Fullbólusettur Ingvi Hrafn vill komast í sund núna Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2021 13:49 Ingvi Hrafn segir það algjört lykilatriði, þegar litið er til heilsu eldri borgara, að fara að hleypa þeim í sund. Vísir/Vilhelm/aðsend Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssambands eldri borgara segir það góða hugmynd að hleypa gráa hernum í sund en á því er þó einn hængur. „Nú þegar búið er að bólusetja 70 ára og eldri má ekki opna sundlaugar fyrir okkur? Algerlega lífsnauðsynlegt fyrir heilsuvernd eldri borgara, sem stunda sund þúsundum saman,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsmaður á Facebook-síðu sinni. Hann á bágt með að skilja það af hverju gamlingjunum er haldið frá klórnum í laugunum. Og Þórunn segir þetta góða hugmynd hjá Ingva Hrafni. „Það eru að koma fram núna allskonar tillögur út af þessum hópi sem er búin að fá bólusetningar,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Hún segir að meginþorri yfir sjötugt sé búinn að fá aðra sprautuna eða báðar og á Akureyri eru menn byrjaðir að bólusetja niður í 68 ára aldur. Ekki búið að bólusetja alla sem eru yfir sjötugu „En ef þú ert með AstraZeneka eru þrír mánuðir á milli fyrri sprautu og þeirrar seinni. Það er að tefja að ekki eru allir staddir á sama stað. Það myndi algjörlega rugla þennan hóp; af hverju hinir mega fara en ekki ég?“ Þórunn segir að enn séu ekki allir yfir sjötugt búnir að fá báðar sprauturnar. Þeir sem fá Pfiser og Moderna séu búnir en ekki þeir sem fá AstraZeneca. Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir að ef nú yrði farið í að hleypa sjötugum og eldri í laugarnar myndi það rugla hópinn í ríminu því ekki eru allir í þeim aldursflokki búnir að fá fulla bólusetningu.vísir/arnar „Og er því ekki komið með fullt ónæmi. Ef við værum öll í sama pakka og öll bólusett fer að koma upp sú staða,“ segir Þórunn. Ingvi Hrafn aðeins of snöggur til með sína góðu hugmynd Hún segir jafnframt að nú þurfi að snúa einu og öðru í gang svo sem mörgum aðalfundum í félögum eldri borgara sem hafa frestast. Þórunn gerir ráð fyrir því að helft eldri borgara verði að fullu bólusett í lok maí. „Ingvi Hrafn er aðeins of snöggur út af því að bólefnin eru með þessa hegðun að vera ekki eins. En hugmyndin er góð, þekkja allir þessa vanlíðan að komast ekki í hreyfingu.“ Þegar Vísir náði tali af Þórunni var hún á fjarfundi þar sem verið var að kynna viðamikla skýrslu, rannsókn sem félagsvísindastofnun gerir og heitir Hagir og líðan eldri borgara. Greinilegt sé að heilsan sé lakari en fyrir fjórum árum og Þórunn segir að það megi rekja beint til Covid-19 og einangrunar sem henni fylgir. Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Nú þegar búið er að bólusetja 70 ára og eldri má ekki opna sundlaugar fyrir okkur? Algerlega lífsnauðsynlegt fyrir heilsuvernd eldri borgara, sem stunda sund þúsundum saman,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsmaður á Facebook-síðu sinni. Hann á bágt með að skilja það af hverju gamlingjunum er haldið frá klórnum í laugunum. Og Þórunn segir þetta góða hugmynd hjá Ingva Hrafni. „Það eru að koma fram núna allskonar tillögur út af þessum hópi sem er búin að fá bólusetningar,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Hún segir að meginþorri yfir sjötugt sé búinn að fá aðra sprautuna eða báðar og á Akureyri eru menn byrjaðir að bólusetja niður í 68 ára aldur. Ekki búið að bólusetja alla sem eru yfir sjötugu „En ef þú ert með AstraZeneka eru þrír mánuðir á milli fyrri sprautu og þeirrar seinni. Það er að tefja að ekki eru allir staddir á sama stað. Það myndi algjörlega rugla þennan hóp; af hverju hinir mega fara en ekki ég?“ Þórunn segir að enn séu ekki allir yfir sjötugt búnir að fá báðar sprauturnar. Þeir sem fá Pfiser og Moderna séu búnir en ekki þeir sem fá AstraZeneca. Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir að ef nú yrði farið í að hleypa sjötugum og eldri í laugarnar myndi það rugla hópinn í ríminu því ekki eru allir í þeim aldursflokki búnir að fá fulla bólusetningu.vísir/arnar „Og er því ekki komið með fullt ónæmi. Ef við værum öll í sama pakka og öll bólusett fer að koma upp sú staða,“ segir Þórunn. Ingvi Hrafn aðeins of snöggur til með sína góðu hugmynd Hún segir jafnframt að nú þurfi að snúa einu og öðru í gang svo sem mörgum aðalfundum í félögum eldri borgara sem hafa frestast. Þórunn gerir ráð fyrir því að helft eldri borgara verði að fullu bólusett í lok maí. „Ingvi Hrafn er aðeins of snöggur út af því að bólefnin eru með þessa hegðun að vera ekki eins. En hugmyndin er góð, þekkja allir þessa vanlíðan að komast ekki í hreyfingu.“ Þegar Vísir náði tali af Þórunni var hún á fjarfundi þar sem verið var að kynna viðamikla skýrslu, rannsókn sem félagsvísindastofnun gerir og heitir Hagir og líðan eldri borgara. Greinilegt sé að heilsan sé lakari en fyrir fjórum árum og Þórunn segir að það megi rekja beint til Covid-19 og einangrunar sem henni fylgir.
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira