Mikilvægasti El Clasico í langan tíma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2021 10:31 Allra augu verða á Lionel Messi í kvöld. getty/Alex Caparros Barcelona heimsækir Real Madrid á Alfredo Di Stefano völlinn í kvöld. Spænsku risarnir tveir sitja í öðru og þriðja sæti La Liga og þetta gæti verið einn mikilvægasti El Clasico leikurinn í langan tíma. Titilbaráttan á Spáni hefur sjaldan verið jafn spennandi og nú. Nú þegar níu umferðir eru eftir trónir Atletico Madrid á toppnum, einu stigi fyrir ofan Barcelona. Real Madrid fylgir fast á hæla þeirra og einungis þrjú stig skilja þá frá toppnum. Það er því um margt að spila í kvöld. Sigur gefur ekki aðeins montrétt í þessum erkifjendaslag, heldur er toppsætið einnig í húfi. Barcelona eru taplausir í seinustu níu leikjum og hafa ekki tapað leik árið 2021. Með sigri ná þeir tveggja stiga forskoti á toppnum. Real Madrid jafnar granna sína í Atletico að stigum með sigri, en tyllir sér á toppinn á innbyrgðis viðureignum. Madrídingar eru einnig á góðu skriði og hafa ekki tapað í seinustu tólf leikjum, og hafa unnið fimm í röð í öllum keppnum. Tap setur stórt strik í reikninginn fyrir bæði lið í titilbaráttunni, en að lenda fimm stigum á eftir Barcelona og mögulega sex stigum á eftir Atletico Madrid gæti þýtt að brekkan sé orðin of brött fyrir lærisveina Zinedine Zidane. Atletico Madrid á leik gegn Real Betis á útivelli á morgun og þarf á sigri að halda þar ef þeir ætla ekki að missa risana fram úr sér. #ElClásico mode: pic.twitter.com/jmu9vwlD0x— Real Madrid C.F. (@realmadriden) April 9, 2021 Ramos og Coutinho á meiðslalistanum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, þarf að sætta sig við það að horfa á leikinn úr stúkunni. Ramos meiddist á kálfa á dögunum og spilar því ekki með. Dani Carvajal er einnig á meiðslalista Real og Raphael Varane greindist með veiruna á dögunum, en Eden Hazard gæti snúið aftur á bekkinn hjá Madrídingum. Efasemdir hafa verið um hvort Gerard Pique og Sergi Roberto geti spilað leikinn fyrir Barca. Heimildir herma þó að þeir ættu að vera í hóp, en Philippe Coutinho og Ansu Fati verða ekki í leikmannahóp Barcelona. Er Messi að spila sinn seinasta El Clasico? Real Madrid og Barcelona hafa mæst 245 sinnum. Real Madrid hefur unnið 97 leiki og Barcelona 96, og þá hafa 52 endað með jafntefli. Lionel Messi hefur mætt Real Madrid 46 sinnum í treyju Barcelona, og einhverjir velta fyrir sér hvort að þetta sé í seinasta skipti sem við fáum að sjá Messi spila El Clasico. Framtíð Argentínumannsins er enn óljós eftir sumarið, en litli Argentínumaðurinn hefur komið með beinum hætti að 40 mörkum þegar þessi lið mætast. Hann hefur skorað 26 og lagt upp 14 mörk gegn Real Madrid. Hvað sem verður um framtíð þessa 33 ára framherja er nokkuð ljóst að allra augu verða á honum þegar hann reynir að hjálpa liði sínu að vinna enn einn titilinn. G AL OF THE DAY #ElClasico! Leo #Messi pic.twitter.com/ltzh3ggzju— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 9, 2021 Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18:50. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Sjá meira
Titilbaráttan á Spáni hefur sjaldan verið jafn spennandi og nú. Nú þegar níu umferðir eru eftir trónir Atletico Madrid á toppnum, einu stigi fyrir ofan Barcelona. Real Madrid fylgir fast á hæla þeirra og einungis þrjú stig skilja þá frá toppnum. Það er því um margt að spila í kvöld. Sigur gefur ekki aðeins montrétt í þessum erkifjendaslag, heldur er toppsætið einnig í húfi. Barcelona eru taplausir í seinustu níu leikjum og hafa ekki tapað leik árið 2021. Með sigri ná þeir tveggja stiga forskoti á toppnum. Real Madrid jafnar granna sína í Atletico að stigum með sigri, en tyllir sér á toppinn á innbyrgðis viðureignum. Madrídingar eru einnig á góðu skriði og hafa ekki tapað í seinustu tólf leikjum, og hafa unnið fimm í röð í öllum keppnum. Tap setur stórt strik í reikninginn fyrir bæði lið í titilbaráttunni, en að lenda fimm stigum á eftir Barcelona og mögulega sex stigum á eftir Atletico Madrid gæti þýtt að brekkan sé orðin of brött fyrir lærisveina Zinedine Zidane. Atletico Madrid á leik gegn Real Betis á útivelli á morgun og þarf á sigri að halda þar ef þeir ætla ekki að missa risana fram úr sér. #ElClásico mode: pic.twitter.com/jmu9vwlD0x— Real Madrid C.F. (@realmadriden) April 9, 2021 Ramos og Coutinho á meiðslalistanum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, þarf að sætta sig við það að horfa á leikinn úr stúkunni. Ramos meiddist á kálfa á dögunum og spilar því ekki með. Dani Carvajal er einnig á meiðslalista Real og Raphael Varane greindist með veiruna á dögunum, en Eden Hazard gæti snúið aftur á bekkinn hjá Madrídingum. Efasemdir hafa verið um hvort Gerard Pique og Sergi Roberto geti spilað leikinn fyrir Barca. Heimildir herma þó að þeir ættu að vera í hóp, en Philippe Coutinho og Ansu Fati verða ekki í leikmannahóp Barcelona. Er Messi að spila sinn seinasta El Clasico? Real Madrid og Barcelona hafa mæst 245 sinnum. Real Madrid hefur unnið 97 leiki og Barcelona 96, og þá hafa 52 endað með jafntefli. Lionel Messi hefur mætt Real Madrid 46 sinnum í treyju Barcelona, og einhverjir velta fyrir sér hvort að þetta sé í seinasta skipti sem við fáum að sjá Messi spila El Clasico. Framtíð Argentínumannsins er enn óljós eftir sumarið, en litli Argentínumaðurinn hefur komið með beinum hætti að 40 mörkum þegar þessi lið mætast. Hann hefur skorað 26 og lagt upp 14 mörk gegn Real Madrid. Hvað sem verður um framtíð þessa 33 ára framherja er nokkuð ljóst að allra augu verða á honum þegar hann reynir að hjálpa liði sínu að vinna enn einn titilinn. G AL OF THE DAY #ElClasico! Leo #Messi pic.twitter.com/ltzh3ggzju— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 9, 2021 Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18:50. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Sjá meira