Fótbolti

Karó­lína Lea kom ekki við sögu er Bayern datt út úr bikarnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. Stuart Franklin/Getty Images

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bayern München er liðið tapaði 2-0 gegn Wolfsburg í undanúrslitum þýska bikarsins í knattspyrnu. Wolfsburg mætir Eintracht Frankfurt, liði Alexöndru Jóhannsdóttur, í úrslitum.

Það tók Wolfsburg aðeins 13 mínútur að komast yfir í leik dagsins. Alexandra Popp kom heimaliðinu yfir og Ewa Pajor tvöfaldaði forystuna í blálok fyrri hálfleiks. 

Staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það einnig lokatölur þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik. Bayern endaði hins vegar með aðeins tíu leikmenn á vellinum en Simone Boye Sorensen fékk rautt spjald í uppbótartíma leiksins.

Fyrrum liðsfélagarnir Karólína Lea og Alexandra mætast því ekki í úrslitum en þær léku með Íslandsmeisturum Breiðabliks síðasta sumar. 

Alexandra sat einnig á varamannabekk Frankfurt er liðið vann Freiburg 2-1 í gær og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×