My London. Hljóp hálfmaraþon stuttu eftir fæðingu Eftir nokkra dvöl á Landspítalanum voru Shreeraj og dóttir hans flutt á konunglega sjúkrahúsið í Lundúnum þar sem þau náðu bata. Þau hjónin höfðu, stuttu fyrir slysið, byrjað að fá áhuga á langhlaupum og hlupu þau saman Royal Parks hálfmaraþonið árið 2018. Þá voru aðeins nokkrir mánuðir liðnir frá því að Rajshree hafði fætt yngri dóttur þeirra hjóna. Shreeraj hafði sjálfur byrjað að hlaupa nokkru áður og hafði hlaupið Lundúnarmaraþonið árið 2017. Eftir fæðingu yngri dótturinnar fékk Rajshree hins vegar brennandi áhuga á langhlaupi og fóru þau hjónin að æfa saman fyrir Royal Parks hálfmaraþonið, þrátt fyrir að Rajshree væri enn að jafna sig eftir keisaraskurð. „Ég studdi hana. Það gladdi mig mikið að verja tíma með börnunum mínum á meðan konan mín var að æfa,“ segir Shreeraj. „Ég hélt á vatnsflöskunni hennar og við hlupum hlið við hlið í tvo klukkutíma og tuttugu mínútur. Það var frábær tími,“ segir Shreeraj þegar hann minnist hálfmaraþonsins sem þau hlupu saman. „Hún var svo ánægð með það að hafa náð að klára hálfmaraþonið. Vinir okkar biðu eftir okkur við markið með börnunum okkar. Ég á mjög góðar minningar frá þessum degi. Núna virðist það hafa verið fjarlægur draumur að við höfum stefnt að því að klára lengri hlaup saman. Það varð ekkert úr því,“ segir Shreeraj. „Hún hljóp fimm kílómetra án þess að stoppa“ Frá slysinu hefur Shreeraj haldið áfram að hlaupa og segir hann að langhlaupin hafi hjálpað sér í sorgarferlinu. Hlaupið sé eins konar hugleiðsla. „Það að hafa misst barnið mitt og lífsförunaut minn, í fyrstu fannst mér eins og ég hefði enga ástæðu til að lifa. Enga ástæðu til að halda áfram,“ segir Shreeraj. Shreeraj segist áhyggjufullur yfir áhrifunum sem slysið hafði á dóttur hans, sem nú er tíu ára gömul. „Þetta er erfiðara fyrir dóttur mína sem er bara lítið barn. Enginn tími er góður til að missa foreldri. En sem svona ung manneskja, að hafa misst móður á svona ofbeldisfullan hátt og svona skyndilega – þetta var mikið áfall fyrir hana,“ segir Shreeraj. Þau feðginin hafa staðið þétt saman frá slysinu, fara reglulega í göngur og gera allt það sem „pabbar og dætur gera saman,“ á meðan þau reyna að finna hugarró. Árið 2019 eftir að þau höfðu náð bata eftir slysið hlupu þau fimm kílómetra hlaup til minningar fjölskyldu sinnar sem fórst í slysinu. „Ég hljóp Royal Parks hlaupið fyrir krakkana með dóttur minni. Þegar við byrjuðum að hlaupa sagði dóttir mín: „Pabbi við ætlum ekki að stoppa einu sinni, vegna þess að mamma stoppaði aldrei.“ „Hún hljóp fimm kílómetra án þess að stoppa. Fyrir mér sýnir það að hún hefur erft staðfestu og ástríðu móður sinnar.“ Banaslys við Núpsvötn Bretland Tengdar fréttir Sky fjallar um baráttu íslenskrar lögreglu við „varasamt“ norðurljósagláp ferðamanna Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Íslandi að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum. 13. janúar 2019 18:27 Fara á spítala á Bretlandi á morgun Fólkið sem slasaðist í banaslysinu á brúnni yfir Núpsvötn er ferðafært og heldur til síns heima í Bretlandi á morgun. Þar verða þau öll lögð inn á sjúkrahús þó áverkar þeirra séu mis alvarlegir. 7. janúar 2019 14:58 Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Shreeraj og eiginkona hans Rajshree voru á ferðalagi um Ísland í desember 2018 með ellefu mánaða gömlu barni sínu og átta ára dóttur þegar slysið átti sér stað. Shreeraj, sem sat við stýri, missti stjórn á bílnum sem fór út af brúnni yfir Núpsvötnum. Fjölskyldan var ekki ein í bílnum, en þau voru á ferðalagi með bróður Shreeraj, eiginkonu hans og barni. Mágkona Shreeraj lést einnig í slysinu. Shreeraj og átta ára dóttir þeirra hjóna slösuðust alvarlega og segir hann í samtali við My London að það hafi tekið hann langan tíma að átta sig á því hvað hafi gerst. Hann hafi ítrekað spurt móður sína, sem ferðaðist til Íslands frá Indlandi, hvar Rajshree og barnið þeirra væru. „Ég spurði ítrekað hvers vegna ég var á Íslandi og, það sem skiptir meira máli, hvar barnið mitt og konan mín væru,“ segir Shreeraj í viðtali við My London. Hljóp hálfmaraþon stuttu eftir fæðingu Eftir nokkra dvöl á Landspítalanum voru Shreeraj og dóttir hans flutt á konunglega sjúkrahúsið í Lundúnum þar sem þau náðu bata. Þau hjónin höfðu, stuttu fyrir slysið, byrjað að fá áhuga á langhlaupum og hlupu þau saman Royal Parks hálfmaraþonið árið 2018. Þá voru aðeins nokkrir mánuðir liðnir frá því að Rajshree hafði fætt yngri dóttur þeirra hjóna. Shreeraj hafði sjálfur byrjað að hlaupa nokkru áður og hafði hlaupið Lundúnarmaraþonið árið 2017. Eftir fæðingu yngri dótturinnar fékk Rajshree hins vegar brennandi áhuga á langhlaupi og fóru þau hjónin að æfa saman fyrir Royal Parks hálfmaraþonið, þrátt fyrir að Rajshree væri enn að jafna sig eftir keisaraskurð. „Ég studdi hana. Það gladdi mig mikið að verja tíma með börnunum mínum á meðan konan mín var að æfa,“ segir Shreeraj. „Ég hélt á vatnsflöskunni hennar og við hlupum hlið við hlið í tvo klukkutíma og tuttugu mínútur. Það var frábær tími,“ segir Shreeraj þegar hann minnist hálfmaraþonsins sem þau hlupu saman. „Hún var svo ánægð með það að hafa náð að klára hálfmaraþonið. Vinir okkar biðu eftir okkur við markið með börnunum okkar. Ég á mjög góðar minningar frá þessum degi. Núna virðist það hafa verið fjarlægur draumur að við höfum stefnt að því að klára lengri hlaup saman. Það varð ekkert úr því,“ segir Shreeraj. „Hún hljóp fimm kílómetra án þess að stoppa“ Frá slysinu hefur Shreeraj haldið áfram að hlaupa og segir hann að langhlaupin hafi hjálpað sér í sorgarferlinu. Hlaupið sé eins konar hugleiðsla. „Það að hafa misst barnið mitt og lífsförunaut minn, í fyrstu fannst mér eins og ég hefði enga ástæðu til að lifa. Enga ástæðu til að halda áfram,“ segir Shreeraj. Shreeraj segist áhyggjufullur yfir áhrifunum sem slysið hafði á dóttur hans, sem nú er tíu ára gömul. „Þetta er erfiðara fyrir dóttur mína sem er bara lítið barn. Enginn tími er góður til að missa foreldri. En sem svona ung manneskja, að hafa misst móður á svona ofbeldisfullan hátt og svona skyndilega – þetta var mikið áfall fyrir hana,“ segir Shreeraj. Þau feðginin hafa staðið þétt saman frá slysinu, fara reglulega í göngur og gera allt það sem „pabbar og dætur gera saman,“ á meðan þau reyna að finna hugarró. Árið 2019 eftir að þau höfðu náð bata eftir slysið hlupu þau fimm kílómetra hlaup til minningar fjölskyldu sinnar sem fórst í slysinu. „Ég hljóp Royal Parks hlaupið fyrir krakkana með dóttur minni. Þegar við byrjuðum að hlaupa sagði dóttir mín: „Pabbi við ætlum ekki að stoppa einu sinni, vegna þess að mamma stoppaði aldrei.“ „Hún hljóp fimm kílómetra án þess að stoppa. Fyrir mér sýnir það að hún hefur erft staðfestu og ástríðu móður sinnar.“
Banaslys við Núpsvötn Bretland Tengdar fréttir Sky fjallar um baráttu íslenskrar lögreglu við „varasamt“ norðurljósagláp ferðamanna Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Íslandi að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum. 13. janúar 2019 18:27 Fara á spítala á Bretlandi á morgun Fólkið sem slasaðist í banaslysinu á brúnni yfir Núpsvötn er ferðafært og heldur til síns heima í Bretlandi á morgun. Þar verða þau öll lögð inn á sjúkrahús þó áverkar þeirra séu mis alvarlegir. 7. janúar 2019 14:58 Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Sky fjallar um baráttu íslenskrar lögreglu við „varasamt“ norðurljósagláp ferðamanna Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Íslandi að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum. 13. janúar 2019 18:27
Fara á spítala á Bretlandi á morgun Fólkið sem slasaðist í banaslysinu á brúnni yfir Núpsvötn er ferðafært og heldur til síns heima í Bretlandi á morgun. Þar verða þau öll lögð inn á sjúkrahús þó áverkar þeirra séu mis alvarlegir. 7. janúar 2019 14:58
Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent