Sjáðu boltastrák Ajax grýta boltanum í leikmann Roma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2021 11:00 Riccardo Calafiori í leiknum gegn Ajax á Johan Cryuff leikvanginum í Amsterdam í gær. getty/Eva Manhart Boltastrákur Ajax var ekki sáttur með tafir Riccardos Calafiori, leikmanns Roma, og grýtti boltanum í hann í leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Rómverjar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu og eru því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli í næstu viku. Roger Ibanez skoraði sigurmark Roma á 87. mínútu. Rómverjar vörðu forskotið með kjafti og klóm og reyndu hvað þeir gátu til að tefja tímann þegar tækifæri gafst. Á fjórðu mínútu uppbótartíma fékk Roma innkast á eigin vallarhelmingi. Calafiori fór sér engu óðslega þegar hann tók innkastið og vildi meðal annars skipta um bolta. Hann skokkaði að boltastráknum sem grýtti boltanum í bringuna á honum. Calafiori virtist fyrst ætla að láta sig detta en skipti svo um skoðun og skammaði boltastrákinn. Hann hafði ekkert upp úr krafsinu nema gult spjald. Þetta skemmtilega atvik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Grýtti boltanum í leikmann Roma Ajax var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé marki Davys Klaassen á 39. mínútu. Lorenzo Pellegrini jafnaði fyrir Roma á 57. mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Ibanez svo sigurmark ítalska liðsins. Calafiori kom inn á sem varamaður á 29. mínútu fyrir Leonardo Spinazzola. Calafiori, sem er átján ára, hefur leikið sex leiki og skorað eitt mark fyrir Roma á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Roma kom til baka í Hollandi á meðan Villareal vann góðan útisigur Fyrri leikir átta liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld. Roma vann góðan sigur á Ajax og Villareal vann í Króatíu. Manchester United vann Granada á Spáni en Arsenal gerði jafntefli gegn Slavia Prag á heimavelli. 8. apríl 2021 21:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Rómverjar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu og eru því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli í næstu viku. Roger Ibanez skoraði sigurmark Roma á 87. mínútu. Rómverjar vörðu forskotið með kjafti og klóm og reyndu hvað þeir gátu til að tefja tímann þegar tækifæri gafst. Á fjórðu mínútu uppbótartíma fékk Roma innkast á eigin vallarhelmingi. Calafiori fór sér engu óðslega þegar hann tók innkastið og vildi meðal annars skipta um bolta. Hann skokkaði að boltastráknum sem grýtti boltanum í bringuna á honum. Calafiori virtist fyrst ætla að láta sig detta en skipti svo um skoðun og skammaði boltastrákinn. Hann hafði ekkert upp úr krafsinu nema gult spjald. Þetta skemmtilega atvik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Grýtti boltanum í leikmann Roma Ajax var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé marki Davys Klaassen á 39. mínútu. Lorenzo Pellegrini jafnaði fyrir Roma á 57. mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Ibanez svo sigurmark ítalska liðsins. Calafiori kom inn á sem varamaður á 29. mínútu fyrir Leonardo Spinazzola. Calafiori, sem er átján ára, hefur leikið sex leiki og skorað eitt mark fyrir Roma á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Roma kom til baka í Hollandi á meðan Villareal vann góðan útisigur Fyrri leikir átta liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld. Roma vann góðan sigur á Ajax og Villareal vann í Króatíu. Manchester United vann Granada á Spáni en Arsenal gerði jafntefli gegn Slavia Prag á heimavelli. 8. apríl 2021 21:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Roma kom til baka í Hollandi á meðan Villareal vann góðan útisigur Fyrri leikir átta liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld. Roma vann góðan sigur á Ajax og Villareal vann í Króatíu. Manchester United vann Granada á Spáni en Arsenal gerði jafntefli gegn Slavia Prag á heimavelli. 8. apríl 2021 21:30