Guardiola og De Bruyne framlengja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2021 12:30 Pep Guardiola og Kevin De Bruyne verða áfram hjá Man City næstu árin. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester City tilkynnti nú rétt í þessu að Pep Guardiola og Kevin De Bruyne hafi skrifað undir framlengingar á samningum sínum. Pep verður hjá félaginu til 2023 en De Bruyne til 2025. Það er nóg um að vera hjá Manchester City þessa dagana. Félagið á enn möguleika á að vinna fernuna, vann dramatískan 2-1 sigur á Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær og gaf það nýverið út að félagið hefði tapað 126 milljónum punda á síðustu leiktíð. Það virðist ekki hafa mikil áhrif á fjárhag liðsins en í morgun tilkynnti félagið að tveir af mikilvægustu mönnum þess hefðu skrifað undir framlengingar á samningum sínum. Pep: signed to 2023KDB: signed to 2025Manchester City s mission continues pic.twitter.com/b6dNAttwiO— B/R Football (@brfootball) April 7, 2021 Pep Guardiola, þjálfari félagsins, er nú samningsbundinn til sumarsins 2023 á meðan Kevin De Bruyne skrifaði undir nýjan samning sem gildir til ársins 2025. Talið var að hinn fimmtugi Pep hefði fengið nóg á síðustu leiktíð eftir að hafa verið hjá Manchester City síðan 2016. Hann virkaði þreyttur og liðið var engan veginn að ná sömu hæðum og árin tvö á undan þegar það vann ensku úrvalsdeildina. City-liðið hefur hins vegar verið stórkostlegt á þessari leiktíð og Guardiola virðist ekki hafa neinn áhuga á að stíga til hliðar. Eftir fjögur frábær ár með Barcelona tók hann sér ársfrí áður en hann hélt til Þýskalands og tók við Bayern. Þar var hann í þrjú ár áður en hann tók við Manchester City. Klári hann samning sinn hjá City þá hefur hann eytt alls sjö árum í Manchester-borg eða jafn miklum tíma og hann gerði með Barcelona og Bayern til samans. Til að gera daginn enn betri fyrir stuðningsfólk City var einnig tilkynnt að hinn 29 ára gamli Kevin De Bruyne - einn besti leikmaður liðsins, ensku úrvalsdeildarinnar og heims – hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir til ársins 2025. Þá verður De Bruyne orðinn 34 ára gamall og verið í herbúðum City í áratug. After penning his new deal, we sat down with the man himself! Watch the full interview with @DeBruyneKev! #ManCity | https://t.co/axa0klUGiM— Manchester City (@ManCity) April 7, 2021 Belgíski miðjumaðurinn hefur verið hreint út sagt magnaður undanfarin ár þó hann hafi glímt við erfið meiðsli um tíma. Alls hefur De Bruyne spilað 255 leiki fyrir City og skorað 65 mörk ásamt því að leggja upp önnur 105. Tímabilið 2019/2020 var hans besta á ferlinum í ensku úrvalsdeildinni en í 35 leikjum skoraði hann 13 mörk og lagði upp 20 til viðbótar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25 Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Það er nóg um að vera hjá Manchester City þessa dagana. Félagið á enn möguleika á að vinna fernuna, vann dramatískan 2-1 sigur á Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær og gaf það nýverið út að félagið hefði tapað 126 milljónum punda á síðustu leiktíð. Það virðist ekki hafa mikil áhrif á fjárhag liðsins en í morgun tilkynnti félagið að tveir af mikilvægustu mönnum þess hefðu skrifað undir framlengingar á samningum sínum. Pep: signed to 2023KDB: signed to 2025Manchester City s mission continues pic.twitter.com/b6dNAttwiO— B/R Football (@brfootball) April 7, 2021 Pep Guardiola, þjálfari félagsins, er nú samningsbundinn til sumarsins 2023 á meðan Kevin De Bruyne skrifaði undir nýjan samning sem gildir til ársins 2025. Talið var að hinn fimmtugi Pep hefði fengið nóg á síðustu leiktíð eftir að hafa verið hjá Manchester City síðan 2016. Hann virkaði þreyttur og liðið var engan veginn að ná sömu hæðum og árin tvö á undan þegar það vann ensku úrvalsdeildina. City-liðið hefur hins vegar verið stórkostlegt á þessari leiktíð og Guardiola virðist ekki hafa neinn áhuga á að stíga til hliðar. Eftir fjögur frábær ár með Barcelona tók hann sér ársfrí áður en hann hélt til Þýskalands og tók við Bayern. Þar var hann í þrjú ár áður en hann tók við Manchester City. Klári hann samning sinn hjá City þá hefur hann eytt alls sjö árum í Manchester-borg eða jafn miklum tíma og hann gerði með Barcelona og Bayern til samans. Til að gera daginn enn betri fyrir stuðningsfólk City var einnig tilkynnt að hinn 29 ára gamli Kevin De Bruyne - einn besti leikmaður liðsins, ensku úrvalsdeildarinnar og heims – hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir til ársins 2025. Þá verður De Bruyne orðinn 34 ára gamall og verið í herbúðum City í áratug. After penning his new deal, we sat down with the man himself! Watch the full interview with @DeBruyneKev! #ManCity | https://t.co/axa0klUGiM— Manchester City (@ManCity) April 7, 2021 Belgíski miðjumaðurinn hefur verið hreint út sagt magnaður undanfarin ár þó hann hafi glímt við erfið meiðsli um tíma. Alls hefur De Bruyne spilað 255 leiki fyrir City og skorað 65 mörk ásamt því að leggja upp önnur 105. Tímabilið 2019/2020 var hans besta á ferlinum í ensku úrvalsdeildinni en í 35 leikjum skoraði hann 13 mörk og lagði upp 20 til viðbótar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25 Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25
Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55