Ný stuttmynd frá Flóttamannastofnun um gildi íþrótta fyrir flóttafólk Heimsljós 6. apríl 2021 10:52 UNHCR Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna frumsýnir nýja stuttmynd um sögu ungrar flóttakonu sem keppir á Ólympíuleikum. Í dag, á alþjóðlegum degi íþrótta í þágu framfara og friðar (International Day of Sport for Development and Peace) frumsýnir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna nýja stuttmynd. Hún sýnir á áhrifamikinn hátt sögu ungrar flóttakonu frá því hún neyðist til að flýja stríðsátök þar til hún er valin til þátttöku á Ólympíuleikum. Stuttmyndin nefndist „Ferðalagið“ (The Journey). Það er skálduð saga ungrar konu sem neyðin hrekur á brott úr eigin landi vegna átaka og ofbeldis. Í miðri skothríð hleypur hún særð um rykuga vegi á sandölum og síðan taka við hættulegar ferðir á sjó og landi þar til hún endurheimtir öryggi sem flóttakona í ókunnu landi. Loks finnur hún tilgang í lífinu gegnum íþróttir og er valin til þátttöku á Ólympíuleikum. Rose Nathike Lokonyen, flóttakona frá Suður-Súdan, bar fána fyrsta ólympíuliðs flóttafólks á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro árið 2016. Hún var ráðgjafi við gerð stuttmyndarinnar en sjálf flúði hún blóðugar ættbálkaerjur í heimalandinu þegar hún var átta ári að aldri. Hún fann að lokum öryggi í Kakuma-flóttamannabúðunum í Kenía þar sem hún eignaðist vini gegnum fótbolta. Hún keppti í 800 metra hlaupi á leikunum í Brasilíu. Rose starfar nú fyrir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna með börnum í grennd við Næróbí, höfuðborg Kenía, þar sem hún þjálfar börn á flótta í ýmsum íþróttum en sjálf væntir hún þess að komast á Ólympíuleikana í Tókíó í sumar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Flóttamenn Ólympíuleikar Frjálsar íþróttir Suður-Súdan Kenía Þróunarsamvinna Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent
Í dag, á alþjóðlegum degi íþrótta í þágu framfara og friðar (International Day of Sport for Development and Peace) frumsýnir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna nýja stuttmynd. Hún sýnir á áhrifamikinn hátt sögu ungrar flóttakonu frá því hún neyðist til að flýja stríðsátök þar til hún er valin til þátttöku á Ólympíuleikum. Stuttmyndin nefndist „Ferðalagið“ (The Journey). Það er skálduð saga ungrar konu sem neyðin hrekur á brott úr eigin landi vegna átaka og ofbeldis. Í miðri skothríð hleypur hún særð um rykuga vegi á sandölum og síðan taka við hættulegar ferðir á sjó og landi þar til hún endurheimtir öryggi sem flóttakona í ókunnu landi. Loks finnur hún tilgang í lífinu gegnum íþróttir og er valin til þátttöku á Ólympíuleikum. Rose Nathike Lokonyen, flóttakona frá Suður-Súdan, bar fána fyrsta ólympíuliðs flóttafólks á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro árið 2016. Hún var ráðgjafi við gerð stuttmyndarinnar en sjálf flúði hún blóðugar ættbálkaerjur í heimalandinu þegar hún var átta ári að aldri. Hún fann að lokum öryggi í Kakuma-flóttamannabúðunum í Kenía þar sem hún eignaðist vini gegnum fótbolta. Hún keppti í 800 metra hlaupi á leikunum í Brasilíu. Rose starfar nú fyrir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna með börnum í grennd við Næróbí, höfuðborg Kenía, þar sem hún þjálfar börn á flótta í ýmsum íþróttum en sjálf væntir hún þess að komast á Ólympíuleikana í Tókíó í sumar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Flóttamenn Ólympíuleikar Frjálsar íþróttir Suður-Súdan Kenía Þróunarsamvinna Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent