Annað sæti listans skipar Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, formaður SSNE og fyrrverandi sjónvarpsstjóri N4, en það þriðja Eydís Ásbjörnsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð og framhaldsskólakennari. Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi í Norðurþingi, skipar fjórða sæti listans.
Kristján L. Möller og Svanfríður Jónasdóttir skipa heiðurssæti á listanum. Tuttugu manns eru á listanum en tíu efstu eru eftirfarandi:
- Logi Einarsson, Akureyri, Alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar
- Hilda Jana Gísladóttir, Akureyri, bæjarfulltrúi og formaður SSNE
- Eydís Ásbjörnsdóttir, Eskifirði, framhaldskólakennari og bæjarfulltrúi
- Kjartan Páll Þórarinsson, Húsavík, íþrótta- og tómstundafulltrúi
- Margrét Benediktsdóttir, Akureyri, háskólanemi
- Sigurður Vopni Vatnsdal, Vopnafirði, deildarstjóri á leikskóla
- Ísak Már Jóhannesson, Akureyri, umhverfisfræðingur
- Lilja Guðný Jóhannesdóttir, Neskaupstað, skólameistari
- Ólafur Haukur Kárason, Siglufirði, byggingameistari
- Guðrún Einarsdóttir, Húsavík, hjúkrunarfræðinemi